Tvöfaldur verðmunur á dýrustu og ódýrustu sundlauginni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 20. júní 2023 07:00 Sundlaugarnar á Íslandi eru mýmargar og mismunandi. Verðið er líka mismunandi. Sundlaugarnar tvær á Akranesi eru ódýrustu sundlaugar landsins. Lýsulaug á Snæfellsnesi og Skeiðalaug í uppsveitum Árnessýslu eru þær dýrustu. Verðmunurinn er rúmlega tvöfaldur. Algengasta verðið í sundlaugar landsins er 1.100 krónur samkvæmt óformlegri úttekt Vísis. Langflestar sundlaugarnar eru reknar af sveitarfélögunum og gjaldskrá ákveðin í byrjun árs. Ódýrustu sundlaugar landsins má finna á Akranesi. Það er Jaðarsbakkalaug og Bjarnalaug, sem er innilaug. Verðið þar er aðeins 770 krónur fyrir fullorðinn einstakling og 385 fyrir aldraða. Öryrkjar greiða ekkert og ekki heldur börn undir 16 ára aldri. Hræódýrt er í Jaðarsbakkalaug á Skaganum.Akranes Dýrustu laugar landsins eru Lýsulaug og Skeiðalaug. Þar kostar miði fyrir fullorðinn einstakling 1.500 krónur, nærri tvöfalt verð Akranesslauganna. Báðar njóta þó vissrar sérstöðu. Þörungar og spa-stemning Lýsulaug við Lýsuhól í Staðarsveit, á sunnanverðu Snæfellsnesi, tilheyrir Snæfellsbæ. Í lauginni er hins vegar ekki hefðbundið klórblandað hitaveituvatn heldur heitt ölkelduvatn, beint úr jörðu. Sundlaugargestir þar taka eftir grænni slikju í vatninu, sem er þörungur sem kallast chlorella. Er það talið til heilsubótar og er sundlaugin afar vinsæl hjá erlendum ferðamönnum. Hvað Skeiðalaug í Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi varðar segir oddvitinn Haraldur Þór Jónsson að verið sé að gera miklar breytingar í lauginni. „Þarna verður nokkurs konar spa-stemning,“ segir hann. En sveitarfélagið, sem telur innan við 600 sálir, rekur tvær sundlaugar. Verðið í hinni lauginni, Neslaug í Árnesi, er nokkuð hefðbundið, 1.100 fyrir fullorðna. Ódýrt í laug sem knésetti sveitarsjóð Ódýrustu sundlaugarnar á höfuðborgarsvæðinu eru í Garðabæ, Ásgarðslaug og Álftaneslaug. Þar kostar miði fyrir fullorðinn einstakling aðeins 820 krónur en börn, aldraðir og öryrkjar fá frítt inn. Leiga sundfatnaðar er einnig með þeim ódýrari á landinu, aðeins 630 krónur. Báðar sundlaugarnar eru nokkuð nýlegar. Miklar endurbætur voru gerðar á Ásgarðslaug árið 2018 og bætt við pottum, klefum og rennibraut auk endurnýjun á ýmsum innréttingum. Álftaneslaugin með sinni öldusundlaug setti heilt sveitarfélag í mikla klemmu.Garðabær Glæsileg Álftaneslaug var byggð 2009 þar sem meðal annars má finna stóra rennibraut og öldusundlaug. Laugin var hins vegar svo dýr að hún var talin eiga stóran þátt í að sveitarfélagið Álftanes varð tæknilega gjaldþrota og sameinaðist Garðabæ árið 2012. Reykjavík dýrust á höfuðborgarsvæðinu Reykjavíkurborg rekur átta sundlaugar og verðið þar er jafn framt það hæsta á höfuðborgarsvæðinu. 1.210 krónur fyrir fullorðna. Börn undir 16 ára aldri, aldraðir og öryrkjar fá frítt í sund. Laugarnar eru Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, Dalslaug í Úlfarsárdal, Grafarvogslaug, Klébergslaug á Kjalarnesi, Laugardalslaug, Vesturbæjarlaug og Sundhöllin gamla við Barónsstíg. Næst dýrastar eru laugarnar þrjár í Kópavogi, Salalaug, innilaugin í Boðaþingi og hin gamla Kópavogslaug á Kársnesi. Þar kostar miðinn 1.130 krónur. Hafnarfjörður rekur sömuleiðis þrjár laugar. Ásvallalaug á Völlum, Suðurbæjarlaug og hin gamla Sundhöll Hafnarfjarðar. Inn í þær kostar miðinn 1.100 krónur rétt eins og í Sundlaug Seltjarnarness. Þúsundkall kostar inn í báðar laugar Mosfellsbæjar, Varmárlaug og Lágafellslaug. Landsbyggðin hyglir heimafólki Á landsbyggðinni er algengt að heimafólki sé hyglt. Það er að börn, aldraðir og öryrkjar búsettir í sveitarfélaginu fái frítt inn en utanbæjarfólk þurfi að borga. Lýsulaug á Snæfellsnesi er græn.Snæfellsbær Þetta er hátturinn meðal annars í Vestmannaeyjum, á Hellu, í Höfn, í sundlaugum Múlaþings á Egilsstöðum, Djúpavogi og Seyðisfirði og fjórum sundlaugum Skagfirðinga. En ein þeirra, sundlaugin á Hofsósi sem opnuð var árið 2010, er yfirleitt talin ein sú fallegasta á landinu og trekkir að margan ferðamanninn. Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur tilkynnt að börn, aldraðir og öryrkjar sveitarfélagsins fái frítt í laugina á Hólmavík í ár en ekkert er gefið upp um framtíðina. Nýuppgerð Hreppslaug dýr Nokkrar sundlaugar deila heiðrinum sem næstódýrustu sundlaugarnar á landsbyggðinni með aðgöngumiða upp á aðeins 950 krónur. Þetta eru sundlaugarnar í Vogum á Vatnsleysuströnd, á Hvammstanga, á Ólafsfirði og Sundhöllin á Siglufirði. Hreppslaugin er friðuð en húsið var nýlega endurbyggt. Hún er falleg en dýr.Hreppslaug Fyrir utan Lýsulaug og Skeiðalaug er Hreppslaug í Skorradalshreppi sú dýrasta á landinu. Laugin sjálf er friðuð en húsnæðið með afgreiðslu og sturtuklefum var nýlega endurbyggt og opnað síðasta sumar. Verðmiðinn í Hreppslaug er 1.350 krónur en laugin er aðeins opin á sumrin. Sturtugjöld á Snæfellsnesi Algengt er að aldraðir, öryrkjar og börn fái annað hvort frítt í sund eða miða með verulegum afslætti. Yngstu börnin fá yfirleitt frítt, nema í Vogum og Múlaþingi, en afar misjafnt er við hvaða aldur barnaverð hefst, allt frá 6 upp í 16 ára aldur. Misjafnt er líka hvort 16 og 17 ára unglingar séu flokkaðir sem börn eða fullorðnir í sundlaugum landsins. Í sundlaugum Akraness fá atvinnulausir helmingsafslátt líkt og aldraðir og greiða því aðeins 385 krónur inn í laugarnar ódýru. Svokallað sturtugjald virðist vera lenska á Snæfellsnesi. Það er þegar manneskja vill aðeins baða sig en ekki stökkva í laugina. Sturtugjald er innheimt í laugunum á Stykkishólmi, Snæfellsbæ og Grundarfirði. Dýrast er það 1.000 krónur í Lýsulaug. Eini staðurinn sem listar sturtugjald, utan Snæfellsness, er jafn framt sá ódýrasti. Það er Vesturbyggð sem rukkar 500 krónu sturtugjald í sundlaugunum á Patreksfirði og í Laugarnesi á Barðaströnd. Þá má nefna að í lauginni í Neskaupstað eru reknir svokallaðir „gufubaðsklúbbar“ utan hefðbundins opnunartíma. Leigan kostar heilar 4.850 krónur sem dekkar þó ekki kostnað samkvæmt sveitarfélaginu eins og greint var frá í frétt Vísis í apríl. Dýrasta sundbrókin í Reykjavík Nærri allar sundlaugar bjóða upp á leigu sundfatnaðar sem er heppilegt gleymist skýlan eða toppurinn heima. Dýrast er að leigja sundfatnað í sundlaugum Reykjavíkurborgar, 1.080 krónur. Nokkrar laugar leigja sundbrækur og boli á aðeins 500 krónur. Það er sundlaugin á Seltjarnarnesi, Flúðum, Laugum í Reykjadal, Ólafsvík og í tveimur dýrustu laugunum, Skeiðalaug og Lýsulaug. Í Selársdalslaug í Vopnafirði er aðeins hægt að leigja sundbleyju. Það kostar 300 krónur. Dýrar lúxuslaugar Á undanförnum árum hefur lúxus sundlaugum fjölgað til muna, oft byggðar á jarðhitasvæðum og bjóða upp á alls kyns mismunandi potta, gufuklefa og veitingar.Að því sem Vísir kemst næst er ódýrustu lúxus laugina að finna í Húsafelli. Í Lindina þar kostar verðmiði fyrir fullorðinn einstakling 3.800 krónur. Laugarvatni, Fontana er næstódýrust. Verðmiðinn fyrir fullorðinn einstakling þar er þó heilar 4.990 krónur, eða rúmlega þrefalt verðið í Lýsulaug og Skeiðalaug. 5.900 krónur kostar í Kraumu í Reykholti, 5.990 í Sjóðböðin á Húsavík, 6.490 í Jarðböðin við Mývatn og Vök á Egilsstöðum, 6.590 í Skógarböðin á Akureyri, 7.990 í Sky Lagoon í Kópavogi og 8.990 í Bláa lónið. Afsláttarverð er yfirleitt á bilinu 2.990 til 4.990 krónur fyrir aldraða, öryrkja og stálpuð börn. Í Jarðböðunum og Vök er einnig sérstakt afsláttargjald fyrir nema. Sundlaugar Sund Neytendur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Sjá meira
Algengasta verðið í sundlaugar landsins er 1.100 krónur samkvæmt óformlegri úttekt Vísis. Langflestar sundlaugarnar eru reknar af sveitarfélögunum og gjaldskrá ákveðin í byrjun árs. Ódýrustu sundlaugar landsins má finna á Akranesi. Það er Jaðarsbakkalaug og Bjarnalaug, sem er innilaug. Verðið þar er aðeins 770 krónur fyrir fullorðinn einstakling og 385 fyrir aldraða. Öryrkjar greiða ekkert og ekki heldur börn undir 16 ára aldri. Hræódýrt er í Jaðarsbakkalaug á Skaganum.Akranes Dýrustu laugar landsins eru Lýsulaug og Skeiðalaug. Þar kostar miði fyrir fullorðinn einstakling 1.500 krónur, nærri tvöfalt verð Akranesslauganna. Báðar njóta þó vissrar sérstöðu. Þörungar og spa-stemning Lýsulaug við Lýsuhól í Staðarsveit, á sunnanverðu Snæfellsnesi, tilheyrir Snæfellsbæ. Í lauginni er hins vegar ekki hefðbundið klórblandað hitaveituvatn heldur heitt ölkelduvatn, beint úr jörðu. Sundlaugargestir þar taka eftir grænni slikju í vatninu, sem er þörungur sem kallast chlorella. Er það talið til heilsubótar og er sundlaugin afar vinsæl hjá erlendum ferðamönnum. Hvað Skeiðalaug í Brautarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi varðar segir oddvitinn Haraldur Þór Jónsson að verið sé að gera miklar breytingar í lauginni. „Þarna verður nokkurs konar spa-stemning,“ segir hann. En sveitarfélagið, sem telur innan við 600 sálir, rekur tvær sundlaugar. Verðið í hinni lauginni, Neslaug í Árnesi, er nokkuð hefðbundið, 1.100 fyrir fullorðna. Ódýrt í laug sem knésetti sveitarsjóð Ódýrustu sundlaugarnar á höfuðborgarsvæðinu eru í Garðabæ, Ásgarðslaug og Álftaneslaug. Þar kostar miði fyrir fullorðinn einstakling aðeins 820 krónur en börn, aldraðir og öryrkjar fá frítt inn. Leiga sundfatnaðar er einnig með þeim ódýrari á landinu, aðeins 630 krónur. Báðar sundlaugarnar eru nokkuð nýlegar. Miklar endurbætur voru gerðar á Ásgarðslaug árið 2018 og bætt við pottum, klefum og rennibraut auk endurnýjun á ýmsum innréttingum. Álftaneslaugin með sinni öldusundlaug setti heilt sveitarfélag í mikla klemmu.Garðabær Glæsileg Álftaneslaug var byggð 2009 þar sem meðal annars má finna stóra rennibraut og öldusundlaug. Laugin var hins vegar svo dýr að hún var talin eiga stóran þátt í að sveitarfélagið Álftanes varð tæknilega gjaldþrota og sameinaðist Garðabæ árið 2012. Reykjavík dýrust á höfuðborgarsvæðinu Reykjavíkurborg rekur átta sundlaugar og verðið þar er jafn framt það hæsta á höfuðborgarsvæðinu. 1.210 krónur fyrir fullorðna. Börn undir 16 ára aldri, aldraðir og öryrkjar fá frítt í sund. Laugarnar eru Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, Dalslaug í Úlfarsárdal, Grafarvogslaug, Klébergslaug á Kjalarnesi, Laugardalslaug, Vesturbæjarlaug og Sundhöllin gamla við Barónsstíg. Næst dýrastar eru laugarnar þrjár í Kópavogi, Salalaug, innilaugin í Boðaþingi og hin gamla Kópavogslaug á Kársnesi. Þar kostar miðinn 1.130 krónur. Hafnarfjörður rekur sömuleiðis þrjár laugar. Ásvallalaug á Völlum, Suðurbæjarlaug og hin gamla Sundhöll Hafnarfjarðar. Inn í þær kostar miðinn 1.100 krónur rétt eins og í Sundlaug Seltjarnarness. Þúsundkall kostar inn í báðar laugar Mosfellsbæjar, Varmárlaug og Lágafellslaug. Landsbyggðin hyglir heimafólki Á landsbyggðinni er algengt að heimafólki sé hyglt. Það er að börn, aldraðir og öryrkjar búsettir í sveitarfélaginu fái frítt inn en utanbæjarfólk þurfi að borga. Lýsulaug á Snæfellsnesi er græn.Snæfellsbær Þetta er hátturinn meðal annars í Vestmannaeyjum, á Hellu, í Höfn, í sundlaugum Múlaþings á Egilsstöðum, Djúpavogi og Seyðisfirði og fjórum sundlaugum Skagfirðinga. En ein þeirra, sundlaugin á Hofsósi sem opnuð var árið 2010, er yfirleitt talin ein sú fallegasta á landinu og trekkir að margan ferðamanninn. Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur tilkynnt að börn, aldraðir og öryrkjar sveitarfélagsins fái frítt í laugina á Hólmavík í ár en ekkert er gefið upp um framtíðina. Nýuppgerð Hreppslaug dýr Nokkrar sundlaugar deila heiðrinum sem næstódýrustu sundlaugarnar á landsbyggðinni með aðgöngumiða upp á aðeins 950 krónur. Þetta eru sundlaugarnar í Vogum á Vatnsleysuströnd, á Hvammstanga, á Ólafsfirði og Sundhöllin á Siglufirði. Hreppslaugin er friðuð en húsið var nýlega endurbyggt. Hún er falleg en dýr.Hreppslaug Fyrir utan Lýsulaug og Skeiðalaug er Hreppslaug í Skorradalshreppi sú dýrasta á landinu. Laugin sjálf er friðuð en húsnæðið með afgreiðslu og sturtuklefum var nýlega endurbyggt og opnað síðasta sumar. Verðmiðinn í Hreppslaug er 1.350 krónur en laugin er aðeins opin á sumrin. Sturtugjöld á Snæfellsnesi Algengt er að aldraðir, öryrkjar og börn fái annað hvort frítt í sund eða miða með verulegum afslætti. Yngstu börnin fá yfirleitt frítt, nema í Vogum og Múlaþingi, en afar misjafnt er við hvaða aldur barnaverð hefst, allt frá 6 upp í 16 ára aldur. Misjafnt er líka hvort 16 og 17 ára unglingar séu flokkaðir sem börn eða fullorðnir í sundlaugum landsins. Í sundlaugum Akraness fá atvinnulausir helmingsafslátt líkt og aldraðir og greiða því aðeins 385 krónur inn í laugarnar ódýru. Svokallað sturtugjald virðist vera lenska á Snæfellsnesi. Það er þegar manneskja vill aðeins baða sig en ekki stökkva í laugina. Sturtugjald er innheimt í laugunum á Stykkishólmi, Snæfellsbæ og Grundarfirði. Dýrast er það 1.000 krónur í Lýsulaug. Eini staðurinn sem listar sturtugjald, utan Snæfellsness, er jafn framt sá ódýrasti. Það er Vesturbyggð sem rukkar 500 krónu sturtugjald í sundlaugunum á Patreksfirði og í Laugarnesi á Barðaströnd. Þá má nefna að í lauginni í Neskaupstað eru reknir svokallaðir „gufubaðsklúbbar“ utan hefðbundins opnunartíma. Leigan kostar heilar 4.850 krónur sem dekkar þó ekki kostnað samkvæmt sveitarfélaginu eins og greint var frá í frétt Vísis í apríl. Dýrasta sundbrókin í Reykjavík Nærri allar sundlaugar bjóða upp á leigu sundfatnaðar sem er heppilegt gleymist skýlan eða toppurinn heima. Dýrast er að leigja sundfatnað í sundlaugum Reykjavíkurborgar, 1.080 krónur. Nokkrar laugar leigja sundbrækur og boli á aðeins 500 krónur. Það er sundlaugin á Seltjarnarnesi, Flúðum, Laugum í Reykjadal, Ólafsvík og í tveimur dýrustu laugunum, Skeiðalaug og Lýsulaug. Í Selársdalslaug í Vopnafirði er aðeins hægt að leigja sundbleyju. Það kostar 300 krónur. Dýrar lúxuslaugar Á undanförnum árum hefur lúxus sundlaugum fjölgað til muna, oft byggðar á jarðhitasvæðum og bjóða upp á alls kyns mismunandi potta, gufuklefa og veitingar.Að því sem Vísir kemst næst er ódýrustu lúxus laugina að finna í Húsafelli. Í Lindina þar kostar verðmiði fyrir fullorðinn einstakling 3.800 krónur. Laugarvatni, Fontana er næstódýrust. Verðmiðinn fyrir fullorðinn einstakling þar er þó heilar 4.990 krónur, eða rúmlega þrefalt verðið í Lýsulaug og Skeiðalaug. 5.900 krónur kostar í Kraumu í Reykholti, 5.990 í Sjóðböðin á Húsavík, 6.490 í Jarðböðin við Mývatn og Vök á Egilsstöðum, 6.590 í Skógarböðin á Akureyri, 7.990 í Sky Lagoon í Kópavogi og 8.990 í Bláa lónið. Afsláttarverð er yfirleitt á bilinu 2.990 til 4.990 krónur fyrir aldraða, öryrkja og stálpuð börn. Í Jarðböðunum og Vök er einnig sérstakt afsláttargjald fyrir nema.
Sundlaugar Sund Neytendur Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Sjá meira