Brim semur um 33 milljarða lán Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2023 12:17 Guðmundur Kristjánsson er forstjóri Brims. Vísir/Vilhelm Útgerðarfélagið Brim hf. hefur undirritað samning um 33 milljarða króna sambankalán til að endurfjármagna eldra lán. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að lánveitendur séu þrír alþjóðabankar; alþjóðlegi matvæla- og landbúnaðarbankinn Rabobank, norræni Nordea bankinn og norski DNB bankinn og að lánið er til fimm ára með 25 ára afborgunarferli. „Í lánaskilmálum eru hvatar til aukinnar sjálfbærni þar sem skilgreindir eru árangursvísar á sviði umhverfis- og samfélagsmála og í samræmi við stefnu og markmið Brims, en félagið hefur birt slíkar upplýsingar samkvæmt GRI staðlinum frá 2017. Árangursvísarnir taka m.a. til losunar gróðurhúsalofttegunda tengt veiðum og er Brim frumkvöðull í slíkri upplýsingagjöf á heimsvísu. Rabobanki er umsjónaraðili sjálfbærniþátta lánsins. Lánakjörin eru góð og staðfesta fjárhagslegan styrk Brims, ábyrgar fjárfestingar undanfarin ár og góða rekstrarsögu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ingu Jónu Friðgeirsdóttur, fjármálastjóra Brims hf, að þau hjá Brimi séu ánægð með nýja sambankalánið sem sé að þeirra mati á góðum kjörum. „Lánveitendurnir eru viðurkenndar alþjóðlegar fjármálastofnanir með mikla reynslu af viðskiptum við evrópska matvælaframleiðendur. Lánið staðfestir tiltrú alþjóðafjármálamarkaðarins á fjárhagsstyrk Brims, sjálfbærum veiðum og vinnslu okkar á hágæða sjávarafurðum. Við erum sérstaklega ánægð með hvatana til aukinnar sjálfbærni sem felast í lánaskilmálunum en þeir styðja við markmið okkar um aukna verðmætasköpun, lækkun kolefnisspors og aukið öryggi í framleiðslu og dreifingu afurða félagsins um allan heim.“ Endurskipuleggja fjárhaginn Sömuleiðis er í tilkynningunni haft eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, að hann sé mjög sáttur því lánaskilmálar undirstriki traustan efnahag Brims og góðan rekstur. „Þessi 33 milljarða fjármögnun gerir okkur kleift að endurskipuleggja fjárhaginn og undirbúa tæknivædda framtíð. Við getum nýtt aukinn fjárhagsstyrk til að hraða okkar stefnumálum sem eru að bæta nýtingu veiðiheimilda, auka sjálfbærni, efla markaðs- og sölustarf og auka verðmætasköpun og arðsemi.“ Brim Sjávarútvegur Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að lánveitendur séu þrír alþjóðabankar; alþjóðlegi matvæla- og landbúnaðarbankinn Rabobank, norræni Nordea bankinn og norski DNB bankinn og að lánið er til fimm ára með 25 ára afborgunarferli. „Í lánaskilmálum eru hvatar til aukinnar sjálfbærni þar sem skilgreindir eru árangursvísar á sviði umhverfis- og samfélagsmála og í samræmi við stefnu og markmið Brims, en félagið hefur birt slíkar upplýsingar samkvæmt GRI staðlinum frá 2017. Árangursvísarnir taka m.a. til losunar gróðurhúsalofttegunda tengt veiðum og er Brim frumkvöðull í slíkri upplýsingagjöf á heimsvísu. Rabobanki er umsjónaraðili sjálfbærniþátta lánsins. Lánakjörin eru góð og staðfesta fjárhagslegan styrk Brims, ábyrgar fjárfestingar undanfarin ár og góða rekstrarsögu,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Ingu Jónu Friðgeirsdóttur, fjármálastjóra Brims hf, að þau hjá Brimi séu ánægð með nýja sambankalánið sem sé að þeirra mati á góðum kjörum. „Lánveitendurnir eru viðurkenndar alþjóðlegar fjármálastofnanir með mikla reynslu af viðskiptum við evrópska matvælaframleiðendur. Lánið staðfestir tiltrú alþjóðafjármálamarkaðarins á fjárhagsstyrk Brims, sjálfbærum veiðum og vinnslu okkar á hágæða sjávarafurðum. Við erum sérstaklega ánægð með hvatana til aukinnar sjálfbærni sem felast í lánaskilmálunum en þeir styðja við markmið okkar um aukna verðmætasköpun, lækkun kolefnisspors og aukið öryggi í framleiðslu og dreifingu afurða félagsins um allan heim.“ Endurskipuleggja fjárhaginn Sömuleiðis er í tilkynningunni haft eftir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, að hann sé mjög sáttur því lánaskilmálar undirstriki traustan efnahag Brims og góðan rekstur. „Þessi 33 milljarða fjármögnun gerir okkur kleift að endurskipuleggja fjárhaginn og undirbúa tæknivædda framtíð. Við getum nýtt aukinn fjárhagsstyrk til að hraða okkar stefnumálum sem eru að bæta nýtingu veiðiheimilda, auka sjálfbærni, efla markaðs- og sölustarf og auka verðmætasköpun og arðsemi.“
Brim Sjávarútvegur Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Viðskipti erlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira