Atli og Lilja hafa verið saman um árabil en þau tilkynntu um fjölgunina í fjölskyldunni á Instagram nú fyrir stuttu.
„Skelltum okkur í kærkomna ferð til Katalóníu og vörðum þar frábærum dögum í enn betri félagsskap. Miðað við myndirnar er kannski óþarfi að bíða lengur með aðrar fréttir: Tindur verður stóri bróðir í desember og við erum öll gríðarlega spennt.“
Atli stofnaði fjölmiðilinn Nútímann á sínum tíma en færði sig yfir til Ríkisútvarpsins fyrir nokkrum árum. Lilja er lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Samhliða því er parið meðeigendur í líkamsræktarstöðinni Afrek.