Mikilvægt að læra af því sem hefur gengið illa Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2023 23:01 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er í hlutverki gestgjafa fundarins. Vísir/Dúi Fjöldi fólks situr alþjóðlega ráðstefnu um hugmyndafræði velsældarsamfélagsins í Hörpu í dag og á morgun. Forsætisráðherra segir öruggt húsnæði fyrir alla vera meðal verkefna velsældarsamfélagsins. Fjöldi sérfræðinga, aðila innan stjórnsýslunnar og ráðherrar nokkurra ríkja voru saman komnir í Hörpu í Reykjavík í dag er fyrri dagur Velsældarþings fór fram. Þingið er haldið af íslenskum stjórnvöldum í samvinnu við önnur ríki sem Ísland hefur unnið að velsældarmarkmiðum sínum með, til að mynda Skotland, Nýja-Sjáland og Finnland. Ótrúlega skemmtilegt málþing Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fulltrúa Íslands læra mikið á þinginu. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Það eru ekki öll svona málþing sérstaklega skemmtileg. Þetta er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt, því hér er fólk búið að koma og segja hvað hefur gengið vel og hvað hefur gengið illa. Það er líka mjög mikilvægt að læra af því sem ekki hefur gengið nægilega vel. Það sem við erum að vonast til að sjá er að hvernig við getum innleitt þessa hugmyndafræði, ekki bara hér á Íslandi, heldur líka talað fyrir þessu á alþjóðavettvangi,“ segir Katrín. Húsnæðismál velsældarmál Hún segir að með velsældarmarkmiðum Íslands sé meðal annars unnið að því að koma húsnæðismarkaðinum aftur í lag enda snýr einn af velsældarmælikvörðunum að aðgengi að öruggu húsnæði. „Hluti af þessari stefnumótun þegar við lögðum af stað í þetta verkefni var markviss ákvörðun um að ríkið ætti að koma með virkari hætti inn á húsnæðismarkað. Það höfum við gert í gegnum okkar stofnframlög og aðrar aðgerðir á húsnæðismarkaði sem hefur gert það að verkum að ríkið er miklu virkari aðili í að tryggja hér íbúðarhúsnæði og við hyggjumst gera enn meira í því eins og hefur komið fram. Það er hluti af þessari velsældarhugsun, að við hugsum þetta út frá þessum breiða grunni,“ segir Katrín. Meðal ræðumanna á þinginu í dag voru Katrín sjálf, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, landlæknir og fleiri. Fundarhöld halda síðan áfram á morgun áður en erlendir fundargestir halda aftur heim. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir 30% af íbúum í Árborg eru af erlendum uppruna Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Fjöldi sérfræðinga, aðila innan stjórnsýslunnar og ráðherrar nokkurra ríkja voru saman komnir í Hörpu í Reykjavík í dag er fyrri dagur Velsældarþings fór fram. Þingið er haldið af íslenskum stjórnvöldum í samvinnu við önnur ríki sem Ísland hefur unnið að velsældarmarkmiðum sínum með, til að mynda Skotland, Nýja-Sjáland og Finnland. Ótrúlega skemmtilegt málþing Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fulltrúa Íslands læra mikið á þinginu. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Það eru ekki öll svona málþing sérstaklega skemmtileg. Þetta er búið að vera alveg ótrúlega skemmtilegt, því hér er fólk búið að koma og segja hvað hefur gengið vel og hvað hefur gengið illa. Það er líka mjög mikilvægt að læra af því sem ekki hefur gengið nægilega vel. Það sem við erum að vonast til að sjá er að hvernig við getum innleitt þessa hugmyndafræði, ekki bara hér á Íslandi, heldur líka talað fyrir þessu á alþjóðavettvangi,“ segir Katrín. Húsnæðismál velsældarmál Hún segir að með velsældarmarkmiðum Íslands sé meðal annars unnið að því að koma húsnæðismarkaðinum aftur í lag enda snýr einn af velsældarmælikvörðunum að aðgengi að öruggu húsnæði. „Hluti af þessari stefnumótun þegar við lögðum af stað í þetta verkefni var markviss ákvörðun um að ríkið ætti að koma með virkari hætti inn á húsnæðismarkað. Það höfum við gert í gegnum okkar stofnframlög og aðrar aðgerðir á húsnæðismarkaði sem hefur gert það að verkum að ríkið er miklu virkari aðili í að tryggja hér íbúðarhúsnæði og við hyggjumst gera enn meira í því eins og hefur komið fram. Það er hluti af þessari velsældarhugsun, að við hugsum þetta út frá þessum breiða grunni,“ segir Katrín. Meðal ræðumanna á þinginu í dag voru Katrín sjálf, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, landlæknir og fleiri. Fundarhöld halda síðan áfram á morgun áður en erlendir fundargestir halda aftur heim.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Fleiri fréttir 30% af íbúum í Árborg eru af erlendum uppruna Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira