Berlusconi var maður lífsþorsta, ástar og gleði Heimir Már Pétursson skrifar 14. júní 2023 19:41 Kista Silvios Berlusconis borinn út úr dómkirkjunni í Mílanó með viðhöfn. AP/Antonio Calanni Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var borinn til grafar í opinberri útför frá dómkirkjunni í Milanó á Ítalíu í dag. Hann lést á mánudag 86 ára gamall. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum síðasta spölinn. Berlusconi var fjölmiðlakóngur á Ítalíu og milljarðamæringur. Hann gegndi embætti forsætisráðherra lengst allra á Ítalíu, fyrst árið 1994, síðan frá 2001 til 2006 og loks frá 2008 til 2011. Silvio Berlusconi fékk opinbera útför. Mikill fjöldi fólks sótti úrförina og fylgdist með utandyra. Fánar AC Milan voru áberandi en hann átti liðið í um 30 ár.AP/Stefano Porta Hann var umdeildur bæði innanlands og utan en naut mikils stuðnings til dauðadags. Það sást meðal annars á því að mikill mannfjöldi safnaðist við dómkirkjuna mörgum klukkustundum áður en útförin hófst klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. Giorgia Meloni forsætisráðherra og flokkssystir Berlusconi var við útförina ásamt mörgu öðru áhrifafólki. Mario Delpini erkibiskupinn af Mílanó fór með minningarorð og sagði Berlusconi hafa verið margbrotna persónu. Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu vottar Mörtu Fascino sambýliskonu Berlusconi samúð sína.Vísir/Claudio Furlan „Silvio Berlusconi var svo sannarlega stjórnmálamaður. Hann var svo sannarlega kaupsýslumaður og hann stóð vissulega í sviðsljósi frægðarinnar. Hvað getum við sagt um Silvio Berlusconi á þessari kveðju- og bænastund? Hann var maður lífsþorsta, þráar, ástar og gleði,“ sagði Delpini meðal annars. Ítalía Tengdar fréttir Dólgurinn sem drottnaði yfir ítalska boltanum Stjórnmálamaður, fasteignamógull, spillingargosi, bunga bunga dólgurinn, skemmtikraftur á skemmtiferðarskipum, lifandi vaxmynd og svo mætti áfram telja. Já, Silvio Berlusconi var margt og mikið. En stór hópur fólks, ekki síst þeir sem ólust upp á gullaldarskeiði ítalska boltans, tengir hann fyrst og síðast við AC Milan sem hann átti í rúm þrjátíu ár. 13. júní 2023 10:00 Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08 Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48 Berlusconi með hvítblæði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með hvítblæði. Hann hefur dvalið á hjartadeild spítala í Mílan síðan á miðvikudaginn eftir að hafa átt í erfiðleikum með öndun. Líðan hans er sögð stöðug. 6. apríl 2023 08:04 Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Berlusconi var fjölmiðlakóngur á Ítalíu og milljarðamæringur. Hann gegndi embætti forsætisráðherra lengst allra á Ítalíu, fyrst árið 1994, síðan frá 2001 til 2006 og loks frá 2008 til 2011. Silvio Berlusconi fékk opinbera útför. Mikill fjöldi fólks sótti úrförina og fylgdist með utandyra. Fánar AC Milan voru áberandi en hann átti liðið í um 30 ár.AP/Stefano Porta Hann var umdeildur bæði innanlands og utan en naut mikils stuðnings til dauðadags. Það sást meðal annars á því að mikill mannfjöldi safnaðist við dómkirkjuna mörgum klukkustundum áður en útförin hófst klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. Giorgia Meloni forsætisráðherra og flokkssystir Berlusconi var við útförina ásamt mörgu öðru áhrifafólki. Mario Delpini erkibiskupinn af Mílanó fór með minningarorð og sagði Berlusconi hafa verið margbrotna persónu. Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu vottar Mörtu Fascino sambýliskonu Berlusconi samúð sína.Vísir/Claudio Furlan „Silvio Berlusconi var svo sannarlega stjórnmálamaður. Hann var svo sannarlega kaupsýslumaður og hann stóð vissulega í sviðsljósi frægðarinnar. Hvað getum við sagt um Silvio Berlusconi á þessari kveðju- og bænastund? Hann var maður lífsþorsta, þráar, ástar og gleði,“ sagði Delpini meðal annars.
Ítalía Tengdar fréttir Dólgurinn sem drottnaði yfir ítalska boltanum Stjórnmálamaður, fasteignamógull, spillingargosi, bunga bunga dólgurinn, skemmtikraftur á skemmtiferðarskipum, lifandi vaxmynd og svo mætti áfram telja. Já, Silvio Berlusconi var margt og mikið. En stór hópur fólks, ekki síst þeir sem ólust upp á gullaldarskeiði ítalska boltans, tengir hann fyrst og síðast við AC Milan sem hann átti í rúm þrjátíu ár. 13. júní 2023 10:00 Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08 Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48 Berlusconi með hvítblæði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með hvítblæði. Hann hefur dvalið á hjartadeild spítala í Mílan síðan á miðvikudaginn eftir að hafa átt í erfiðleikum með öndun. Líðan hans er sögð stöðug. 6. apríl 2023 08:04 Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Dólgurinn sem drottnaði yfir ítalska boltanum Stjórnmálamaður, fasteignamógull, spillingargosi, bunga bunga dólgurinn, skemmtikraftur á skemmtiferðarskipum, lifandi vaxmynd og svo mætti áfram telja. Já, Silvio Berlusconi var margt og mikið. En stór hópur fólks, ekki síst þeir sem ólust upp á gullaldarskeiði ítalska boltans, tengir hann fyrst og síðast við AC Milan sem hann átti í rúm þrjátíu ár. 13. júní 2023 10:00
Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08
Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48
Berlusconi með hvítblæði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með hvítblæði. Hann hefur dvalið á hjartadeild spítala í Mílan síðan á miðvikudaginn eftir að hafa átt í erfiðleikum með öndun. Líðan hans er sögð stöðug. 6. apríl 2023 08:04
Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41