Berlusconi var maður lífsþorsta, ástar og gleði Heimir Már Pétursson skrifar 14. júní 2023 19:41 Kista Silvios Berlusconis borinn út úr dómkirkjunni í Mílanó með viðhöfn. AP/Antonio Calanni Silvio Berlusconi fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu var borinn til grafar í opinberri útför frá dómkirkjunni í Milanó á Ítalíu í dag. Hann lést á mánudag 86 ára gamall. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum síðasta spölinn. Berlusconi var fjölmiðlakóngur á Ítalíu og milljarðamæringur. Hann gegndi embætti forsætisráðherra lengst allra á Ítalíu, fyrst árið 1994, síðan frá 2001 til 2006 og loks frá 2008 til 2011. Silvio Berlusconi fékk opinbera útför. Mikill fjöldi fólks sótti úrförina og fylgdist með utandyra. Fánar AC Milan voru áberandi en hann átti liðið í um 30 ár.AP/Stefano Porta Hann var umdeildur bæði innanlands og utan en naut mikils stuðnings til dauðadags. Það sást meðal annars á því að mikill mannfjöldi safnaðist við dómkirkjuna mörgum klukkustundum áður en útförin hófst klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. Giorgia Meloni forsætisráðherra og flokkssystir Berlusconi var við útförina ásamt mörgu öðru áhrifafólki. Mario Delpini erkibiskupinn af Mílanó fór með minningarorð og sagði Berlusconi hafa verið margbrotna persónu. Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu vottar Mörtu Fascino sambýliskonu Berlusconi samúð sína.Vísir/Claudio Furlan „Silvio Berlusconi var svo sannarlega stjórnmálamaður. Hann var svo sannarlega kaupsýslumaður og hann stóð vissulega í sviðsljósi frægðarinnar. Hvað getum við sagt um Silvio Berlusconi á þessari kveðju- og bænastund? Hann var maður lífsþorsta, þráar, ástar og gleði,“ sagði Delpini meðal annars. Ítalía Tengdar fréttir Dólgurinn sem drottnaði yfir ítalska boltanum Stjórnmálamaður, fasteignamógull, spillingargosi, bunga bunga dólgurinn, skemmtikraftur á skemmtiferðarskipum, lifandi vaxmynd og svo mætti áfram telja. Já, Silvio Berlusconi var margt og mikið. En stór hópur fólks, ekki síst þeir sem ólust upp á gullaldarskeiði ítalska boltans, tengir hann fyrst og síðast við AC Milan sem hann átti í rúm þrjátíu ár. 13. júní 2023 10:00 Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08 Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48 Berlusconi með hvítblæði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með hvítblæði. Hann hefur dvalið á hjartadeild spítala í Mílan síðan á miðvikudaginn eftir að hafa átt í erfiðleikum með öndun. Líðan hans er sögð stöðug. 6. apríl 2023 08:04 Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Berlusconi var fjölmiðlakóngur á Ítalíu og milljarðamæringur. Hann gegndi embætti forsætisráðherra lengst allra á Ítalíu, fyrst árið 1994, síðan frá 2001 til 2006 og loks frá 2008 til 2011. Silvio Berlusconi fékk opinbera útför. Mikill fjöldi fólks sótti úrförina og fylgdist með utandyra. Fánar AC Milan voru áberandi en hann átti liðið í um 30 ár.AP/Stefano Porta Hann var umdeildur bæði innanlands og utan en naut mikils stuðnings til dauðadags. Það sást meðal annars á því að mikill mannfjöldi safnaðist við dómkirkjuna mörgum klukkustundum áður en útförin hófst klukkan eitt í dag að íslenskum tíma. Giorgia Meloni forsætisráðherra og flokkssystir Berlusconi var við útförina ásamt mörgu öðru áhrifafólki. Mario Delpini erkibiskupinn af Mílanó fór með minningarorð og sagði Berlusconi hafa verið margbrotna persónu. Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu vottar Mörtu Fascino sambýliskonu Berlusconi samúð sína.Vísir/Claudio Furlan „Silvio Berlusconi var svo sannarlega stjórnmálamaður. Hann var svo sannarlega kaupsýslumaður og hann stóð vissulega í sviðsljósi frægðarinnar. Hvað getum við sagt um Silvio Berlusconi á þessari kveðju- og bænastund? Hann var maður lífsþorsta, þráar, ástar og gleði,“ sagði Delpini meðal annars.
Ítalía Tengdar fréttir Dólgurinn sem drottnaði yfir ítalska boltanum Stjórnmálamaður, fasteignamógull, spillingargosi, bunga bunga dólgurinn, skemmtikraftur á skemmtiferðarskipum, lifandi vaxmynd og svo mætti áfram telja. Já, Silvio Berlusconi var margt og mikið. En stór hópur fólks, ekki síst þeir sem ólust upp á gullaldarskeiði ítalska boltans, tengir hann fyrst og síðast við AC Milan sem hann átti í rúm þrjátíu ár. 13. júní 2023 10:00 Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08 Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48 Berlusconi með hvítblæði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með hvítblæði. Hann hefur dvalið á hjartadeild spítala í Mílan síðan á miðvikudaginn eftir að hafa átt í erfiðleikum með öndun. Líðan hans er sögð stöðug. 6. apríl 2023 08:04 Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Dólgurinn sem drottnaði yfir ítalska boltanum Stjórnmálamaður, fasteignamógull, spillingargosi, bunga bunga dólgurinn, skemmtikraftur á skemmtiferðarskipum, lifandi vaxmynd og svo mætti áfram telja. Já, Silvio Berlusconi var margt og mikið. En stór hópur fólks, ekki síst þeir sem ólust upp á gullaldarskeiði ítalska boltans, tengir hann fyrst og síðast við AC Milan sem hann átti í rúm þrjátíu ár. 13. júní 2023 10:00
Skilur eftir sig tómarúm í stjórnmálum og viðskiptum Andlát Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er talið geta valdið óróa í ítölskum stjórnmálum á næstunni. Þá liggur ekki ljóst fyrir hver tekur við viðskiptaveldi Berlusconi sem á meðal annars helstu fjölmiðla landsins. 12. júní 2023 18:08
Silvio Berlusconi er látinn Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála. 12. júní 2023 08:48
Berlusconi með hvítblæði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur greinst með hvítblæði. Hann hefur dvalið á hjartadeild spítala í Mílan síðan á miðvikudaginn eftir að hafa átt í erfiðleikum með öndun. Líðan hans er sögð stöðug. 6. apríl 2023 08:04
Berlusconi sýknaður í „bunga bunga“-máli Dómstóll í Mílanó sýknaði Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, af ákæru um að hann hafi mútað vitnum til breyta framburði sínum í máli sem tengist alræmdum „bunga-bunga“-veislum hans. Kona sem hann var sakaður um að greiða fyrir kynlíf var einnig sýknuð í málinu. 16. febrúar 2023 22:41