Lokun rækjuvinnslunnar högg af stærri gerðinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2023 15:40 Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar. Vísir/Sigurjón Sveitarstjóri Strandabyggðar segir lokun rækjuvinnslunnar Hólmadrangs á Hólmavík högg af stærri gerðinni. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. „En við erum vön ýmsu hér á Hólmavík og Strandabyggð og munum reyna að vinna úr þessari stöðu eins og hægt er með fulltrúum eigenda. En núna snýst þetta núna um að huga að starfsfólki og þeirra framtíð. Það er vert að þakka því starfsfólki fyrir góða vinnu og mikla hollustu í þeirra starfi,“ segir Þorgeir Pálsson sveitastjóri. Greint var frá lokuninni í tilkynningu frá Samherja en vinnslan var rekin af Snæfelli, dótturfélagi þess. Snæfell tók yfir rekstur rækjuvinnslunnar árið 2019 og kemur fram að rekstur Hólmadrangs hafi frá þeim tíma verið erfiður. Nam tap síðasta árs 205 milljónum samkvæmt ársreikningi en skortur á frystigeymslum og flutningskostnaður eru sögð hafa haft áhrif á reksturinn. Spurður hvort lokunin hafi verið viðbúin segir Þorgeir: „Nei, í rauninni ekki. Hitt er annað mál að markaðir hafa verið erfiðir, við sjáum það bara á vinnsludögum. En nei, ég átti ekki von á þessu, þó það séu auðvitað sveiflur í öllum rekstri,“ segir hann. Ekkert sé uppi á borði með nýtingu húss rækjuvinnslunnar í náinni framtíð. „Við erum bara að melta þessar fréttir núna,“ segir Þorgeir sem kveðst þó bjartsýnn á framhaldið. Að hans sögn lítur sumarið á Hólmavík lítur einnig mjög vel út. „Við gerum ráð fyrir verulegri traffík á tjaldsvæði sem tekur við fullt af fólki. Hér er alls konar afþreying og veitingahús, hvalaskoðun og svo framvegis. Þannig við búumst bara við mjög massívu sumri,“ segir Þorgeir að lokum. Strandabyggð Vinnumarkaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tuttugu missa vinnuna þegar rækjuvinnsla Hólmadrangs verður stöðvuð Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að stöðva rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík um næstu mánaðarmót. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. 14. júní 2023 14:05 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
„En við erum vön ýmsu hér á Hólmavík og Strandabyggð og munum reyna að vinna úr þessari stöðu eins og hægt er með fulltrúum eigenda. En núna snýst þetta núna um að huga að starfsfólki og þeirra framtíð. Það er vert að þakka því starfsfólki fyrir góða vinnu og mikla hollustu í þeirra starfi,“ segir Þorgeir Pálsson sveitastjóri. Greint var frá lokuninni í tilkynningu frá Samherja en vinnslan var rekin af Snæfelli, dótturfélagi þess. Snæfell tók yfir rekstur rækjuvinnslunnar árið 2019 og kemur fram að rekstur Hólmadrangs hafi frá þeim tíma verið erfiður. Nam tap síðasta árs 205 milljónum samkvæmt ársreikningi en skortur á frystigeymslum og flutningskostnaður eru sögð hafa haft áhrif á reksturinn. Spurður hvort lokunin hafi verið viðbúin segir Þorgeir: „Nei, í rauninni ekki. Hitt er annað mál að markaðir hafa verið erfiðir, við sjáum það bara á vinnsludögum. En nei, ég átti ekki von á þessu, þó það séu auðvitað sveiflur í öllum rekstri,“ segir hann. Ekkert sé uppi á borði með nýtingu húss rækjuvinnslunnar í náinni framtíð. „Við erum bara að melta þessar fréttir núna,“ segir Þorgeir sem kveðst þó bjartsýnn á framhaldið. Að hans sögn lítur sumarið á Hólmavík lítur einnig mjög vel út. „Við gerum ráð fyrir verulegri traffík á tjaldsvæði sem tekur við fullt af fólki. Hér er alls konar afþreying og veitingahús, hvalaskoðun og svo framvegis. Þannig við búumst bara við mjög massívu sumri,“ segir Þorgeir að lokum.
Strandabyggð Vinnumarkaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tuttugu missa vinnuna þegar rækjuvinnsla Hólmadrangs verður stöðvuð Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að stöðva rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík um næstu mánaðarmót. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. 14. júní 2023 14:05 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Tuttugu missa vinnuna þegar rækjuvinnsla Hólmadrangs verður stöðvuð Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að stöðva rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík um næstu mánaðarmót. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. 14. júní 2023 14:05