Tuttugu missa vinnuna þegar rækjuvinnsla Hólmadrangs verður stöðvuð Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 14:05 Frá Hólmavík. Vísir/Vilhelm Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að stöðva rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík um næstu mánaðarmót. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja, en Snæfell tók yfir rekstur rækjuvinnsluna síðla árs 2019 þegar Hólmadrangur var í greiðslustöðvun. Starfsfólk var í dag upplýst um stöðu mála og að óbreyttu komi til uppsagna um mánaðamótin í samræmi við gildandi starfssamninga og reglur um hópuppsögn. Fram kemur að rekstur Hólmadrangs hafi frá þeim tíma verið erfiður og hafi Snæfell stutt við reksturinn með ýmsum hætti, með það að markmiði að halda starfseminni gangandi. Viðvarandi taprekstur hafi verið á síðustu árum og var tap síðasta árs 205 milljónir króna samkvæmt ársreikningi. „Eigið fé var neikvætt um 360 milljónir króna í árslok 2022 og eiginfjárhlutfall neikvætt um 28%. Helstu eignir Hólmadrangs felast í húsnæði, búnaði og birgðum. Í upphafi var lagt upp með að kaupa hráefni frá Noregi, Kanada, Rússlandi og fleiri löndum en engar veiðiheimildir eru í félaginu. Allt hráefni innflutt Allt hráefni sem unnið er í rækjuvinnslu Hólmadrangs er innflutt, aðallega frá norður Noregi og Kanada. Framleiðsla félagsins á síðasta ári var um 1.400 tonn af afurðum. Staðsetning vinnslunnar er á margan hátt óhagstæð, flutningskostnaður mikill á hráefni til vinnslunnar. Tilfinnanlegur skortur er á frystigeymslum á Hólmavík. Þetta hefur m.a. haft í för með sér að hluti hráefnisins hefur verið geymdur í öðrum landshluta með tilheyrandi óhagræði og kostnaði,“ segir í tilkynningunni. Strandabyggð Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samherja, en Snæfell tók yfir rekstur rækjuvinnsluna síðla árs 2019 þegar Hólmadrangur var í greiðslustöðvun. Starfsfólk var í dag upplýst um stöðu mála og að óbreyttu komi til uppsagna um mánaðamótin í samræmi við gildandi starfssamninga og reglur um hópuppsögn. Fram kemur að rekstur Hólmadrangs hafi frá þeim tíma verið erfiður og hafi Snæfell stutt við reksturinn með ýmsum hætti, með það að markmiði að halda starfseminni gangandi. Viðvarandi taprekstur hafi verið á síðustu árum og var tap síðasta árs 205 milljónir króna samkvæmt ársreikningi. „Eigið fé var neikvætt um 360 milljónir króna í árslok 2022 og eiginfjárhlutfall neikvætt um 28%. Helstu eignir Hólmadrangs felast í húsnæði, búnaði og birgðum. Í upphafi var lagt upp með að kaupa hráefni frá Noregi, Kanada, Rússlandi og fleiri löndum en engar veiðiheimildir eru í félaginu. Allt hráefni innflutt Allt hráefni sem unnið er í rækjuvinnslu Hólmadrangs er innflutt, aðallega frá norður Noregi og Kanada. Framleiðsla félagsins á síðasta ári var um 1.400 tonn af afurðum. Staðsetning vinnslunnar er á margan hátt óhagstæð, flutningskostnaður mikill á hráefni til vinnslunnar. Tilfinnanlegur skortur er á frystigeymslum á Hólmavík. Þetta hefur m.a. haft í för með sér að hluti hráefnisins hefur verið geymdur í öðrum landshluta með tilheyrandi óhagræði og kostnaði,“ segir í tilkynningunni.
Strandabyggð Sjávarútvegur Vinnumarkaður Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira