Úkraínumenn og Svíar sitja enn á hliðarlínu Atlantshafsbandalagsins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júní 2023 12:23 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, og Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, funduðu í Washington í gær. AP/Carolyn Kaster Aðildarríki Atlantshafsbandalagsins munu ekki leggja fram tímasetta áætlun um inngöngu Úkraínu á næstu ráðstefnu Nató í Vilníus í júlí heldur lofa styttra umsóknarferli þegar Úkraína fær boð um inngöngu, einhvern tímann þegar átökunum í landinu er lokið. Frá þessu greinir Guardian og bætir við að aðildarríki Nató muni lofa því að standa vörð um öryggi Úkraínu en hvert fyrir sig, það er að segja ekki á sameiginlegum grundvelli Nató. Það hefur löngum legið ljóst fyrir að Úkraínu yrði ekki boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu á meðan átök stæðu enn yfir í landinu. Þarlend stjórnvöld hafa hins vegar talað fyrir því að tímasett áætlun um inngöngu yrði lögð fram og njóta stuðnings Póllands og ríkjanna á Balkanskaga. Í sárabót verður Úkraínumönnum líklega veitt meiri aðkoma að viðræðum á fundum um málefni Úkraínu og samband Nató og Úkraínu. New York Times segir Joe Biden Bandaríkjaforseta undir auknum þrýsting frá öðrum aðildarríkjum um einhvers konar skuldbindingu Nató gagnvart Úkraínu en hann er sagður njóta fulls stuðnings Þjóðverja. Allir aðilar máls virðast sammála um að mikilvægast sé að viðhalda samstöðu Nató-ríkjanna og senda þannig skýr skilaboð til stjórnvalda í Rússlandi um að það muni ekki gagnast þeim að bíða og vona að það fjari undan stuðningi ríkjanna við Úkraínu. Bæði Finnland og Svíþjóð fengu hraðafgreiðslu aðildarumsókna sinna en á meðan Finnar hafa þegar verið teknir inn bíða Svíar samþykkis stjórnvalda í Tyrklandi. Fulltrúar Nató funda nú með Recep Tayyip Erdogan, sem nýlega var endurkjörinn forseti, um stöðu mála. Fátt bendir þó til þess að forsetinn hafi haggast í afstöðu sinni en í viðtölum sem birtust í tyrkneskum fjölmiðlum í morgun sagði hann að afstöðu Tyrklands yrði ekki haggað á meðan enn væri boðað til mótmæla í Svíþjóð til stuðnings Kúrdum. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Svíþjóð Bandaríkin Hernaður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Frá þessu greinir Guardian og bætir við að aðildarríki Nató muni lofa því að standa vörð um öryggi Úkraínu en hvert fyrir sig, það er að segja ekki á sameiginlegum grundvelli Nató. Það hefur löngum legið ljóst fyrir að Úkraínu yrði ekki boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu á meðan átök stæðu enn yfir í landinu. Þarlend stjórnvöld hafa hins vegar talað fyrir því að tímasett áætlun um inngöngu yrði lögð fram og njóta stuðnings Póllands og ríkjanna á Balkanskaga. Í sárabót verður Úkraínumönnum líklega veitt meiri aðkoma að viðræðum á fundum um málefni Úkraínu og samband Nató og Úkraínu. New York Times segir Joe Biden Bandaríkjaforseta undir auknum þrýsting frá öðrum aðildarríkjum um einhvers konar skuldbindingu Nató gagnvart Úkraínu en hann er sagður njóta fulls stuðnings Þjóðverja. Allir aðilar máls virðast sammála um að mikilvægast sé að viðhalda samstöðu Nató-ríkjanna og senda þannig skýr skilaboð til stjórnvalda í Rússlandi um að það muni ekki gagnast þeim að bíða og vona að það fjari undan stuðningi ríkjanna við Úkraínu. Bæði Finnland og Svíþjóð fengu hraðafgreiðslu aðildarumsókna sinna en á meðan Finnar hafa þegar verið teknir inn bíða Svíar samþykkis stjórnvalda í Tyrklandi. Fulltrúar Nató funda nú með Recep Tayyip Erdogan, sem nýlega var endurkjörinn forseti, um stöðu mála. Fátt bendir þó til þess að forsetinn hafi haggast í afstöðu sinni en í viðtölum sem birtust í tyrkneskum fjölmiðlum í morgun sagði hann að afstöðu Tyrklands yrði ekki haggað á meðan enn væri boðað til mótmæla í Svíþjóð til stuðnings Kúrdum.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Svíþjóð Bandaríkin Hernaður Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira