Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Atli Ísleifsson skrifar 14. júní 2023 10:35 Áætlað er að afl Hvammsvirkjunar yrði 95 megavött og stærð svokallað Hagalóns fjórir ferkílómetrar. Landsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. Þetta var ákveðið að fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra í morgun. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið verði tekið fyrir á aukafundi sveitarstjórnar sem haldinn verði á föstudaginn í næstu viku, 23. júní. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að ný erindi hafi borist frá Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF á Íslandi) og Veiðifélagi Þjórsár þar sem skorað er á sveitarstjórn að hafna beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi. Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur skiluðu í lok síðasta mánaðar sameiginlegri greinargerð þar sem lagt var til að framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni yrði samþykkt að uppfylltum ákveðum skilyrðum. Til stendur að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps komi saman til fundar í Árnesi klukkan 17 í dag til að afgreiða framkvæmdaleyfið. Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórn muni halda sínu striki, þrátt fyrir frestun sveitarstjórnar Rangárþings ytra, og afgreiða málið á fundi sínum síðdegis. Fjögurra ferkílómetra lón Hvammsvirkjun yrði á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þar sem fyrir eru sjö aflstöðvar, en upptök vatnsaflsins yrði í Hofsjökli og Vatnajökli. Virkjunin myndi nýta fall Þjórsár neðan Búrfellsvirkjunar, frá svokölluðu Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey austan við Þjórsárholt. Landsvirkjun sótti um framkvæmdaleyfi til sveitarfélaganna tveggja í desember á síðasta ári eftir að Orkustofnun veitti fyrir henni virkjunarleyfi. Áætlað er að afl Hvammsvirkjunar yrði 95 megavött og stærð svokallað Hagalóns fjórir ferkílómetrar. Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þetta var ákveðið að fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra í morgun. Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið verði tekið fyrir á aukafundi sveitarstjórnar sem haldinn verði á föstudaginn í næstu viku, 23. júní. Á vef sveitarfélagsins kemur fram að ný erindi hafi borist frá Verndarsjóði villtra laxastofna (NASF á Íslandi) og Veiðifélagi Þjórsár þar sem skorað er á sveitarstjórn að hafna beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi. Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur skiluðu í lok síðasta mánaðar sameiginlegri greinargerð þar sem lagt var til að framkvæmdaleyfi fyrir virkjuninni yrði samþykkt að uppfylltum ákveðum skilyrðum. Til stendur að sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps komi saman til fundar í Árnesi klukkan 17 í dag til að afgreiða framkvæmdaleyfið. Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir í samtali við fréttastofu að sveitarstjórn muni halda sínu striki, þrátt fyrir frestun sveitarstjórnar Rangárþings ytra, og afgreiða málið á fundi sínum síðdegis. Fjögurra ferkílómetra lón Hvammsvirkjun yrði á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu þar sem fyrir eru sjö aflstöðvar, en upptök vatnsaflsins yrði í Hofsjökli og Vatnajökli. Virkjunin myndi nýta fall Þjórsár neðan Búrfellsvirkjunar, frá svokölluðu Yrjaskeri rétt ofan við bæinn Haga og niður fyrir Ölmóðsey austan við Þjórsárholt. Landsvirkjun sótti um framkvæmdaleyfi til sveitarfélaganna tveggja í desember á síðasta ári eftir að Orkustofnun veitti fyrir henni virkjunarleyfi. Áætlað er að afl Hvammsvirkjunar yrði 95 megavött og stærð svokallað Hagalóns fjórir ferkílómetrar.
Rangárþing ytra Skeiða- og Gnúpverjahreppur Orkumál Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14
Ný Þjórsárbrú við Árnes gæti farið í útboð í haust Ný brú yfir Þjórsá á móts við þorpið Árnes er núna á lokastigi hönnunar og gæti farið í útboð í haust. Brúin styttir vegalengdir um tugi kílómetra milli efstu byggða í Árnes- og Rangárvallasýslu en brúarsmíðin er hluti af vegagerð Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. 1. maí 2023 07:55
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels