Einstefnugata eða stefna í báðar áttir? Jasmina Vajzović Crnac skrifar 14. júní 2023 08:31 Fjölmenning og inngildin er ekki einstefnugata þar sem innflytjendur eða flóttafólk þurfa að aðlagast öllum gildum samfélagsins sem þau flytja í. Hér um ræðir Ísland, þar sem við búum hér, en málið snýst ekki endilega um það. Málið snýst um að þeir sem flytja til landsins þurfa að fá stuðning, skilning og tíma til að læra á nýtt samfélag. Við hin sem búum hér nú þegar þurfum að leiðbeina og sýna tillitsemi á meðan þau læra hvernig samfélagið virkar. Í kjölfarið fer fólkið að taka þátt í samfélaginu á þeirra eigin forsendum. Þegar að því kemur verðum við hin að vera með opinn huga og taka vel á móti þeim, með öllum þeim fjölbreytileika sem fylgir. Þá fyrst verðum við virkir þátttakendur í samtali um inngildingu. Þá loksins verðum við tilbúin að læra af þeim og bera virðingu fyrir öðruvísi nálgun. Af hverju? Jú til að verða víðsýnni, til að útiloka ekki fólk, til að læra nýja hluti og lengi má áfram telja. Við verðum að skilja aðallir þeir sem koma hingað til landsins hafa sín gildi og sinn bakgrunn frá sínu heimalandi. Þau hafa sjálfið sitt. Þau geta ekki lokað á það eða hent öllu sjálfinu burt um leið og þau stíga fæti úr flugvélinni einungis vegna þess að þau fluttu til Íslands. Við þurfum að þróa sjálfið okkar í nýju samfélagi. Við þurfum að bíða og læra. Taka tillit til, virða, sýna kærleik og fyrst og fremst vera góð við hvort annað þó gildi okkar eru ólík. Þannig virkar fjölmenning. Hún gengur i báðar áttir. Þessi mál eru mér kær því við getum lært svo margt gott, jákvætt og betrumbætt okkur á svo mörgum sviðum. Við getum verið til fyrirmyndar. Það er alltof oft sem við viljum endilega bera okkur saman við önnur lönd og alltof oft gerum við sömu mistök og þau í þessum málaflokki. Hér á Íslandi skortir kjark, þor og metnað að gera betur og prófaæ nýja leiðir. Ef hlutirnir virka ekki til að mynda á Norðurlöndunum í ákveðnum málaflokkum af hverju ættum við á Íslandi að fylgja þeim? Ég hef reynslu og þekkingu og að ég hef ekki afneitað mínu sjálfi til þess að þóknast öðrum eða nýju samfélagi. Ég hef ákveðið taka því góða úr báðum samfélögum sem ég hef alist upp og byggt mitt líf að ég lífi (undarlega) góðu lifi. Það góðu lifi að hvorgi Íslendingum né mínum samlöndum finnst ég vera öðruvísi (nema auðvitað þeim sem skilja mig ekki). Börnin, maki min, vini og fjölskylda fyrir vikið eru mun sterkari einstaklingar, viðsynari því þau læra um allskonar. Ég nefnilega ólst upp í alvöru fjölmenningasamfelagi og þá þekkingu yfirfæri ég á fólk í kringum mig. Þannig læra þau og ég um allskonar og eru mun líklegri til að vera skilningsrík og viðsyn fyrir víkið Höfundur er innflytjandi, flóttakona, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í málefnum flóttafólks og innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmenning Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Jasmina Vajzović Crnac Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fjölmenning og inngildin er ekki einstefnugata þar sem innflytjendur eða flóttafólk þurfa að aðlagast öllum gildum samfélagsins sem þau flytja í. Hér um ræðir Ísland, þar sem við búum hér, en málið snýst ekki endilega um það. Málið snýst um að þeir sem flytja til landsins þurfa að fá stuðning, skilning og tíma til að læra á nýtt samfélag. Við hin sem búum hér nú þegar þurfum að leiðbeina og sýna tillitsemi á meðan þau læra hvernig samfélagið virkar. Í kjölfarið fer fólkið að taka þátt í samfélaginu á þeirra eigin forsendum. Þegar að því kemur verðum við hin að vera með opinn huga og taka vel á móti þeim, með öllum þeim fjölbreytileika sem fylgir. Þá fyrst verðum við virkir þátttakendur í samtali um inngildingu. Þá loksins verðum við tilbúin að læra af þeim og bera virðingu fyrir öðruvísi nálgun. Af hverju? Jú til að verða víðsýnni, til að útiloka ekki fólk, til að læra nýja hluti og lengi má áfram telja. Við verðum að skilja aðallir þeir sem koma hingað til landsins hafa sín gildi og sinn bakgrunn frá sínu heimalandi. Þau hafa sjálfið sitt. Þau geta ekki lokað á það eða hent öllu sjálfinu burt um leið og þau stíga fæti úr flugvélinni einungis vegna þess að þau fluttu til Íslands. Við þurfum að þróa sjálfið okkar í nýju samfélagi. Við þurfum að bíða og læra. Taka tillit til, virða, sýna kærleik og fyrst og fremst vera góð við hvort annað þó gildi okkar eru ólík. Þannig virkar fjölmenning. Hún gengur i báðar áttir. Þessi mál eru mér kær því við getum lært svo margt gott, jákvætt og betrumbætt okkur á svo mörgum sviðum. Við getum verið til fyrirmyndar. Það er alltof oft sem við viljum endilega bera okkur saman við önnur lönd og alltof oft gerum við sömu mistök og þau í þessum málaflokki. Hér á Íslandi skortir kjark, þor og metnað að gera betur og prófaæ nýja leiðir. Ef hlutirnir virka ekki til að mynda á Norðurlöndunum í ákveðnum málaflokkum af hverju ættum við á Íslandi að fylgja þeim? Ég hef reynslu og þekkingu og að ég hef ekki afneitað mínu sjálfi til þess að þóknast öðrum eða nýju samfélagi. Ég hef ákveðið taka því góða úr báðum samfélögum sem ég hef alist upp og byggt mitt líf að ég lífi (undarlega) góðu lifi. Það góðu lifi að hvorgi Íslendingum né mínum samlöndum finnst ég vera öðruvísi (nema auðvitað þeim sem skilja mig ekki). Börnin, maki min, vini og fjölskylda fyrir vikið eru mun sterkari einstaklingar, viðsynari því þau læra um allskonar. Ég nefnilega ólst upp í alvöru fjölmenningasamfelagi og þá þekkingu yfirfæri ég á fólk í kringum mig. Þannig læra þau og ég um allskonar og eru mun líklegri til að vera skilningsrík og viðsyn fyrir víkið Höfundur er innflytjandi, flóttakona, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í málefnum flóttafólks og innflytjenda.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar