Upphaf hvalveiðivertíðar í uppnámi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. júní 2023 15:33 Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri og stærsti hluthafi Hvals. Umhverfisráðuneytið áformar að vísað frá beiðni Hvals um undanþágu frá starfsleyfi. Ólíklegt er að hefðbundið starfsleyfi verði gefið út í tæka tíð fyrir hefðbundið upphaf hvalveiða, samkvæmt Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Vertíðin gæti því verið í uppnámi. Getty/Arnaldur Halldórsson Umhverfisráðuneytið áformar að vísa frá beiðni Hvals hf. um undanþágu frá starfsleyfi. Fyrirtækið sótti um undanþáguna vegna óvissu um að veiðar gætu hafist á hefðbundnum tíma. Vertíðinni gæti því seinkað í ár. Starfsleyfi Hvals hf. sem lýtur að starfseminni í landi og er gefið út af heilbrigðiseftirliti Vesturlands rann út hinn 1. maí síðastliðinn. Fyrirtækið sótti um endurnýjun á leyfinu og er málið til meðferðar hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Mikil umræða hefur verið um hvalveiðar í kjölfar skýrslu Matvælastofnunar. Líkt og búast mátti við bárust þó nokrrar athugasemdir við auglýst drög að starsleyfinu. Til að mynda skiluðu Náttúruverndarsamtök Íslands fjórtán blaðsíðna andmælum þar sem skorað er á Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að afturkalla drögin og krefja Hval hf. um ýmsar úrbætur sem eftirlitið hafði gert athugasemdir við. Nokkurn tíma geti tekið að vinna úr athugasemdum og því er óvíst hvenær nýtt starfsleyfi verður gefið út. Ólíklegt að leyfi fáist afgreitt fyrir vertíð Hvalveiðar hefjast vanalega um miðjan júní og til þess að tryggja að svo gæti orðið sótti Hvalur hf. um undanþágu frá starfsleyfi til umhverfisráðuneytisins. Í ákvörðun umhverfisráðuneytisins segir að áformað sé að vísa þeirri beiðni frá á grunni þess að Heilbrigðisnefnd Vesturlands er nú þegar með starfsleyfið til umfjöllunnar. Vísað er til meginreglunnar um að stjórnvald leysi ekki úr máli á meðan mál sama efnis - og á milli sömu aðila sé rekið á öðru stjórnsýslustigi. Hvalur hf. hefur þó tveggja vikna frest til þess að gera athugasemdir eða afturkalla mál sitt hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Umhverfisstofnun mótfallin undanþágu Í ákvörðun ráðuneytisins segir að samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sé ólíklegt að starfsleyfið fáist afgreitt fyrir vertíð þar sem Náttúruverndarsamtök Íslands hafi óskað eftir gögnum. Ráðuneytið leitaði til Umhverfisstofnunar við meðferð málsins og áleit stofnunin að ekki væri komin fram nægilega skýr nauðsyn fyrir veitingu undanþágu frá starfsleyfi. Taldi stofnunin æskilegra að útgáfa á nýju starfsleyfi fylgdi lögmætu ferli og að tillaga nýju starfsleyfi yrði þannig auglýst eins og gert sé ráð fyrir til að almenningur hafi tök á að koma með athugasemdir. Hvalir Dýraheilbrigði Umhverfismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Starfsleyfi Hvals hf. sem lýtur að starfseminni í landi og er gefið út af heilbrigðiseftirliti Vesturlands rann út hinn 1. maí síðastliðinn. Fyrirtækið sótti um endurnýjun á leyfinu og er málið til meðferðar hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Mikil umræða hefur verið um hvalveiðar í kjölfar skýrslu Matvælastofnunar. Líkt og búast mátti við bárust þó nokrrar athugasemdir við auglýst drög að starsleyfinu. Til að mynda skiluðu Náttúruverndarsamtök Íslands fjórtán blaðsíðna andmælum þar sem skorað er á Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að afturkalla drögin og krefja Hval hf. um ýmsar úrbætur sem eftirlitið hafði gert athugasemdir við. Nokkurn tíma geti tekið að vinna úr athugasemdum og því er óvíst hvenær nýtt starfsleyfi verður gefið út. Ólíklegt að leyfi fáist afgreitt fyrir vertíð Hvalveiðar hefjast vanalega um miðjan júní og til þess að tryggja að svo gæti orðið sótti Hvalur hf. um undanþágu frá starfsleyfi til umhverfisráðuneytisins. Í ákvörðun umhverfisráðuneytisins segir að áformað sé að vísa þeirri beiðni frá á grunni þess að Heilbrigðisnefnd Vesturlands er nú þegar með starfsleyfið til umfjöllunnar. Vísað er til meginreglunnar um að stjórnvald leysi ekki úr máli á meðan mál sama efnis - og á milli sömu aðila sé rekið á öðru stjórnsýslustigi. Hvalur hf. hefur þó tveggja vikna frest til þess að gera athugasemdir eða afturkalla mál sitt hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Umhverfisstofnun mótfallin undanþágu Í ákvörðun ráðuneytisins segir að samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands sé ólíklegt að starfsleyfið fáist afgreitt fyrir vertíð þar sem Náttúruverndarsamtök Íslands hafi óskað eftir gögnum. Ráðuneytið leitaði til Umhverfisstofnunar við meðferð málsins og áleit stofnunin að ekki væri komin fram nægilega skýr nauðsyn fyrir veitingu undanþágu frá starfsleyfi. Taldi stofnunin æskilegra að útgáfa á nýju starfsleyfi fylgdi lögmætu ferli og að tillaga nýju starfsleyfi yrði þannig auglýst eins og gert sé ráð fyrir til að almenningur hafi tök á að koma með athugasemdir.
Hvalir Dýraheilbrigði Umhverfismál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira