„Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júní 2023 11:18 Sigríður segir að yfirleitt hagi fólk sér friðsamlega í Strætó en það hafi komið upp ofbeldismál. Vísir/Vilhelm, Strætó Upp hafa komið einstaka ofbeldismál gegn bæði vagnstjórum Strætó og farþegum á undanförnum árum en þau eru þó sjaldgæf. Myndavélar eru í vögnunum sem og neyðarhnappar. „Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra. Engin árásin hefur þó verið það alvarleg að menn hafi hlotið skaða af,“ segir Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs og gæðasviðs Strætó og staðgengill framkvæmdastjóra. Hún segir sjaldgæft að það komi upp ofbeldismál en það gerist þó. Á undanförnum árum hafa komið upp nokkur atvik þar sem ráðist var á vagnstjóra. Eins og Vísir greindi frá í gær réðst hópur unglinga á vagnstjóra á Akureyri í byrjun maí. Einnig hafa fundist sprengjur í vögnum þar og skotið á vagn með loftbyssu. Sóttvarnaraðgerð látin halda sér Í vögnum Strætó eru tvær eða þrjár öryggismyndavélar sem er beint að bæði vagnstjóra og inn í farþegarýmið. „Ef það kemur upp eitthvað atvik í vagninum er það tekið til skoðunar. Eins hefur lögreglan getað nálgast myndefnið ef hún er að skoða einhver tiltekin mál eða að leita að einhverjum einstaklingum,“ segir Sigríður. Í faraldrinum var einnig sett upp plexigler fyrir vagnstjórabásinn. Að sögn Sigríðar var það fyrst og fremst gert sem sóttvarnaraðgerð en eftir faraldurinn hafi verið ákveðið að láta glerin halda sér þar sem þau veita ákveðna vörn fyrir vagnstjóra. Erfiðara er fyrir farþega að komast að þeim. Þá er einnig til staðar neyðarhnappur í vögnunum. Skýrt verklag Aðspurð um ofbeldi gegn farþegum segir Sigríður það einnig sjaldgæft en gerist þó. Hún segist ekki muna eftir neinu alvarlegu máli á undanförnum árum. „Yfirleitt er fólk friðsamt og hagar sér vel í strætó,“ segir Sigríður. Verklagið er mjög skýrt þegar ofbeldisatvik koma upp. Vagnstjóri á að stöðva vagninn eins hratt og mögulegt er. Ýta á neyðarhnapp sem tengdur er við stjórnstöð og Neyðarlínuna 112. Hann á að opna hurðir og hleypa öllum farþegum út. „Vagnstjóri reynir að tryggja öryggi þangað til að viðbragðsaðilar koma,“ segir Sigríður. Sjaldgæft sé hins vegar að það þurfi að beita þessu viðbragði. Samgöngur Strætó Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
„Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra. Engin árásin hefur þó verið það alvarleg að menn hafi hlotið skaða af,“ segir Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs og gæðasviðs Strætó og staðgengill framkvæmdastjóra. Hún segir sjaldgæft að það komi upp ofbeldismál en það gerist þó. Á undanförnum árum hafa komið upp nokkur atvik þar sem ráðist var á vagnstjóra. Eins og Vísir greindi frá í gær réðst hópur unglinga á vagnstjóra á Akureyri í byrjun maí. Einnig hafa fundist sprengjur í vögnum þar og skotið á vagn með loftbyssu. Sóttvarnaraðgerð látin halda sér Í vögnum Strætó eru tvær eða þrjár öryggismyndavélar sem er beint að bæði vagnstjóra og inn í farþegarýmið. „Ef það kemur upp eitthvað atvik í vagninum er það tekið til skoðunar. Eins hefur lögreglan getað nálgast myndefnið ef hún er að skoða einhver tiltekin mál eða að leita að einhverjum einstaklingum,“ segir Sigríður. Í faraldrinum var einnig sett upp plexigler fyrir vagnstjórabásinn. Að sögn Sigríðar var það fyrst og fremst gert sem sóttvarnaraðgerð en eftir faraldurinn hafi verið ákveðið að láta glerin halda sér þar sem þau veita ákveðna vörn fyrir vagnstjóra. Erfiðara er fyrir farþega að komast að þeim. Þá er einnig til staðar neyðarhnappur í vögnunum. Skýrt verklag Aðspurð um ofbeldi gegn farþegum segir Sigríður það einnig sjaldgæft en gerist þó. Hún segist ekki muna eftir neinu alvarlegu máli á undanförnum árum. „Yfirleitt er fólk friðsamt og hagar sér vel í strætó,“ segir Sigríður. Verklagið er mjög skýrt þegar ofbeldisatvik koma upp. Vagnstjóri á að stöðva vagninn eins hratt og mögulegt er. Ýta á neyðarhnapp sem tengdur er við stjórnstöð og Neyðarlínuna 112. Hann á að opna hurðir og hleypa öllum farþegum út. „Vagnstjóri reynir að tryggja öryggi þangað til að viðbragðsaðilar koma,“ segir Sigríður. Sjaldgæft sé hins vegar að það þurfi að beita þessu viðbragði.
Samgöngur Strætó Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira