„Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 13. júní 2023 11:18 Sigríður segir að yfirleitt hagi fólk sér friðsamlega í Strætó en það hafi komið upp ofbeldismál. Vísir/Vilhelm, Strætó Upp hafa komið einstaka ofbeldismál gegn bæði vagnstjórum Strætó og farþegum á undanförnum árum en þau eru þó sjaldgæf. Myndavélar eru í vögnunum sem og neyðarhnappar. „Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra. Engin árásin hefur þó verið það alvarleg að menn hafi hlotið skaða af,“ segir Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs og gæðasviðs Strætó og staðgengill framkvæmdastjóra. Hún segir sjaldgæft að það komi upp ofbeldismál en það gerist þó. Á undanförnum árum hafa komið upp nokkur atvik þar sem ráðist var á vagnstjóra. Eins og Vísir greindi frá í gær réðst hópur unglinga á vagnstjóra á Akureyri í byrjun maí. Einnig hafa fundist sprengjur í vögnum þar og skotið á vagn með loftbyssu. Sóttvarnaraðgerð látin halda sér Í vögnum Strætó eru tvær eða þrjár öryggismyndavélar sem er beint að bæði vagnstjóra og inn í farþegarýmið. „Ef það kemur upp eitthvað atvik í vagninum er það tekið til skoðunar. Eins hefur lögreglan getað nálgast myndefnið ef hún er að skoða einhver tiltekin mál eða að leita að einhverjum einstaklingum,“ segir Sigríður. Í faraldrinum var einnig sett upp plexigler fyrir vagnstjórabásinn. Að sögn Sigríðar var það fyrst og fremst gert sem sóttvarnaraðgerð en eftir faraldurinn hafi verið ákveðið að láta glerin halda sér þar sem þau veita ákveðna vörn fyrir vagnstjóra. Erfiðara er fyrir farþega að komast að þeim. Þá er einnig til staðar neyðarhnappur í vögnunum. Skýrt verklag Aðspurð um ofbeldi gegn farþegum segir Sigríður það einnig sjaldgæft en gerist þó. Hún segist ekki muna eftir neinu alvarlegu máli á undanförnum árum. „Yfirleitt er fólk friðsamt og hagar sér vel í strætó,“ segir Sigríður. Verklagið er mjög skýrt þegar ofbeldisatvik koma upp. Vagnstjóri á að stöðva vagninn eins hratt og mögulegt er. Ýta á neyðarhnapp sem tengdur er við stjórnstöð og Neyðarlínuna 112. Hann á að opna hurðir og hleypa öllum farþegum út. „Vagnstjóri reynir að tryggja öryggi þangað til að viðbragðsaðilar koma,“ segir Sigríður. Sjaldgæft sé hins vegar að það þurfi að beita þessu viðbragði. Samgöngur Strætó Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira
„Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra. Engin árásin hefur þó verið það alvarleg að menn hafi hlotið skaða af,“ segir Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs og gæðasviðs Strætó og staðgengill framkvæmdastjóra. Hún segir sjaldgæft að það komi upp ofbeldismál en það gerist þó. Á undanförnum árum hafa komið upp nokkur atvik þar sem ráðist var á vagnstjóra. Eins og Vísir greindi frá í gær réðst hópur unglinga á vagnstjóra á Akureyri í byrjun maí. Einnig hafa fundist sprengjur í vögnum þar og skotið á vagn með loftbyssu. Sóttvarnaraðgerð látin halda sér Í vögnum Strætó eru tvær eða þrjár öryggismyndavélar sem er beint að bæði vagnstjóra og inn í farþegarýmið. „Ef það kemur upp eitthvað atvik í vagninum er það tekið til skoðunar. Eins hefur lögreglan getað nálgast myndefnið ef hún er að skoða einhver tiltekin mál eða að leita að einhverjum einstaklingum,“ segir Sigríður. Í faraldrinum var einnig sett upp plexigler fyrir vagnstjórabásinn. Að sögn Sigríðar var það fyrst og fremst gert sem sóttvarnaraðgerð en eftir faraldurinn hafi verið ákveðið að láta glerin halda sér þar sem þau veita ákveðna vörn fyrir vagnstjóra. Erfiðara er fyrir farþega að komast að þeim. Þá er einnig til staðar neyðarhnappur í vögnunum. Skýrt verklag Aðspurð um ofbeldi gegn farþegum segir Sigríður það einnig sjaldgæft en gerist þó. Hún segist ekki muna eftir neinu alvarlegu máli á undanförnum árum. „Yfirleitt er fólk friðsamt og hagar sér vel í strætó,“ segir Sigríður. Verklagið er mjög skýrt þegar ofbeldisatvik koma upp. Vagnstjóri á að stöðva vagninn eins hratt og mögulegt er. Ýta á neyðarhnapp sem tengdur er við stjórnstöð og Neyðarlínuna 112. Hann á að opna hurðir og hleypa öllum farþegum út. „Vagnstjóri reynir að tryggja öryggi þangað til að viðbragðsaðilar koma,“ segir Sigríður. Sjaldgæft sé hins vegar að það þurfi að beita þessu viðbragði.
Samgöngur Strætó Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Fleiri fréttir Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Sjá meira