„Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er ekki þægileg innivinna“ Árni Sæberg skrifar 12. júní 2023 22:18 Sigríður Margrét Oddsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Stöð 2/Arnar „Ég er mjög spennt fyrir nýja starfinu. Ég átta mig fullkomlega á því að þetta er ekki þægileg innivinna, en ég er ákaflega þakklát fyrir stuðninginn sem ég hef fundið og góðu kveðjurnar sem ég hef fengið frá atvinnulífinu í dag,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, nýr framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Í dag var tilkynnt um ráðningu Sigríðar Margrétar í stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu þann 1. september af Halldóri Benjamín Þorbergssyni, sem lét af störfum í lok mars. Sigríður Margrét mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Óhætt er að segja að hún standi frammi fyrir miklum áskorunum í nýju starfi. Skammtímasamningar voru gerðir á almennum vinnumarkaði í vetur og þeir verða lausir eftir rúmt hálft ár. „Verkefnið er svo sannarlega ekki lítið en verkefnið er í mínum huga þeim mun mikilvægara. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir snýst í rauninni um að verja lífskjör á Íslandi og lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum. Þannig að það er svo sannarlega bara þakklæti í mínum huga að fá tækifæri til að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Sigríður Margrét. Mikilvægast að ná tökum á verðbólgunni Verðbólga er í hæstu hæðum og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti þrettán sinnum í röð. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri, hefur sagt að boginn hafi verið spenntur of hátt í nýjum kjarasamningum og kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðar sýni ábyrgð. „Seðlabankastjóri hefur verið alveg skýr og það er vel. Verðbólgan og það að ná tökum á verðbólgunni er eitt mikilvægasta verkefni sem við getum tekist á við þá, það á bæði við um íslenskt atvinnulíf og það á líka við um samfélagið okkar í heild sinni. Við gerum það auðvitað ekki nema með því að ná sátt um með hvaða hætti við skiptum þeim verðmætum sem við sköpum í landinu og með því að gera kjarasamninga til lengri tíma, sem geta verið grunnur að stöðugleika,“ segir Sigríður Margrét. Sérðu fyrir þér að það sé hægt að ná utan um þetta í náinni framtíð eða sitjum við bara í þessari súpu næstu árin? „Ég hef þá trú að það sé hægt að ná árangri. En til þess að ná árangri þá þarf auðvitað samtal og það þarf sameiginlega sýn um að verkefnið er í rauninni þetta, að verja lífskjör sem eru ein þau bestu í heiminum,“ segir hún að lokum. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira
Í dag var tilkynnt um ráðningu Sigríðar Margrétar í stöðu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu þann 1. september af Halldóri Benjamín Þorbergssyni, sem lét af störfum í lok mars. Sigríður Margrét mætti í myndver í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Óhætt er að segja að hún standi frammi fyrir miklum áskorunum í nýju starfi. Skammtímasamningar voru gerðir á almennum vinnumarkaði í vetur og þeir verða lausir eftir rúmt hálft ár. „Verkefnið er svo sannarlega ekki lítið en verkefnið er í mínum huga þeim mun mikilvægara. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir snýst í rauninni um að verja lífskjör á Íslandi og lífskjör á Íslandi eru með því besta sem þekkist í heiminum. Þannig að það er svo sannarlega bara þakklæti í mínum huga að fá tækifæri til að leggja mín lóð á vogarskálarnar,“ segir Sigríður Margrét. Mikilvægast að ná tökum á verðbólgunni Verðbólga er í hæstu hæðum og Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti þrettán sinnum í röð. Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri, hefur sagt að boginn hafi verið spenntur of hátt í nýjum kjarasamningum og kallað eftir því að aðilar vinnumarkaðar sýni ábyrgð. „Seðlabankastjóri hefur verið alveg skýr og það er vel. Verðbólgan og það að ná tökum á verðbólgunni er eitt mikilvægasta verkefni sem við getum tekist á við þá, það á bæði við um íslenskt atvinnulíf og það á líka við um samfélagið okkar í heild sinni. Við gerum það auðvitað ekki nema með því að ná sátt um með hvaða hætti við skiptum þeim verðmætum sem við sköpum í landinu og með því að gera kjarasamninga til lengri tíma, sem geta verið grunnur að stöðugleika,“ segir Sigríður Margrét. Sérðu fyrir þér að það sé hægt að ná utan um þetta í náinni framtíð eða sitjum við bara í þessari súpu næstu árin? „Ég hef þá trú að það sé hægt að ná árangri. En til þess að ná árangri þá þarf auðvitað samtal og það þarf sameiginlega sýn um að verkefnið er í rauninni þetta, að verja lífskjör sem eru ein þau bestu í heiminum,“ segir hún að lokum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Vistaskipti Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira