Ítarlegri ákæra gefin út í hryðjuverkamálinu: „Margt af því er algjör þvæla“ Árni Sæberg skrifar 12. júní 2023 21:12 Sveinn Andri er verjandi Sindra Snæs í málinu. Vísir/Hulda Margrét Lögmaður annars sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða segir nýja og ítarlegri ákæru í málinu enn vera þannig úr garði gerða að ekki sé um að ræða fullnægjandi lýsingu á undibúningsathöfnum, sem geti ýmist leitt til frávísunar á ný eða hreinlega sýknu. Ný ákæra á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í hryðjuverkamálinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka en Ísidór fyrir hlutdeild í því. Nýjan ákæran er mun ítarlegir en sú fyrri. Upphaflega var aðeins vísað almennt í orðfæri og yfirlýsingar mannanna auk vopnabrölts þeirra og viðleitni til þess að viða að sér efni frá þekktum hryðjuverkamönnum. Í þeirri nýju eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, segir að ný ákæra sé ekki endilega skýrari en sú fyrri, hún sé einfaldlega lengri og ítarlegri. Í þeirri fyrri hafi vantað að lýsa því hvaða háttsemi eða athafnir mannanna tveggja fælu í sér ótvíræðan ásetning í verki til þess að fremja hryðjuverk. Því sé nú lýst í 56 liðum. „En margt af því er algjör þvæla. Eins og það að þegar Sindri fær skilaboðum frá Ísidór um að hann hafi séð einhvern mann einhvers staðar, þá er það mér hulin ráðgáta hvernig það getur sýnt ótvíræðan ásetning Sindra í verki. Þegar hann fær skilaboð frá frá meðákærða, þannig að þetta eru svona kannski dæmi. En hins vegar er ákæran enn þá þannig úr garði gerð, að mínu mati, að þarna er ekki um að ræða fullnægjandi lýsingu á undirbúningsathugunum. Undirbúningurinn er ekki til staðar, hvort sem það leiðir þá hugsanlega til frávísunar eða bara einfaldlega til sýknu, það á eftir að koma í ljós,“ sagði Sveinn Andri í kvöldfréttum Stöðvar 2: Sindri vilji fá botn í málið Þá segir Sveinn Andri að enn vanti upp á að lýsa hvaða stóð til að gera, hvenær og hvernig. Ekkert slíkt sé til staðar í ákærunni. Munt þú fara fram á frávísun, finnst þér ákæran nægilega skýr? „Ég á eftir að skoða það. Þetta er auðvitað tvíbent, að krefjast frávísunar. Það getur leitt til þess að málið fari enn þriðja hringinn. Ég held að minn maður vilji einfaldlega fá botn í þetta og að þessu máli ljúki með einhverjum hætti. Þannig að við eigum eftir að skoða þetta bara frekar,“ segir Sveinn Andri. Engin yfirlýsing á internetinu Sveinn Andri hefur hingað til dregið úr alvarleika málsins og sagt ummæli þeirra Sindra Snæs og Ísidórs sett fram í hálfkæringi. Í nýju ákærunni koma eftirfarandi ummæli Sindra Snæs fram: „Ég elska óreiðu. Fólk má deyja mín vegna. Varla til sú manneskja sem hefur sýnt mér kærleika nokkurn tímann um ævina. Fólk almennt er viðbjóður. Plága. Djöfull tek ég marga með mér þegar að því kemur.“ Finnst þetta vera sett fram í hálfkæringi? „Það er raunverulega þannig, þegar maður þekkir karakterinn, þá veit maður að þetta er tveggja manna tal, sem er auðvitað mjög mikilvægt. Þetta er engin yfirlýsing á internetinu eða neitt slíkt. Þetta er tveggja manna tal, hörð og köld ummæli tveggja félaga sem tala með ákveðnum hætti. Þannig að í þessu, að mínu mati, felst enginn undirbúningur á hryðjuverkum, það er langur vegur þar frá. Við höfum séð að á milli manna, í gegnum tíðina, hafa gengið alls kyns ummæli, nöpur og svört, án þess að í þeim felist nokkur ásetningur um að fremja eitthvert brot,“ segir Sveinn Andri að lokum. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira
Ný ákæra á hendur þeim Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni í hryðjuverkamálinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sindri Snær er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka en Ísidór fyrir hlutdeild í því. Nýjan ákæran er mun ítarlegir en sú fyrri. Upphaflega var aðeins vísað almennt í orðfæri og yfirlýsingar mannanna auk vopnabrölts þeirra og viðleitni til þess að viða að sér efni frá þekktum hryðjuverkamönnum. Í þeirri nýju eru samskipti mannanna og upplýsingaöflun rakin á tólf blaðsíðum. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, segir að ný ákæra sé ekki endilega skýrari en sú fyrri, hún sé einfaldlega lengri og ítarlegri. Í þeirri fyrri hafi vantað að lýsa því hvaða háttsemi eða athafnir mannanna tveggja fælu í sér ótvíræðan ásetning í verki til þess að fremja hryðjuverk. Því sé nú lýst í 56 liðum. „En margt af því er algjör þvæla. Eins og það að þegar Sindri fær skilaboðum frá Ísidór um að hann hafi séð einhvern mann einhvers staðar, þá er það mér hulin ráðgáta hvernig það getur sýnt ótvíræðan ásetning Sindra í verki. Þegar hann fær skilaboð frá frá meðákærða, þannig að þetta eru svona kannski dæmi. En hins vegar er ákæran enn þá þannig úr garði gerð, að mínu mati, að þarna er ekki um að ræða fullnægjandi lýsingu á undirbúningsathugunum. Undirbúningurinn er ekki til staðar, hvort sem það leiðir þá hugsanlega til frávísunar eða bara einfaldlega til sýknu, það á eftir að koma í ljós,“ sagði Sveinn Andri í kvöldfréttum Stöðvar 2: Sindri vilji fá botn í málið Þá segir Sveinn Andri að enn vanti upp á að lýsa hvaða stóð til að gera, hvenær og hvernig. Ekkert slíkt sé til staðar í ákærunni. Munt þú fara fram á frávísun, finnst þér ákæran nægilega skýr? „Ég á eftir að skoða það. Þetta er auðvitað tvíbent, að krefjast frávísunar. Það getur leitt til þess að málið fari enn þriðja hringinn. Ég held að minn maður vilji einfaldlega fá botn í þetta og að þessu máli ljúki með einhverjum hætti. Þannig að við eigum eftir að skoða þetta bara frekar,“ segir Sveinn Andri. Engin yfirlýsing á internetinu Sveinn Andri hefur hingað til dregið úr alvarleika málsins og sagt ummæli þeirra Sindra Snæs og Ísidórs sett fram í hálfkæringi. Í nýju ákærunni koma eftirfarandi ummæli Sindra Snæs fram: „Ég elska óreiðu. Fólk má deyja mín vegna. Varla til sú manneskja sem hefur sýnt mér kærleika nokkurn tímann um ævina. Fólk almennt er viðbjóður. Plága. Djöfull tek ég marga með mér þegar að því kemur.“ Finnst þetta vera sett fram í hálfkæringi? „Það er raunverulega þannig, þegar maður þekkir karakterinn, þá veit maður að þetta er tveggja manna tal, sem er auðvitað mjög mikilvægt. Þetta er engin yfirlýsing á internetinu eða neitt slíkt. Þetta er tveggja manna tal, hörð og köld ummæli tveggja félaga sem tala með ákveðnum hætti. Þannig að í þessu, að mínu mati, felst enginn undirbúningur á hryðjuverkum, það er langur vegur þar frá. Við höfum séð að á milli manna, í gegnum tíðina, hafa gengið alls kyns ummæli, nöpur og svört, án þess að í þeim felist nokkur ásetningur um að fremja eitthvert brot,“ segir Sveinn Andri að lokum.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Reykjavík Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Sjá meira