Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu við fatlaða en bætur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. júní 2023 12:30 Stefnt var að því að starfshópur ríkis og sveitarfélaga myndi skila af sér niðurstöðum varðandi fjármagnsveitingar í málaflokki fatlaðara í apríl. Enn bólar ekkert á svörum. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir Reykjavíkurborg í óþolandi þröngri stöðu gagnvart málaflokki fatlaðs fólks sem bíður eftir tímasettum áætlunum þegar kemur að húsnæðisúrræðum. Milljarða vanti í málaflokkinn og svör frá ríkinu um fjármögnum frestast í sífellu. Um helgina var greint frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Í dómnum kemur meðal annars fram að verklag borgarinnar við úthlutum sé þannig háttað að útlokað sé fyrir umsækjendur að fá vitneskju um stöðu sína á biðlista eða áætlaðan biðtíma. Dagur B Eggertsson, borgarstjóri, segir borgina með metnaðarfulla uppbyggingaráætlun og að í rauninni hafi ekkert annað sveitarfélag byggt jafn mikið upp á undanförnum árum í þágu fatlaðs fólks. Hinsvegar sé beðið eftir svörum frá ríkinu varðandi fjármagn. Svörin áttu upphaflega að berast í apríl en nú lítur út fyrir að það geti dregist fram eftir sumri. „Þetta eru svör sem öll sveitarfélög verða að fá til að geta fjármagnað uppbygginguna til framtíðar. Það munar yfir tíu milljörðum á ári fyrir sveitarfélögin í heild og tæpum tíu milljörðum bara í Reykjavík, segir Dagur. „Þessi fjárhagslegi veruleiki setur sveitarfélögin í klemmu milli einstaklinga sem við viljum þjóna vel og byggja upp þessi úrræði í samræmi við lög og síðan þess að málaflokkurinn er gríðarlega vanfjármagnaður.“ Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu en bætur Dagur segist vonast til þess að borgin geti átt gott samtarf við Þroskahjálp og önnur samtök fatlaðs fólks til að berjast fyrir áframhaldandi uppbyggingu og að hver og einn geti fengið þá tímasettu einstaklingbundnu áætlun sem lögin kveða á um. Líkt og áður segir telja samtökin Þroskahjálp að borgin sé bótaskyld ganvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræð. Bótafjárhæð getur numið hundruðum milljónum króna. „Við vildum miklu frekar nýta þá fjármuni í þjónustu við fatlað fólk. En eins og ég segi þá er þetta þessi óþolandi staða sem sveitarfélögin eru sett í. Það vantar milljarða í málaflokkinn og á meðan bíður fólk eftir þjónustu. Það á samkvæmt lögum að geta fengið tímasettar áætlanir um sína uppbyggingu og við viljum ekkert frekar en að geta veitt þessi svör. En það þarf að eyða óvissunni í þessum fjárhagslegu samskiptum,“ segir Dagur B Eggertsson, borgarstjóri. Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Um helgina var greint frá því að Landsamtökin Þroskahjálp telji Reykjavíkurborg bótaskylda gagnvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræði eftir að þroskahamlaður maður lagði borgina í héraðsdómi vegna ógegnsæi biðlistanna og hlaut miskabætur. Í dómnum kemur meðal annars fram að verklag borgarinnar við úthlutum sé þannig háttað að útlokað sé fyrir umsækjendur að fá vitneskju um stöðu sína á biðlista eða áætlaðan biðtíma. Dagur B Eggertsson, borgarstjóri, segir borgina með metnaðarfulla uppbyggingaráætlun og að í rauninni hafi ekkert annað sveitarfélag byggt jafn mikið upp á undanförnum árum í þágu fatlaðs fólks. Hinsvegar sé beðið eftir svörum frá ríkinu varðandi fjármagn. Svörin áttu upphaflega að berast í apríl en nú lítur út fyrir að það geti dregist fram eftir sumri. „Þetta eru svör sem öll sveitarfélög verða að fá til að geta fjármagnað uppbygginguna til framtíðar. Það munar yfir tíu milljörðum á ári fyrir sveitarfélögin í heild og tæpum tíu milljörðum bara í Reykjavík, segir Dagur. „Þessi fjárhagslegi veruleiki setur sveitarfélögin í klemmu milli einstaklinga sem við viljum þjóna vel og byggja upp þessi úrræði í samræmi við lög og síðan þess að málaflokkurinn er gríðarlega vanfjármagnaður.“ Vill frekar eyða fjármunum í þjónustu en bætur Dagur segist vonast til þess að borgin geti átt gott samtarf við Þroskahjálp og önnur samtök fatlaðs fólks til að berjast fyrir áframhaldandi uppbyggingu og að hver og einn geti fengið þá tímasettu einstaklingbundnu áætlun sem lögin kveða á um. Líkt og áður segir telja samtökin Þroskahjálp að borgin sé bótaskyld ganvart öllum fötluðum umsækjendum á biðlista um sértæk húsnæðisúrræð. Bótafjárhæð getur numið hundruðum milljónum króna. „Við vildum miklu frekar nýta þá fjármuni í þjónustu við fatlað fólk. En eins og ég segi þá er þetta þessi óþolandi staða sem sveitarfélögin eru sett í. Það vantar milljarða í málaflokkinn og á meðan bíður fólk eftir þjónustu. Það á samkvæmt lögum að geta fengið tímasettar áætlanir um sína uppbyggingu og við viljum ekkert frekar en að geta veitt þessi svör. En það þarf að eyða óvissunni í þessum fjárhagslegu samskiptum,“ segir Dagur B Eggertsson, borgarstjóri.
Málefni fatlaðs fólks Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira