Napoli varð á dögunum Ítalíumeistari í fótbolti eftir langa bið. Þrátt fyrir frábært tímabil hefur Luciano Spalletti, þjálfari liðsins, ákveðið að kalla þetta gott en hann segist einfaldlega þurfa á hvíld að halda.
Hinn 63 ára gamli Benítez virðist endurnærður eftir að hafa verið sagt upp hjá Everton í janúar á síðasta ári. Spánverjinn hefur viðurkennt að hann sé til í að taka aftur við sem þjálfari Napoli en segir það ekki vera í sínum höndum.
„Ég vil vinna, ég vil ekki vera í miðjumoði. Ákvörðunin er þó ekki mín að taka en ég er tilbúinn. Ég fylgist með og greini allt, hef alltaf gert það og vil halda því áfram þangað til ég hætti,“ sagði Benítez í viðtali við Sky Sports.
Undir stjórn Benítez vann Napoli bæði Ofurbikarinn sem og Coppa Italia, ítölsku bikarkeppnina. Hann yfirgaf liðið eftir tvö ár og hélt til Real Madríd. Þaðan fór hann til Newcastle United, Dalian Professional í Kína og svo Everton.