Fáir úti á götu og heimsendabragur yfir borginni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2023 20:59 Nanna segir að ástandið hafi verið sérstaklega slæmt á miðvikudaginn. stöð 2 Íslendingur sem staddur er í New York segir heimsendabrag yfir borginni. Fáir eru á ferli og varla sést til sólar vegna þykks reykmakkar sem hefur legið yfir austurhluta Bandaríkjanna síðustu daga. Borgin sem aldrei sefur hefur legið í hálfgerðum dvala síðustu daga en appelsínugul slikja hefur hulið borgina þar sem þykkur reykmökkur hefur legið yfir austurhluta Bandaríkjanna vegna gróðurelda í Kanada og ástandið verið verulega slæmt í New York. „Maður sá ekki sólina“ Nanna Guðrún Sigurðardóttir, starfsmaður Fréttastofunnar er stödd í borginni þar sem hún sækir tónlistarhátíð sem fram fer um helgina. Hún segir mengunina hafa verið rosalega, sérstaklega á miðvikudaginn þegar loftmengun mældist hættuleg og langt yfir heilsuverndarmörkum. „Það var bara allt gult úti, fátt á götunum og pínu heimsendafílingur yfir borginni. Maður sá ekki sólina og ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ég hef komið nokkrum sinnum til New York þannig þetta var sérstakt að upplifa þetta.“ Andþyngsli og mengunarlykt Fólki hefur verið ráðið frá því að vera úti eins og kostur er og hvatt til að bera grímur. Flugi og íþróttaleikjum hefur verið frestað og um tíma var tvísýnt hvort af tónlistarhátíðinni yrði. Nanna segir að þegar mengunin hafi verið sem mest hafi hún fundið fyrir andþyngslum eftir nokkra klukkustunda útiveru og ertingu í augum og hálsi. Þá hafi mengunarlykt legið yfir borginni. Töluverð umfjöllun hafi verið um ástandið í bandarískum fjölmiðlum og mengunin á allra vörum. „Við erum búin að vera með kveikt á sjónvarpinu og allir að fjalla um þetta. Þetta var svo gult og klikkað.“ Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Íslendingar erlendis Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira
Borgin sem aldrei sefur hefur legið í hálfgerðum dvala síðustu daga en appelsínugul slikja hefur hulið borgina þar sem þykkur reykmökkur hefur legið yfir austurhluta Bandaríkjanna vegna gróðurelda í Kanada og ástandið verið verulega slæmt í New York. „Maður sá ekki sólina“ Nanna Guðrún Sigurðardóttir, starfsmaður Fréttastofunnar er stödd í borginni þar sem hún sækir tónlistarhátíð sem fram fer um helgina. Hún segir mengunina hafa verið rosalega, sérstaklega á miðvikudaginn þegar loftmengun mældist hættuleg og langt yfir heilsuverndarmörkum. „Það var bara allt gult úti, fátt á götunum og pínu heimsendafílingur yfir borginni. Maður sá ekki sólina og ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ég hef komið nokkrum sinnum til New York þannig þetta var sérstakt að upplifa þetta.“ Andþyngsli og mengunarlykt Fólki hefur verið ráðið frá því að vera úti eins og kostur er og hvatt til að bera grímur. Flugi og íþróttaleikjum hefur verið frestað og um tíma var tvísýnt hvort af tónlistarhátíðinni yrði. Nanna segir að þegar mengunin hafi verið sem mest hafi hún fundið fyrir andþyngslum eftir nokkra klukkustunda útiveru og ertingu í augum og hálsi. Þá hafi mengunarlykt legið yfir borginni. Töluverð umfjöllun hafi verið um ástandið í bandarískum fjölmiðlum og mengunin á allra vörum. „Við erum búin að vera með kveikt á sjónvarpinu og allir að fjalla um þetta. Þetta var svo gult og klikkað.“
Bandaríkin Loftslagsmál Umhverfismál Íslendingar erlendis Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Sjá meira