Samtalið umdeilda hafi verið milli embætta Árni Sæberg skrifar 9. júní 2023 14:59 Aðalsteinn og Ásgeir áttu ekki í persónulegum samskiptum, að sögn þess síðarnefnda. Vísir/Arnar/Vilhelm Seðlabankastjóri segist ekki hafa greint frá því sem fór tveggja manna á milli, þegar hann upplýsti um samskipti sín við Ríkissáttasemjara í viðtali í Morgunblaðinu í gær. Hann segir að um samskipti embættanna tveggja hafi verið að ræða en ekki tveggja manna tal. „Ég fjallaði í viðtalinu almennt um samskipti þessara tveggja embætta, Seðlabankans og ríkissáttasemjara, en ekki í tveggja manna tal eins og haldið hefur verið fram,“ er haft eftir Ásgeiri Jónssyni Seðlabankastjóra á mbl.is. Í viðtali í Morgunblaðinu í gærmorgun greindi Ásgeir frá því að ríkissáttasemjari, sem þá var Aðalsteinn Leifsson, hafi hringt í Seðlabankann til að hafa áhrif á aðgerðir hans þegar kjaraviðræður stóðu sem hæst. Ábyrgð vinnumarkaðarins í efnahagsástandinu var meðal umræðuefna í viðtalinu. Ásgeir segir að hann hefði vonað að verkalýðshreyfingin „myndi átta sig á því að það að elta verðbólguna í launahækkunum myndi leiða til vaxtahækkana.“ Ásgeir hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir ummæli sín og sagður hafa brotið trúnað við Aðalstein. Aðalsteinn sjálfur hefur vísað orðum Ásgeirs til föðurhúsanna. „Úr því að seðlabankastjóri velur að vísa í tveggja manna tal okkar á milli, þá get ég upplýst að ég tók sérstaklega fram að ég virti sjálfstæði Seðlabankans og að ég væri ekki að reyna hafa áhrif á ákvarðanir hans. Hins vegar hef ég minnt seðlabankastjóra á það opinberlega að það sé mjög mikilvægt að hann tali af virðingu um og við aðila vinnumarkaðarins og mér sýnist ekki vera nein vanþörf á þeirri áminningu,“ sagði Aðalsteinn í gær. Upplýsingagjöf í óþökk Seðlabankastjóra Í samtali við Morgunblaðið segir Ásgeir að Aðalsteinn hafi sjálfur greint frá því að embætti þeirra tveggja hafi átt í samskiptum þegar kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins stóð sem hæst. Það hafi verið í óþökk Ásgeirs. „Það hefur áður komið fram í fjölmiðlum, og fyrrverandi ríkissáttasemjari hefur upplýst um það sjálfur opinberlega, að samskipti hafi átt sér stað á milli þessara tveggja embætta. Sú upplýsingagjöf var algerlega í óþökk minni enda var Seðlabankinn gerður að blóraböggli fyrir því að slitnað hefði upp úr viðræðum á þessum tíma,“ er haft eftir honum. Seðlabankinn Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira
„Ég fjallaði í viðtalinu almennt um samskipti þessara tveggja embætta, Seðlabankans og ríkissáttasemjara, en ekki í tveggja manna tal eins og haldið hefur verið fram,“ er haft eftir Ásgeiri Jónssyni Seðlabankastjóra á mbl.is. Í viðtali í Morgunblaðinu í gærmorgun greindi Ásgeir frá því að ríkissáttasemjari, sem þá var Aðalsteinn Leifsson, hafi hringt í Seðlabankann til að hafa áhrif á aðgerðir hans þegar kjaraviðræður stóðu sem hæst. Ábyrgð vinnumarkaðarins í efnahagsástandinu var meðal umræðuefna í viðtalinu. Ásgeir segir að hann hefði vonað að verkalýðshreyfingin „myndi átta sig á því að það að elta verðbólguna í launahækkunum myndi leiða til vaxtahækkana.“ Ásgeir hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir ummæli sín og sagður hafa brotið trúnað við Aðalstein. Aðalsteinn sjálfur hefur vísað orðum Ásgeirs til föðurhúsanna. „Úr því að seðlabankastjóri velur að vísa í tveggja manna tal okkar á milli, þá get ég upplýst að ég tók sérstaklega fram að ég virti sjálfstæði Seðlabankans og að ég væri ekki að reyna hafa áhrif á ákvarðanir hans. Hins vegar hef ég minnt seðlabankastjóra á það opinberlega að það sé mjög mikilvægt að hann tali af virðingu um og við aðila vinnumarkaðarins og mér sýnist ekki vera nein vanþörf á þeirri áminningu,“ sagði Aðalsteinn í gær. Upplýsingagjöf í óþökk Seðlabankastjóra Í samtali við Morgunblaðið segir Ásgeir að Aðalsteinn hafi sjálfur greint frá því að embætti þeirra tveggja hafi átt í samskiptum þegar kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins stóð sem hæst. Það hafi verið í óþökk Ásgeirs. „Það hefur áður komið fram í fjölmiðlum, og fyrrverandi ríkissáttasemjari hefur upplýst um það sjálfur opinberlega, að samskipti hafi átt sér stað á milli þessara tveggja embætta. Sú upplýsingagjöf var algerlega í óþökk minni enda var Seðlabankinn gerður að blóraböggli fyrir því að slitnað hefði upp úr viðræðum á þessum tíma,“ er haft eftir honum.
Seðlabankinn Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Sjá meira