Fjöldi mála afgreiddur á lokadegi þings fyrir sumarleyfi Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2023 13:30 Sigurður Ingi Jóhannsson Innviðaráðherra mun ekki leggja fram samgönguáætlun eins og til stóð á þessu vorþingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra leggur hins vegar til frumvarp sem dregur ú þeim launahækkunum sem æðstu embættismenn hefðu annars fengið um mánaðamótin. Vísir Vilheilm Sautján mál verða að öllum líkindum að lögum frá Alþingi í dag. Umfangsmesta málið er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára, frumvarp dómsmálaráðherra um dvalarleyfi útlendinga og frumvarp sem dregur úr launahækkunum æðstu embættismanna. Alþingi lýkur störfum fyrir sumarleyfi í dag eða kvöld. Þingfundur hófst klukkan ellefu á seinni umræðu um fjármálaáætlun 2024 til 2028 og síðan tekur við fjöldi atkvæðagreiðslna um hin ólíkustu mál. Eitt þingmannafrumvarp fær lokaafgreiðslu á Alþingi í dag. Það er frumvarp um bælingarmeðferðir sem Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður að. Aðrir flutningsmenn eru einnig frá Pírötum, Samfylkingu, Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki.Vísir/Vilhelm Þeirra á meðal er frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra sem rýmkar mjög heimildir fólks utan Evrópska efnahagssvæðisins til dvalar og starfa á Íslandi, frumvarp um mótvægisaðgerðir til hækkunar greiðslna til fólks í almannatryggingakerfinu vegna mikillar verðbólgu og frumvarp um lækkun á annars rúmlega sex prósenta hækkun launa æðstu embættismanna. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ekki hafa staðið við fyrirheit um aukin framlög til heilbrigðismála.Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar var fyrstur á mælendaskrá í lokaumræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann gerði stöðu heilbrigðismála að umræðuefni og sagði ríkisstjórnina ekki hafa staðið við fyrirheit sín um eflingu hennar og vitnaði í umsögn Landsspítalans við fjármálaáætlunina. „Fjárframlög til spítalans og til reksturs spítalans duga ekki til að hann geti haldið óbreyttu þjónustustigi. Með tillti til fólksfjölgunar, hækkandi meðalaldurs og fjölgunar ferðamanna. Það vantar 160 hjúkrunarfræðinga og 50 sjúkraliða til starfa og margar starfseiningar hafa varla rétt úr kútnum eftir heimsfaraldur,“ sagði Jóhann Páll meðal annars. Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ríkisstjórniina bæði boða almennt aðhald í ríkisrekstrinum og aukinn stuðning við þá sem hefðu minnst milli handanna.Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði ríkisstjórnina hafa gripið til nauðsynlegra aðhaldsaðgerða vegna mikillar verðbólgu og þróttar í atvinnulífinu. Ríkisstjórnin hefði á sama tíma staðið með þeim sem minnst hefðu milli handanna. Þannig hefðu bætur almannatrygginga hækkað um tæp 9 prósent í fyrra, 7,4 prósent í upphafi þessa árs og til stæði að hækka þær um 2,5 prósent til viðbótar. „Frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hækkaði í 200 þúsund krónur í upphafi þessa árs. Húsnæðisbætur hafa hækkað um fjórðung frá síðasta ári og tekjumörk hækkuð til jafns við hækkun bóta. Barnabætur hafa hækkað mikið að raunvirði undanfarin ár og fleiri fjölskyldur eiga kost á stuðningi en áður,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni boðar ráðherraskipti á allra næstu dögum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, verði ráðherra á allra næstu dögum. Hann segir ekki óvæntra tíðinda að vænta þegar kemur að ráðherraskiptum. 9. júní 2023 11:00 Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna. 8. júní 2023 19:31 Stjórnlaus ríkisfjármál og ríkisstjórn í sýndarmennsku Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom víða við í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Sagði hann ríkisfjármálin algjörlega stjórnlaus og störf ríkisstjórnar einkennast af sýndarmennsku. 8. júní 2023 00:11 Samgönguáætlun frestast og jarðgöng bíða nýs gjaldakerfis Innviðaráðherra hefur hætt við að leggja nýja samgönguáætlun fyrir Alþingi þetta vorið. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar sér ekki að næstu jarðgöng verði boðin út fyrr en búið verður að innleiða nýtt gjaldakerfi af umferð. 7. júní 2023 21:33 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Alþingi lýkur störfum fyrir sumarleyfi í dag eða kvöld. Þingfundur hófst klukkan ellefu á seinni umræðu um fjármálaáætlun 2024 til 2028 og síðan tekur við fjöldi atkvæðagreiðslna um hin ólíkustu mál. Eitt þingmannafrumvarp fær lokaafgreiðslu á Alþingi í dag. Það er frumvarp um bælingarmeðferðir sem Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður að. Aðrir flutningsmenn eru einnig frá Pírötum, Samfylkingu, Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokki.Vísir/Vilhelm Þeirra á meðal er frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra sem rýmkar mjög heimildir fólks utan Evrópska efnahagssvæðisins til dvalar og starfa á Íslandi, frumvarp um mótvægisaðgerðir til hækkunar greiðslna til fólks í almannatryggingakerfinu vegna mikillar verðbólgu og frumvarp um lækkun á annars rúmlega sex prósenta hækkun launa æðstu embættismanna. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ekki hafa staðið við fyrirheit um aukin framlög til heilbrigðismála.Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar var fyrstur á mælendaskrá í lokaumræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann gerði stöðu heilbrigðismála að umræðuefni og sagði ríkisstjórnina ekki hafa staðið við fyrirheit sín um eflingu hennar og vitnaði í umsögn Landsspítalans við fjármálaáætlunina. „Fjárframlög til spítalans og til reksturs spítalans duga ekki til að hann geti haldið óbreyttu þjónustustigi. Með tillti til fólksfjölgunar, hækkandi meðalaldurs og fjölgunar ferðamanna. Það vantar 160 hjúkrunarfræðinga og 50 sjúkraliða til starfa og margar starfseiningar hafa varla rétt úr kútnum eftir heimsfaraldur,“ sagði Jóhann Páll meðal annars. Njáll Trausti Friðbertsson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd segir ríkisstjórniina bæði boða almennt aðhald í ríkisrekstrinum og aukinn stuðning við þá sem hefðu minnst milli handanna.Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði ríkisstjórnina hafa gripið til nauðsynlegra aðhaldsaðgerða vegna mikillar verðbólgu og þróttar í atvinnulífinu. Ríkisstjórnin hefði á sama tíma staðið með þeim sem minnst hefðu milli handanna. Þannig hefðu bætur almannatrygginga hækkað um tæp 9 prósent í fyrra, 7,4 prósent í upphafi þessa árs og til stæði að hækka þær um 2,5 prósent til viðbótar. „Frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hækkaði í 200 þúsund krónur í upphafi þessa árs. Húsnæðisbætur hafa hækkað um fjórðung frá síðasta ári og tekjumörk hækkuð til jafns við hækkun bóta. Barnabætur hafa hækkað mikið að raunvirði undanfarin ár og fleiri fjölskyldur eiga kost á stuðningi en áður,“ sagði Njáll Trausti Friðbertsson.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bjarni boðar ráðherraskipti á allra næstu dögum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, verði ráðherra á allra næstu dögum. Hann segir ekki óvæntra tíðinda að vænta þegar kemur að ráðherraskiptum. 9. júní 2023 11:00 Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna. 8. júní 2023 19:31 Stjórnlaus ríkisfjármál og ríkisstjórn í sýndarmennsku Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom víða við í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Sagði hann ríkisfjármálin algjörlega stjórnlaus og störf ríkisstjórnar einkennast af sýndarmennsku. 8. júní 2023 00:11 Samgönguáætlun frestast og jarðgöng bíða nýs gjaldakerfis Innviðaráðherra hefur hætt við að leggja nýja samgönguáætlun fyrir Alþingi þetta vorið. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar sér ekki að næstu jarðgöng verði boðin út fyrr en búið verður að innleiða nýtt gjaldakerfi af umferð. 7. júní 2023 21:33 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Bjarni boðar ráðherraskipti á allra næstu dögum Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, verði ráðherra á allra næstu dögum. Hann segir ekki óvæntra tíðinda að vænta þegar kemur að ráðherraskiptum. 9. júní 2023 11:00
Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna. 8. júní 2023 19:31
Stjórnlaus ríkisfjármál og ríkisstjórn í sýndarmennsku Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom víða við í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Sagði hann ríkisfjármálin algjörlega stjórnlaus og störf ríkisstjórnar einkennast af sýndarmennsku. 8. júní 2023 00:11
Samgönguáætlun frestast og jarðgöng bíða nýs gjaldakerfis Innviðaráðherra hefur hætt við að leggja nýja samgönguáætlun fyrir Alþingi þetta vorið. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar sér ekki að næstu jarðgöng verði boðin út fyrr en búið verður að innleiða nýtt gjaldakerfi af umferð. 7. júní 2023 21:33