Rannsókn á Vítalíu fyrir fjárkúgun felld niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júní 2023 13:01 Koma verður í ljós hvort þremenningarnir kæri niðurstöðu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara. Vísir Héraðssaksóknari hefur fellt niður rannsókn sína á Vítalíu Lazarevu og Arnari Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Vítalía fagnar niðurstöðunni sem sé staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu. Heimildin greindi fyrst frá niðurstöðunni en Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Vítalíu, segir í samtali við Vísi að bréf frá héraðssaksóknara, sem var dagsett þann 6. júní, hafi verið opnað í dag. Þar komi fram að gögn málsins hafi ekki þótt vera líkleg til sakfellingar. Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson kærðu Arnar og Vítalíu til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot á friðhelgi einkalífs. Vítalía kærði þá hins vegar fyrir kynferðisbrot. Héraðssaksóknari felldi það mál niður en Vítalía kærði þá niðurstöðu til ríkissaksóknara þar sem málið er til skoðunar. „Vítalía er mjög glöð og telur að þetta sé staðfesting á því að þetta hafi verið einvhers konar þöggunartilburðir af þeirra hálfu að leggja fram þessa kæru. Hún er glöð að þessi niðurstaða sé komið málið,“ segir Kolbrún. Forsaga málsins er sú að Vítalía greindi frá því á Instagram í október 2021 að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi þriggja manna í heitum potti í sumarbústað í september 2020 þar sem hún var stödd með þáverandi ástmanni sínum Arnari Grant. Það var svo í janúar í fyrra sem hún ræddi málið í Eigin konum, hlaðvarpi Eddu Falak, og sagði sína hlið á málinu. Fram kom í frásögn Vítalíu að hún hefði mætt í bústaðinn en þegar liðið hafi á kvöldið hafi verið farið yfir öll hennar mörk. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður Jónsson, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirtækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía lýsti og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig samdægurs úr stjórn Festar vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Svo fór að þremenningarnir kærðu Arnar og Vítalíu meðal annars fyrir fjárkúgun en hún þá fyrir kynferðisbrot. Fréttastofa hefur ekki fengið staðfest hvort málið á hendur Arnari hafi sömuleiðis verið fellt niður. Uppfært klukkan 14:46 Fréttastofa hefur fengið staðfest frá embætti héraðssaksóknara að rannsókn á hendur Arnari hafi einnig verið felld niður. Mál Vítalíu Lazarevu Lögreglumál Tengdar fréttir Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi. 15. maí 2023 10:40 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Heimildin greindi fyrst frá niðurstöðunni en Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Vítalíu, segir í samtali við Vísi að bréf frá héraðssaksóknara, sem var dagsett þann 6. júní, hafi verið opnað í dag. Þar komi fram að gögn málsins hafi ekki þótt vera líkleg til sakfellingar. Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson kærðu Arnar og Vítalíu til héraðssaksóknara fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot á friðhelgi einkalífs. Vítalía kærði þá hins vegar fyrir kynferðisbrot. Héraðssaksóknari felldi það mál niður en Vítalía kærði þá niðurstöðu til ríkissaksóknara þar sem málið er til skoðunar. „Vítalía er mjög glöð og telur að þetta sé staðfesting á því að þetta hafi verið einvhers konar þöggunartilburðir af þeirra hálfu að leggja fram þessa kæru. Hún er glöð að þessi niðurstaða sé komið málið,“ segir Kolbrún. Forsaga málsins er sú að Vítalía greindi frá því á Instagram í október 2021 að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi þriggja manna í heitum potti í sumarbústað í september 2020 þar sem hún var stödd með þáverandi ástmanni sínum Arnari Grant. Það var svo í janúar í fyrra sem hún ræddi málið í Eigin konum, hlaðvarpi Eddu Falak, og sagði sína hlið á málinu. Fram kom í frásögn Vítalíu að hún hefði mætt í bústaðinn en þegar liðið hafi á kvöldið hafi verið farið yfir öll hennar mörk. Í kjölfarið var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður Jónsson, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirtækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía lýsti og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig samdægurs úr stjórn Festar vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Svo fór að þremenningarnir kærðu Arnar og Vítalíu meðal annars fyrir fjárkúgun en hún þá fyrir kynferðisbrot. Fréttastofa hefur ekki fengið staðfest hvort málið á hendur Arnari hafi sömuleiðis verið fellt niður. Uppfært klukkan 14:46 Fréttastofa hefur fengið staðfest frá embætti héraðssaksóknara að rannsókn á hendur Arnari hafi einnig verið felld niður.
Mál Vítalíu Lazarevu Lögreglumál Tengdar fréttir Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi. 15. maí 2023 10:40 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Fullyrðir að Vítalía hafi flett upp fólki í annarlegum tilgangi Stefán Einar Stefánsson, fyrrverandi fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu og fyrrverandi formaður VR, segir Vítalíu Lazarevu vera starfsmann Lyfju sem lyfjafyrirtækið kærði til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar. Þetta kemur fram í nýjasta þætti hlaðvarpsins Þjóðmála. Vítalía hefur hafnað ásökununum í samtali við Vísi. 15. maí 2023 10:40