„Þetta er rosa mikil óvissa og ótrúlega leiðinlegt fyrir okkur“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 9. júní 2023 15:15 Dansarar frá listdanskólanum Plié mótmæltu gjaldþroti skólans fyrir utan Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm „Dans er líka íþrótt,“ segja nemendur listdansskólans Plié sem mótmæltu og sýndu um leið listir sínar á Austurvelli í morgun. Greint var frá gjaldþroti dansskólans á mánudag en hann hefur verið starfræktur síðan 2014. Stjórnendur skólans segja framtíð listdansskóla á Íslandi í hættu fái þau ekki viðeigandi styrki frá hinu opinbera líkt og aðrar íþróttir og tómstundir. Nemendur skólans eru á leið á heimsmeistaramót eftir tæpan mánuð og segja óvissuna erfiða. Listdansskólinn Plié hefur verið starfræktur síðan árið 2014. Þar geta nemendur æft margar tegundir dans, til að mynda „acrobat“, stepp og ballett. Að sögn eigenda Plié stunda 600 til eitt þúsund nemendur listdansnám við skólann ár hvert. Rekstrarform listdansskóla á Íslandi sé gríðarlega erfitt þar sem skólarnir njóti ekki stuðnings hins opinbera. Elva Rut Guðlaugsdóttir, skólastjóri og annar eigandi Plié, var á mótmælunum ásamt nemendum sínum. „Við erum komin til þess að opna á þessa endalausu umræðu um hvað er mikil ósanngirni á milli greina. Listgreinar fá engan stuðning frá hinu opinbera en íþróttir og tónlist fá stuðning. Þannig að það að halda úti rekstrinum er orðið gríðarlega krefjandi. Þetta er orðið þannig að allir listdansskólar munu væntanlega leggjast af ef ekkert er gert.“ Listdansnemendur Plié sýndu listir og mótmæltu fyrir utan Alþingi. Vísir/Vilhelm Kolbrún Soffía Þórsdóttir, nemandi í skólanum, var einnig á mótmælunum en hún segir óvissuna mikla og að hún sé erfið. Hópurinn sé á leið á heimsmeistaramót eftir tuttugu daga og viti ekkert hvar þau eigi að æfa. Hingað til hafi hópurinn æft í kirkju. „Við viljum fá styrk alveg eins og allar aðrar íþróttir því dans er líka íþrótt,“ segir Kolbrún Soffía. Ármey Elba Ernudóttir æfir einnig dans við listdansskólann. Hún segir leiðinlegt að heyra að dans flokkist ekki sem íþrótt. Dans Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37 Ráðin skólastjóri Listdansskólans Elizabeth Greasley hefur verið ráðin skólastjóri Listdansskóla Íslands og tekur hún við stöðunni af Guðmundi Helgasyni. 7. júní 2023 07:42 Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Missa aðstöðuna rétt fyrir heimsmeistaramót eftir gjaldþrot skólans Tvær stelpur sem eru á leið á heimsmeistaramótið í dansi segja það ömurlegt að missa æfingahúsnæðið örfáum vikum fyrir mótið. Í kjölfar gjaldþrots dansskóla þeirra vita þær aldrei hvar þær æfa næst. 7. júní 2023 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Listdansskólinn Plié hefur verið starfræktur síðan árið 2014. Þar geta nemendur æft margar tegundir dans, til að mynda „acrobat“, stepp og ballett. Að sögn eigenda Plié stunda 600 til eitt þúsund nemendur listdansnám við skólann ár hvert. Rekstrarform listdansskóla á Íslandi sé gríðarlega erfitt þar sem skólarnir njóti ekki stuðnings hins opinbera. Elva Rut Guðlaugsdóttir, skólastjóri og annar eigandi Plié, var á mótmælunum ásamt nemendum sínum. „Við erum komin til þess að opna á þessa endalausu umræðu um hvað er mikil ósanngirni á milli greina. Listgreinar fá engan stuðning frá hinu opinbera en íþróttir og tónlist fá stuðning. Þannig að það að halda úti rekstrinum er orðið gríðarlega krefjandi. Þetta er orðið þannig að allir listdansskólar munu væntanlega leggjast af ef ekkert er gert.“ Listdansnemendur Plié sýndu listir og mótmæltu fyrir utan Alþingi. Vísir/Vilhelm Kolbrún Soffía Þórsdóttir, nemandi í skólanum, var einnig á mótmælunum en hún segir óvissuna mikla og að hún sé erfið. Hópurinn sé á leið á heimsmeistaramót eftir tuttugu daga og viti ekkert hvar þau eigi að æfa. Hingað til hafi hópurinn æft í kirkju. „Við viljum fá styrk alveg eins og allar aðrar íþróttir því dans er líka íþrótt,“ segir Kolbrún Soffía. Ármey Elba Ernudóttir æfir einnig dans við listdansskólann. Hún segir leiðinlegt að heyra að dans flokkist ekki sem íþrótt.
Dans Íþróttir barna Kópavogur Tengdar fréttir Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37 Ráðin skólastjóri Listdansskólans Elizabeth Greasley hefur verið ráðin skólastjóri Listdansskóla Íslands og tekur hún við stöðunni af Guðmundi Helgasyni. 7. júní 2023 07:42 Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09 Missa aðstöðuna rétt fyrir heimsmeistaramót eftir gjaldþrot skólans Tvær stelpur sem eru á leið á heimsmeistaramótið í dansi segja það ömurlegt að missa æfingahúsnæðið örfáum vikum fyrir mótið. Í kjölfar gjaldþrots dansskóla þeirra vita þær aldrei hvar þær æfa næst. 7. júní 2023 21:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Sjá meira
Allir listdansskólar landsins eigi í erfiðleikum með rekstur Elva Rut Guðlaugsdóttir, annar eiganda Plié listdansskóla segir útlitið hjá listdansskólum á Íslandi hræðilegt. Hún segir framtíð danslistarinnar á Íslandi klárlega í hættu og að um þúsund nemendur séu hræddir um að missa dansskólann sinn. 4. júní 2023 14:37
Ráðin skólastjóri Listdansskólans Elizabeth Greasley hefur verið ráðin skólastjóri Listdansskóla Íslands og tekur hún við stöðunni af Guðmundi Helgasyni. 7. júní 2023 07:42
Njóta ekki sömu stöðu og íþróttafélög og skila lyklunum Listdansskólinn Plié, sem staðsettur er í Víkurhvarfi í Kópavogi, mun hætta starfsemi og leita nýs húsnæðis. Ástæðan er hátt leiguverð en einnig sú staðreynd að hvorki ríki né sveitarfélög komi að rekstrinum með nokkrum hætti. 3. júní 2023 23:09
Missa aðstöðuna rétt fyrir heimsmeistaramót eftir gjaldþrot skólans Tvær stelpur sem eru á leið á heimsmeistaramótið í dansi segja það ömurlegt að missa æfingahúsnæðið örfáum vikum fyrir mótið. Í kjölfar gjaldþrots dansskóla þeirra vita þær aldrei hvar þær æfa næst. 7. júní 2023 21:00