Þetta kemur fram í ályktun frá ÖBÍ.
„Til þess að örorkulífeyrir haldi í við verðbólgu og til þess að uppfylla fyrirheit um kaupmáttaraukningu sem gefin voru um áramót krefjast ÖBÍ réttindasamtök þess aðlífeyrir verði hækkaður um 4,2% í stað þeirrar snautlegu 2,5% hækkunar sem boðuð hefur verið,“ segir í ályktuninni.
Verðbólgan sé mikil og hafi verið um nokkurt skeið. Samhliða því hafi vextir hækkað og aukinn fjöldi fólks, sérstaklega þeir tekjulægstu, berjist í bökkum. Rík þörf sé á stuðningsaðgerðum.
„Á sama tíma hefur hagvöxtur verið mikill. Hagkerfið hefur vaxið átta ársfjórðunga í röð og tekjur hins opinbera því vaxið meira en búist var við. Að rétta hlut þeirra sem verst standa er því vel mögulegt sé raunverulegur vilji fyrir hendi.
ÖBÍ réttindasamtökgera þá sanngjörnu kröfu að fatlað fólk sem þarf að reiða sig á lífeyri almannatryggingafái hlut sinn bættan.“