Yana mótmælir ein í rigningunni innrás Rússa í heimalandið Heimir Már Pétursson skrifar 8. júní 2023 20:31 „Heimili mitt er á floti vegna Rússa,“ segir á öðru skilta Yönu. vísir Á sama tíma og nokkrir þingmenn koma í veg fyrir áframhaldandi undanþágur á tollum á innfluttum kjúklingi frá Úkraínu, stendur Yana Hryshko frá Kyiv héraði alein í rigningunni og mótmælir fyrir utan ræðisskrifstofu Rússlands við Túngötu. Hún óskar þess heitast að stríðinu ljúki og hún komist aftur heim. Það eru aðeins nokkur hundruð metrar frá alþingisúsinu upp að ræðisskrifstofu Rússlands við Túngötu. Fréttamaður rakst á unga konu sem stóð þar ein með heimatilbúin mótmælaspjöld á A4 blöðum. Á öðru þeirra stendur „Rússa sprengdu upp Kakhovska stífluna og eru að eyðileggja plánetuna.” Sársaukafullt að hugsa til fjölskyldunnar „Í þetta skipti hef ég staðið hér í eina klukkustund. En ég vona að annað fólk sjái mig og komi til að standa með mér. Kannski ekki í dag en ef til vill á morgun, alla vega vona ég það” segir Yana og brosir. Hún segist hafa verið sjálfboðaliði eftir innrás Rússa og síðar innlimun þeirra á Krímskaga. Þá hafi fáir búist við allsherjar innrás. „Margir vina minna eru hermenn í Donetsk og Lughansk og á öðrum svæðum. Það er svo erfitt að hugsa til þess, það er sársaukafullt að hugsa til þeirra. Einnig til foreldra minna og allra annarra í Úkraínu,” segir Yana. Hún er frá bænum Brovary í Kyiv héraði og er eina barn foreldra sinna. Hún á afmæli á morgun þegar hún verður 28 ára, langt frá fjölskyldu og vinum. „Ég hef bara verið á Íslandi í nokkrar vikur en ég flúði heimalandið aðeins mánuði eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Ég hef verið hér og þar. Fékk starf á skemmtiferðaskipi og ég kem hingað eftir skamma dvöl á Írlandi. Ég heyrði frá vinum mínum að það væri gott að vera hér á Íslandi,” segir Yana. Yana...vísir Heldur í vonina um eðlilegt líf Hún er ekki enn komin með vinnu en vonar að góð enskukunnátta hennar og reynsla í ferðaþjónustu verði til þess að hún fái vinnu. Hún væri heppnari en margir sem treystu sér ekki til annarra landa vegna lítillar tungumálakunnáttu. „Foreldrar mínir vilja ekki yfirgefa heimkynni sín og auðvitað hef ég áhyggjur af þeim. Nú er enginn staður öruggur í Úkraínu. Fólk veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér og það hefur mikil áhrif á fólk,” segir Yana og er nú hálfpartinn farin að gráta. Þegar ég spyr hvort hún bíði og voni að gagnsókn Úkraínu hefjist fljótlega og beri árangur kemst hún við. Það má greina tár á hvarmi þótt andlit hennar sé blautt af rigningunni. „Ég reyni að hugsa ekki mikið um þetta vegna þess að fjölskylda mín er enn á lífi og ég vona bara að ég geti snúið heim til hennar og lifað mínu eðlilega lífi. Fundið fyrir öryggi á ný. Ég er í sambandi við svo marga vini í heimalandinu. Sumir vilja ekki fara og aðrir geta það ekki. Margar vinkvenna minna vilja ekki yfirgefa eiginmenn sína sem berjast gegn Rússum,” segir Yana. „Rússar sprengdu Kakhovka-stífluna og eru að eyðileggja framtíð plánetunnar.“vísir Misjafnt bölið „Mér finnst svo mikilvægt að fólkið heima muni eftir okkur sem höfum farið. Þetta snýst allt um mannlegan kærleika. Ég óska þess að ég gæti farið heim en innrásin breytti öllu í lífi okkar allra,” segir Yana. Þá segir hún að sprenging virkjunarinnar hafi ekki bara áhrif á nánasta umhverfi hennar heldur einnig lífríki hafsins. „Öll mengunin sem flóðbylgjan veldur mun berast með ánni úti í sjó og hafið er nú þegar að deyja vegna mengunar. Það hefur verið augljóst vandamál hjá okkur síðustu fimmtán árin. Þetta snýst ekki bara um Úkraínu heldur heiminn allan. Jörðin er einu heimkynnin sem við eigum öll saman,” segir þessi unga kona sem mótmælir innrásinni ein í rigningunni kvöldið fyrir afmælisdaginn fyrir utan rússnesku ræðisskrifstofuna og vonar að stríðinu ljúki sem fyrst. Á meðan ræða þingmenn hvort óhætt sé að hleypa nokkrum tonnum af frosnum kjúklingi frá Úkraínu inn í landið, eða hvort það muni ganga frá íslenskum alifuglaframleiðendum. Það er misjafnt bölið. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna. 8. júní 2023 19:31 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
Það eru aðeins nokkur hundruð metrar frá alþingisúsinu upp að ræðisskrifstofu Rússlands við Túngötu. Fréttamaður rakst á unga konu sem stóð þar ein með heimatilbúin mótmælaspjöld á A4 blöðum. Á öðru þeirra stendur „Rússa sprengdu upp Kakhovska stífluna og eru að eyðileggja plánetuna.” Sársaukafullt að hugsa til fjölskyldunnar „Í þetta skipti hef ég staðið hér í eina klukkustund. En ég vona að annað fólk sjái mig og komi til að standa með mér. Kannski ekki í dag en ef til vill á morgun, alla vega vona ég það” segir Yana og brosir. Hún segist hafa verið sjálfboðaliði eftir innrás Rússa og síðar innlimun þeirra á Krímskaga. Þá hafi fáir búist við allsherjar innrás. „Margir vina minna eru hermenn í Donetsk og Lughansk og á öðrum svæðum. Það er svo erfitt að hugsa til þess, það er sársaukafullt að hugsa til þeirra. Einnig til foreldra minna og allra annarra í Úkraínu,” segir Yana. Hún er frá bænum Brovary í Kyiv héraði og er eina barn foreldra sinna. Hún á afmæli á morgun þegar hún verður 28 ára, langt frá fjölskyldu og vinum. „Ég hef bara verið á Íslandi í nokkrar vikur en ég flúði heimalandið aðeins mánuði eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Ég hef verið hér og þar. Fékk starf á skemmtiferðaskipi og ég kem hingað eftir skamma dvöl á Írlandi. Ég heyrði frá vinum mínum að það væri gott að vera hér á Íslandi,” segir Yana. Yana...vísir Heldur í vonina um eðlilegt líf Hún er ekki enn komin með vinnu en vonar að góð enskukunnátta hennar og reynsla í ferðaþjónustu verði til þess að hún fái vinnu. Hún væri heppnari en margir sem treystu sér ekki til annarra landa vegna lítillar tungumálakunnáttu. „Foreldrar mínir vilja ekki yfirgefa heimkynni sín og auðvitað hef ég áhyggjur af þeim. Nú er enginn staður öruggur í Úkraínu. Fólk veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér og það hefur mikil áhrif á fólk,” segir Yana og er nú hálfpartinn farin að gráta. Þegar ég spyr hvort hún bíði og voni að gagnsókn Úkraínu hefjist fljótlega og beri árangur kemst hún við. Það má greina tár á hvarmi þótt andlit hennar sé blautt af rigningunni. „Ég reyni að hugsa ekki mikið um þetta vegna þess að fjölskylda mín er enn á lífi og ég vona bara að ég geti snúið heim til hennar og lifað mínu eðlilega lífi. Fundið fyrir öryggi á ný. Ég er í sambandi við svo marga vini í heimalandinu. Sumir vilja ekki fara og aðrir geta það ekki. Margar vinkvenna minna vilja ekki yfirgefa eiginmenn sína sem berjast gegn Rússum,” segir Yana. „Rússar sprengdu Kakhovka-stífluna og eru að eyðileggja framtíð plánetunnar.“vísir Misjafnt bölið „Mér finnst svo mikilvægt að fólkið heima muni eftir okkur sem höfum farið. Þetta snýst allt um mannlegan kærleika. Ég óska þess að ég gæti farið heim en innrásin breytti öllu í lífi okkar allra,” segir Yana. Þá segir hún að sprenging virkjunarinnar hafi ekki bara áhrif á nánasta umhverfi hennar heldur einnig lífríki hafsins. „Öll mengunin sem flóðbylgjan veldur mun berast með ánni úti í sjó og hafið er nú þegar að deyja vegna mengunar. Það hefur verið augljóst vandamál hjá okkur síðustu fimmtán árin. Þetta snýst ekki bara um Úkraínu heldur heiminn allan. Jörðin er einu heimkynnin sem við eigum öll saman,” segir þessi unga kona sem mótmælir innrásinni ein í rigningunni kvöldið fyrir afmælisdaginn fyrir utan rússnesku ræðisskrifstofuna og vonar að stríðinu ljúki sem fyrst. Á meðan ræða þingmenn hvort óhætt sé að hleypa nokkrum tonnum af frosnum kjúklingi frá Úkraínu inn í landið, eða hvort það muni ganga frá íslenskum alifuglaframleiðendum. Það er misjafnt bölið.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna. 8. júní 2023 19:31 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Sjá meira
Lítill minnihluti á Alþingi stöðvar stuðning við tollfrelsi Úkraínu Alþingi er á lokametrunum fyrir sumarleyfi þingmanna og voru fjölmörg frumvörp ýmist afgreidd sem lög eða til lokaumræðu á þinginu í dag. Nokkur tími fór hins vegar einnig í umræður um að Alþingi mun ekki framlengja undanþágu á tollum á innfluttum landbúnaðarafurðum frá Úkraínu á þessu þingi vegna andstöðu nokkurra þingmanna. 8. júní 2023 19:31