Andrea endaði í 35. sæti og Arnar hætti keppni Sindri Sverrisson skrifar 8. júní 2023 14:04 Íslenski hópurinn á HM í utanvegahlaupum í Austurríki FRÍ/Sigurður Pétur Andrea Kolbeinsdóttir náði bestum árangri íslensku keppendanna á heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi, í Austurríki í dag. Hún var um tíma ansi framarlega en endaði í 35. sæti. Andrea sagði í samtali við Vísi fyrir skömmu að draumurinn væri að ná í hóp tuttugu fremstu keppenda á mótinu, og útlitið var gott til að byrja með. Keppendur hlupu 45 kílómetra og var samanlögð hækkun í hlaupinu 3.100 metrar. Eftir níu kílómetra var Andrea í 3. sæti og hún var í 16. sæti þegar farnir höfðu verið 16,5 kílómetrar. Fram að næsta tímatökusvæði dróst Andrea hins vegar niður í 43. sæti, þegar hlaupið var tæplega hálfnað, og hún endaði eins og fyrr segir í 35. sæti á 5:42:14 klukkustundum. Andrea og Arnar Pétursson voru líklegust til afreka af íslensku keppendunum í dag en Arnar hætti keppni eftir 20,5 kílómetra, og var þá í 72. sæti. Á Facebook-síðu mótsins segir að veðuraðstæður hafi verið afar erfiðar á kafla í seinni hluta hlaupsins, og að um 50 manns hafi þurft að hætta keppni af þeim sökum. Þorsteinn fremstur af körlunum Þorsteinn Roy Jóhannsson endaði fremstur íslensku karlanna eða í 73. sæti á 5:18:26 klukkustundum. Jörundur Frímann Jónasson kom svo í mark í 91. sæti á 5:30:41 klukkustundum og Halldór Hermann Jónsson var nálægt honum og endaði í 94. sæti. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir varð í 63. sæti í keppni kvenna á 6:12:19 klukkustundum. Anna Berglind Pálmadóttir varð í 67. sæti og Íris Anna Skúladóttir í 71. sæti. Sigurvegari varð hin franska Clementine Geoffray sem hljóp á 4:53:12 klukkutímum en Norðmaðurinn Stian Hovind Agermund vann keppni karla á 4:19:00 klukkutímum. Á morgun fer fram lengra hlaup, 87 kílómetrar, með samanlagt 6.500 metra hækkun. Þar keppa fjórir Íslendingar, þau Snorri Björnsson, Þorbergur Ingi Jónsson, Halldóra Huld Ingvarsdóttir og Rannveig Oddsdóttir. Hlaup Tengdar fréttir Andrea vann í gifsi og útötuð í blóði: „Fannst þetta svo ógeðslegt“ „Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir. 10. maí 2023 08:30 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Sjá meira
Andrea sagði í samtali við Vísi fyrir skömmu að draumurinn væri að ná í hóp tuttugu fremstu keppenda á mótinu, og útlitið var gott til að byrja með. Keppendur hlupu 45 kílómetra og var samanlögð hækkun í hlaupinu 3.100 metrar. Eftir níu kílómetra var Andrea í 3. sæti og hún var í 16. sæti þegar farnir höfðu verið 16,5 kílómetrar. Fram að næsta tímatökusvæði dróst Andrea hins vegar niður í 43. sæti, þegar hlaupið var tæplega hálfnað, og hún endaði eins og fyrr segir í 35. sæti á 5:42:14 klukkustundum. Andrea og Arnar Pétursson voru líklegust til afreka af íslensku keppendunum í dag en Arnar hætti keppni eftir 20,5 kílómetra, og var þá í 72. sæti. Á Facebook-síðu mótsins segir að veðuraðstæður hafi verið afar erfiðar á kafla í seinni hluta hlaupsins, og að um 50 manns hafi þurft að hætta keppni af þeim sökum. Þorsteinn fremstur af körlunum Þorsteinn Roy Jóhannsson endaði fremstur íslensku karlanna eða í 73. sæti á 5:18:26 klukkustundum. Jörundur Frímann Jónasson kom svo í mark í 91. sæti á 5:30:41 klukkustundum og Halldór Hermann Jónsson var nálægt honum og endaði í 94. sæti. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir varð í 63. sæti í keppni kvenna á 6:12:19 klukkustundum. Anna Berglind Pálmadóttir varð í 67. sæti og Íris Anna Skúladóttir í 71. sæti. Sigurvegari varð hin franska Clementine Geoffray sem hljóp á 4:53:12 klukkutímum en Norðmaðurinn Stian Hovind Agermund vann keppni karla á 4:19:00 klukkutímum. Á morgun fer fram lengra hlaup, 87 kílómetrar, með samanlagt 6.500 metra hækkun. Þar keppa fjórir Íslendingar, þau Snorri Björnsson, Þorbergur Ingi Jónsson, Halldóra Huld Ingvarsdóttir og Rannveig Oddsdóttir.
Hlaup Tengdar fréttir Andrea vann í gifsi og útötuð í blóði: „Fannst þetta svo ógeðslegt“ „Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir. 10. maí 2023 08:30 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Amma, Anníe og hinar eftirminnilegustu stundirnar á ferli Katrínar Tönju Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Dagskráin í dag: Körfubolti og bestu lið Skotlands Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Sjá meira
Andrea vann í gifsi og útötuð í blóði: „Fannst þetta svo ógeðslegt“ „Ég skammaðist mín smá þegar ég kom í mark. Í gifsi og öll úti í blóði. Hvað er að þessari konu, að vera svona mikill hrakfallabálkur?“ segir Andrea Kolbeinsdóttir létt í bragði, eftir að hafa unnið The Puffin Run í Vestmannaeyjum um helgina þrátt fyrir að slasast þegar tveir kílómetrar voru eftir. 10. maí 2023 08:30