Staða öryrkja: „Er í mínus en fæ stuðning frá börnunum mínum“ Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar 8. júní 2023 08:30 Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagram síðunnar Lífið og líðan. Á síðunni höfum við verið með vakningu um allskonar, þá sérstaklega tengt andlegri og líkamlegri líðan - frá ýmsum sjónarhornum. Annars bara lífið almennt, án glansmyndar. Sjálf er ég í endurhæfingu, aðeins 35 ára gömul og það er stór biti að kyngja. Upp á síðkastið hafa verið að koma inn hinar ótrúlegustu umræður innan öryrkja samfélagsins og langar mig að fjalla um það stuttlega hér, ásamt því að deila nokkrum svörum öryrkja um það hver fjárhagsleg staða þeirra er á örorkubótum frá mánuði til mánaðar. Ein umræðan snéri að því að eldri maður væri að safna fyrir viðhaldi á húsinu sínu. Upphæðin væri samtals í kringum 2,5 milljónir og því ekki hægt fyrir hann að fjármagna slíka upphæð á örorkubótum á skömmum tíma. Það er ekki í frásögu færandi nema fyrir það að vegna þess að hann á auka pening, fær hann á móti lægri bætur. Svona mætti lengi telja. Eins mega fjármagnstekjur einstaklinga á örorku ekki vera meiri en 100.000 á ári, þar með talið leigutekjur, nema bætur skerðist. Það er því ekki hægt að segja að almennt sé mikill hvati fyrir öryrkja til þess að legga inn á sparnaðarreikinga né afla sér fjár. Nú þegar verðlagið í samfélaginu fer hækkandi og póstum á facebook fjölgar, þar sem verið er að biðja um fjárhagsaðstoð - þá spyr maður sig að því hvernig staða örykja sé. Ekki má heldur gleyma láglauna fólki, einstæðum foreldrum og þeim sem einhverra hluta vegna rétt ná upp í lágmarkslaun. Spurningin til öryrkja var þessi: Hvað eigi þið eftir af örorkubótunum ykkar út mánuðinn þegar búið er að borga alla reikninga? Hér má sjá hluta af svörunum: Ég átti ekkert eftir núna en oft á ég kannski um 100.000 tops ef ég er heppin. Ekkert. Minna en 50 þúsund. Undir 80.000. Hjá mér er álagningin og endurgreiðsla til TR næstu mánuði.. Sumum okkar tekst að nurla saman á mörgum mánuðum smáræðis upphæðum, t.d. með því að neita sér um allt nema það lífsnauðsynlegasta. Ég legg til hliðar í hverjum mánuði ef ég mögulega get, helst ekki minna en 10 þúsund. Mér finnst ég rík ef ég enda með 50-60 þús í plús og ég er ein í heimili. Allt yfir það eru bara nánast auðævi. Er í sambúð með 2 lítil börn og ég á kannski um 50 þús eftir ef ég er heppin. Eitthvað svipað sem maðurinn minn á eftir en hann er á vinnumarkaði. Búin að vera í mínus í allan vetur, en kannski sérstakar aðstæður núna. Ekkert. Sirka 60 þús en ég er líka að borga reikninga til Síminn Pay og Aur því annars ætti ég ekki neitt inni í íbúðinni minni. Ég bý samt ekki einn svo matur og leiga er 50/50. Þarna á ég líka eftir að borga í mat svo peningurinn sem ég hef til að eyða í lyf eða annað er þá kannski um 20 þús. 40.000 eftir húsnæði og reikninga ef ég væri ein í heimili. Eins gott að maðurinn minn fari ekki frá mér. Ekkert! Sirka 50 þús. Mínus 30.000 þúsund. Er í mínus en fæ stuðning frá börnunum mínum. Þegar ég er búinn borga alla mína reikninga, þá á ég sirka 5-10.000kr eftir af tekjum frá TR og lífeyrissjóð samanlagt. 80.000. 54.000 þennan mánuðinn fyrst að það þurfti að borga skattinum. 70.000 eftir en er með ógreidda reikninga upp á 29.000 ennþá. Ég er 1,6 milljón í mínus. Velti og velti til að kaupa mat og borga reikninga (ekkert áfengi eða tóbak hér). Er ein með 4 börn. Er sem betur fer gift manni sem þénar nóg til að við getum framfleytt fjölskyldunni og leyft okkur smá auka. Ég gæti ekki lifað á bótum ef ég væri einstæð. Þið sem þurfið þess fáið alla mína samúð! Já, það má segja að þetta sé erfitt ástand. Eitthvað þarf að gera. Höfundur er móðir, háskólanemi og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Kristín Auðbjörnsdóttir Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagram síðunnar Lífið og líðan. Á síðunni höfum við verið með vakningu um allskonar, þá sérstaklega tengt andlegri og líkamlegri líðan - frá ýmsum sjónarhornum. Annars bara lífið almennt, án glansmyndar. Sjálf er ég í endurhæfingu, aðeins 35 ára gömul og það er stór biti að kyngja. Upp á síðkastið hafa verið að koma inn hinar ótrúlegustu umræður innan öryrkja samfélagsins og langar mig að fjalla um það stuttlega hér, ásamt því að deila nokkrum svörum öryrkja um það hver fjárhagsleg staða þeirra er á örorkubótum frá mánuði til mánaðar. Ein umræðan snéri að því að eldri maður væri að safna fyrir viðhaldi á húsinu sínu. Upphæðin væri samtals í kringum 2,5 milljónir og því ekki hægt fyrir hann að fjármagna slíka upphæð á örorkubótum á skömmum tíma. Það er ekki í frásögu færandi nema fyrir það að vegna þess að hann á auka pening, fær hann á móti lægri bætur. Svona mætti lengi telja. Eins mega fjármagnstekjur einstaklinga á örorku ekki vera meiri en 100.000 á ári, þar með talið leigutekjur, nema bætur skerðist. Það er því ekki hægt að segja að almennt sé mikill hvati fyrir öryrkja til þess að legga inn á sparnaðarreikinga né afla sér fjár. Nú þegar verðlagið í samfélaginu fer hækkandi og póstum á facebook fjölgar, þar sem verið er að biðja um fjárhagsaðstoð - þá spyr maður sig að því hvernig staða örykja sé. Ekki má heldur gleyma láglauna fólki, einstæðum foreldrum og þeim sem einhverra hluta vegna rétt ná upp í lágmarkslaun. Spurningin til öryrkja var þessi: Hvað eigi þið eftir af örorkubótunum ykkar út mánuðinn þegar búið er að borga alla reikninga? Hér má sjá hluta af svörunum: Ég átti ekkert eftir núna en oft á ég kannski um 100.000 tops ef ég er heppin. Ekkert. Minna en 50 þúsund. Undir 80.000. Hjá mér er álagningin og endurgreiðsla til TR næstu mánuði.. Sumum okkar tekst að nurla saman á mörgum mánuðum smáræðis upphæðum, t.d. með því að neita sér um allt nema það lífsnauðsynlegasta. Ég legg til hliðar í hverjum mánuði ef ég mögulega get, helst ekki minna en 10 þúsund. Mér finnst ég rík ef ég enda með 50-60 þús í plús og ég er ein í heimili. Allt yfir það eru bara nánast auðævi. Er í sambúð með 2 lítil börn og ég á kannski um 50 þús eftir ef ég er heppin. Eitthvað svipað sem maðurinn minn á eftir en hann er á vinnumarkaði. Búin að vera í mínus í allan vetur, en kannski sérstakar aðstæður núna. Ekkert. Sirka 60 þús en ég er líka að borga reikninga til Síminn Pay og Aur því annars ætti ég ekki neitt inni í íbúðinni minni. Ég bý samt ekki einn svo matur og leiga er 50/50. Þarna á ég líka eftir að borga í mat svo peningurinn sem ég hef til að eyða í lyf eða annað er þá kannski um 20 þús. 40.000 eftir húsnæði og reikninga ef ég væri ein í heimili. Eins gott að maðurinn minn fari ekki frá mér. Ekkert! Sirka 50 þús. Mínus 30.000 þúsund. Er í mínus en fæ stuðning frá börnunum mínum. Þegar ég er búinn borga alla mína reikninga, þá á ég sirka 5-10.000kr eftir af tekjum frá TR og lífeyrissjóð samanlagt. 80.000. 54.000 þennan mánuðinn fyrst að það þurfti að borga skattinum. 70.000 eftir en er með ógreidda reikninga upp á 29.000 ennþá. Ég er 1,6 milljón í mínus. Velti og velti til að kaupa mat og borga reikninga (ekkert áfengi eða tóbak hér). Er ein með 4 börn. Er sem betur fer gift manni sem þénar nóg til að við getum framfleytt fjölskyldunni og leyft okkur smá auka. Ég gæti ekki lifað á bótum ef ég væri einstæð. Þið sem þurfið þess fáið alla mína samúð! Já, það má segja að þetta sé erfitt ástand. Eitthvað þarf að gera. Höfundur er móðir, háskólanemi og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun