Staða öryrkja: „Er í mínus en fæ stuðning frá börnunum mínum“ Kristín Auðbjörnsdóttir skrifar 8. júní 2023 08:30 Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagram síðunnar Lífið og líðan. Á síðunni höfum við verið með vakningu um allskonar, þá sérstaklega tengt andlegri og líkamlegri líðan - frá ýmsum sjónarhornum. Annars bara lífið almennt, án glansmyndar. Sjálf er ég í endurhæfingu, aðeins 35 ára gömul og það er stór biti að kyngja. Upp á síðkastið hafa verið að koma inn hinar ótrúlegustu umræður innan öryrkja samfélagsins og langar mig að fjalla um það stuttlega hér, ásamt því að deila nokkrum svörum öryrkja um það hver fjárhagsleg staða þeirra er á örorkubótum frá mánuði til mánaðar. Ein umræðan snéri að því að eldri maður væri að safna fyrir viðhaldi á húsinu sínu. Upphæðin væri samtals í kringum 2,5 milljónir og því ekki hægt fyrir hann að fjármagna slíka upphæð á örorkubótum á skömmum tíma. Það er ekki í frásögu færandi nema fyrir það að vegna þess að hann á auka pening, fær hann á móti lægri bætur. Svona mætti lengi telja. Eins mega fjármagnstekjur einstaklinga á örorku ekki vera meiri en 100.000 á ári, þar með talið leigutekjur, nema bætur skerðist. Það er því ekki hægt að segja að almennt sé mikill hvati fyrir öryrkja til þess að legga inn á sparnaðarreikinga né afla sér fjár. Nú þegar verðlagið í samfélaginu fer hækkandi og póstum á facebook fjölgar, þar sem verið er að biðja um fjárhagsaðstoð - þá spyr maður sig að því hvernig staða örykja sé. Ekki má heldur gleyma láglauna fólki, einstæðum foreldrum og þeim sem einhverra hluta vegna rétt ná upp í lágmarkslaun. Spurningin til öryrkja var þessi: Hvað eigi þið eftir af örorkubótunum ykkar út mánuðinn þegar búið er að borga alla reikninga? Hér má sjá hluta af svörunum: Ég átti ekkert eftir núna en oft á ég kannski um 100.000 tops ef ég er heppin. Ekkert. Minna en 50 þúsund. Undir 80.000. Hjá mér er álagningin og endurgreiðsla til TR næstu mánuði.. Sumum okkar tekst að nurla saman á mörgum mánuðum smáræðis upphæðum, t.d. með því að neita sér um allt nema það lífsnauðsynlegasta. Ég legg til hliðar í hverjum mánuði ef ég mögulega get, helst ekki minna en 10 þúsund. Mér finnst ég rík ef ég enda með 50-60 þús í plús og ég er ein í heimili. Allt yfir það eru bara nánast auðævi. Er í sambúð með 2 lítil börn og ég á kannski um 50 þús eftir ef ég er heppin. Eitthvað svipað sem maðurinn minn á eftir en hann er á vinnumarkaði. Búin að vera í mínus í allan vetur, en kannski sérstakar aðstæður núna. Ekkert. Sirka 60 þús en ég er líka að borga reikninga til Síminn Pay og Aur því annars ætti ég ekki neitt inni í íbúðinni minni. Ég bý samt ekki einn svo matur og leiga er 50/50. Þarna á ég líka eftir að borga í mat svo peningurinn sem ég hef til að eyða í lyf eða annað er þá kannski um 20 þús. 40.000 eftir húsnæði og reikninga ef ég væri ein í heimili. Eins gott að maðurinn minn fari ekki frá mér. Ekkert! Sirka 50 þús. Mínus 30.000 þúsund. Er í mínus en fæ stuðning frá börnunum mínum. Þegar ég er búinn borga alla mína reikninga, þá á ég sirka 5-10.000kr eftir af tekjum frá TR og lífeyrissjóð samanlagt. 80.000. 54.000 þennan mánuðinn fyrst að það þurfti að borga skattinum. 70.000 eftir en er með ógreidda reikninga upp á 29.000 ennþá. Ég er 1,6 milljón í mínus. Velti og velti til að kaupa mat og borga reikninga (ekkert áfengi eða tóbak hér). Er ein með 4 börn. Er sem betur fer gift manni sem þénar nóg til að við getum framfleytt fjölskyldunni og leyft okkur smá auka. Ég gæti ekki lifað á bótum ef ég væri einstæð. Þið sem þurfið þess fáið alla mína samúð! Já, það má segja að þetta sé erfitt ástand. Eitthvað þarf að gera. Höfundur er móðir, háskólanemi og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Kristín Auðbjörnsdóttir Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég heiti Kristín og er stofnandi Instagram síðunnar Lífið og líðan. Á síðunni höfum við verið með vakningu um allskonar, þá sérstaklega tengt andlegri og líkamlegri líðan - frá ýmsum sjónarhornum. Annars bara lífið almennt, án glansmyndar. Sjálf er ég í endurhæfingu, aðeins 35 ára gömul og það er stór biti að kyngja. Upp á síðkastið hafa verið að koma inn hinar ótrúlegustu umræður innan öryrkja samfélagsins og langar mig að fjalla um það stuttlega hér, ásamt því að deila nokkrum svörum öryrkja um það hver fjárhagsleg staða þeirra er á örorkubótum frá mánuði til mánaðar. Ein umræðan snéri að því að eldri maður væri að safna fyrir viðhaldi á húsinu sínu. Upphæðin væri samtals í kringum 2,5 milljónir og því ekki hægt fyrir hann að fjármagna slíka upphæð á örorkubótum á skömmum tíma. Það er ekki í frásögu færandi nema fyrir það að vegna þess að hann á auka pening, fær hann á móti lægri bætur. Svona mætti lengi telja. Eins mega fjármagnstekjur einstaklinga á örorku ekki vera meiri en 100.000 á ári, þar með talið leigutekjur, nema bætur skerðist. Það er því ekki hægt að segja að almennt sé mikill hvati fyrir öryrkja til þess að legga inn á sparnaðarreikinga né afla sér fjár. Nú þegar verðlagið í samfélaginu fer hækkandi og póstum á facebook fjölgar, þar sem verið er að biðja um fjárhagsaðstoð - þá spyr maður sig að því hvernig staða örykja sé. Ekki má heldur gleyma láglauna fólki, einstæðum foreldrum og þeim sem einhverra hluta vegna rétt ná upp í lágmarkslaun. Spurningin til öryrkja var þessi: Hvað eigi þið eftir af örorkubótunum ykkar út mánuðinn þegar búið er að borga alla reikninga? Hér má sjá hluta af svörunum: Ég átti ekkert eftir núna en oft á ég kannski um 100.000 tops ef ég er heppin. Ekkert. Minna en 50 þúsund. Undir 80.000. Hjá mér er álagningin og endurgreiðsla til TR næstu mánuði.. Sumum okkar tekst að nurla saman á mörgum mánuðum smáræðis upphæðum, t.d. með því að neita sér um allt nema það lífsnauðsynlegasta. Ég legg til hliðar í hverjum mánuði ef ég mögulega get, helst ekki minna en 10 þúsund. Mér finnst ég rík ef ég enda með 50-60 þús í plús og ég er ein í heimili. Allt yfir það eru bara nánast auðævi. Er í sambúð með 2 lítil börn og ég á kannski um 50 þús eftir ef ég er heppin. Eitthvað svipað sem maðurinn minn á eftir en hann er á vinnumarkaði. Búin að vera í mínus í allan vetur, en kannski sérstakar aðstæður núna. Ekkert. Sirka 60 þús en ég er líka að borga reikninga til Síminn Pay og Aur því annars ætti ég ekki neitt inni í íbúðinni minni. Ég bý samt ekki einn svo matur og leiga er 50/50. Þarna á ég líka eftir að borga í mat svo peningurinn sem ég hef til að eyða í lyf eða annað er þá kannski um 20 þús. 40.000 eftir húsnæði og reikninga ef ég væri ein í heimili. Eins gott að maðurinn minn fari ekki frá mér. Ekkert! Sirka 50 þús. Mínus 30.000 þúsund. Er í mínus en fæ stuðning frá börnunum mínum. Þegar ég er búinn borga alla mína reikninga, þá á ég sirka 5-10.000kr eftir af tekjum frá TR og lífeyrissjóð samanlagt. 80.000. 54.000 þennan mánuðinn fyrst að það þurfti að borga skattinum. 70.000 eftir en er með ógreidda reikninga upp á 29.000 ennþá. Ég er 1,6 milljón í mínus. Velti og velti til að kaupa mat og borga reikninga (ekkert áfengi eða tóbak hér). Er ein með 4 börn. Er sem betur fer gift manni sem þénar nóg til að við getum framfleytt fjölskyldunni og leyft okkur smá auka. Ég gæti ekki lifað á bótum ef ég væri einstæð. Þið sem þurfið þess fáið alla mína samúð! Já, það má segja að þetta sé erfitt ástand. Eitthvað þarf að gera. Höfundur er móðir, háskólanemi og stofnandi Instagramsíðunnar Lífið og líðan.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun