Ala upp hrafnsunga sem elskar kattamat Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júní 2023 21:04 Sölvi Snær Jökulsson, sem er umsjónarmaður Storms á heimili sínu í Tjarnabyggðinni í Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er mikil hamingja á heimili í Árborg eftir að fjölskyldan bjargaði hrafnsunga eftir að laupurinn, sem hann var í fauk úr tré í miklu roki. Unginn hefur það gott innan um hænurnar á heimilinu en stefnt er að því að sleppa honum um leið og hann verður fleygur. Unginn var í laup grenitré á Selfossi ásamt systkinum sínum þegar mikið hvassviðri gekk yfir í lok maí, sem varð til þess að hann fauk niður úr trénu og ungarnir, sem voru í honum drápust allir nema einn, sem hefur fengið nafnið Stormur og dvelur hann nú í góðu yfirlæti hjá fjölskyldu í Tjarnarbyggð í Árborg. „Við vorum bara í göngutúr og við ætluðum bara að kíkja á laupinn, sem við vorum búin að sjá í nokkra daga en svo fundum við laupinn allan í rúst á miðri götu og hann var einn eftir þar. Stormur var mjög veikur eftir það og vissi ekkert hvar mamma hans og pabbi voru eða neitt,“ segir Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára bjargvættur Storms. En hvað varð um alla hina ungana? „Þeir duttu úr laupnum þegar hann datt fyrst og þeir dóu. Svo voru einhverjir, sem settu þá undir tré en þá kom köttur og át þá. Stormur er algjör lukkuungi að hafa lifað þetta af“, segir Jón Heiðar stoltur. Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára Selfyssingur og bjargvættur Storms.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stormur fær ýmislegt gott að borða hjá nýju fjölskyldu sinni, meðal annars egg en uppáhaldið hans er kattamatur. Og er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, jú, sérstaklega fyrir krakkana en við erum með hann í Laup á sama svæði og hænurnar okkar. Vonandi náum við að sleppa honum einhvern tímann um mitt sumar. Við þurfum fyrst að þjálfa hann í að finna sér eitthvað að éta og fljúga og svona,“ segir Sölvi Snær. Stormur er í laup á nýja heimilinu sínu í Árborg og unir sér þar vel innan um hænurnar, sem búa á sama svæði og hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira
Unginn var í laup grenitré á Selfossi ásamt systkinum sínum þegar mikið hvassviðri gekk yfir í lok maí, sem varð til þess að hann fauk niður úr trénu og ungarnir, sem voru í honum drápust allir nema einn, sem hefur fengið nafnið Stormur og dvelur hann nú í góðu yfirlæti hjá fjölskyldu í Tjarnarbyggð í Árborg. „Við vorum bara í göngutúr og við ætluðum bara að kíkja á laupinn, sem við vorum búin að sjá í nokkra daga en svo fundum við laupinn allan í rúst á miðri götu og hann var einn eftir þar. Stormur var mjög veikur eftir það og vissi ekkert hvar mamma hans og pabbi voru eða neitt,“ segir Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára bjargvættur Storms. En hvað varð um alla hina ungana? „Þeir duttu úr laupnum þegar hann datt fyrst og þeir dóu. Svo voru einhverjir, sem settu þá undir tré en þá kom köttur og át þá. Stormur er algjör lukkuungi að hafa lifað þetta af“, segir Jón Heiðar stoltur. Jón Heiðar Grétarsson, 10 ára Selfyssingur og bjargvættur Storms.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stormur fær ýmislegt gott að borða hjá nýju fjölskyldu sinni, meðal annars egg en uppáhaldið hans er kattamatur. Og er þetta ekki bara skemmtilegt? „Jú, jú, sérstaklega fyrir krakkana en við erum með hann í Laup á sama svæði og hænurnar okkar. Vonandi náum við að sleppa honum einhvern tímann um mitt sumar. Við þurfum fyrst að þjálfa hann í að finna sér eitthvað að éta og fljúga og svona,“ segir Sölvi Snær. Stormur er í laup á nýja heimilinu sínu í Árborg og unir sér þar vel innan um hænurnar, sem búa á sama svæði og hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fuglar Dýr Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Sjá meira