„Þú verður að vera djörf og það er ekki í boði að upplifa loddaralíðan“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. júní 2023 07:01 Förðunarfræðingurinn Auður Jónsdóttir ræddi við blaðamann um listina og lífið í Los Angeles. Vísir/Vilhelm „Ástríða mín fyrir fólki hefur alltaf verið miklu stærri en fyrir vinnunni endilega sem slíkri. Það er svo mikilvægt að láta manneskjunni líða eins vel og henni getur liðið í stólnum hjá manni,“ segir förðunarfræðingurinn Auður Jónsdóttir, sem hefur verið búsett í Los Angeles síðastliðið sjö og hálft ár og unnið þar að fjölbreyttum og spennandi verkefnum. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá hennar lífi. Blaðagrein sem breytti lífinu Auður segist alla tíð hafa verið skapandi en hafði þó engan sérstakan áhuga á förðun á sínum yngri árum. „Ég fór til Los Angeles fyrir tíu árum síðan og þá kynntist ég förðun. Ég hafði aldrei verið að farða sjálfa mig eða neinn annan og í raun ekki pælt neitt í förðun. Svo rakst ég á einhverja grein um rauða dregilinn og stjörnurnar og þar kom í ljós að förðunarfræðingar fengu í alvöru að ferðast með þeim um allan heim og gera alls konar skemmtilegt með þeim.“ Auður segist hafa fengið einhvers konar uppljómun við þetta. „Ég fór að hugsa ætli ég þurfi kannski ekki að fara í háskóla, ætli mamma mín verði samt sátt við það sem ég vel mér í lífinu?“ Auður eyddi á þessum tíma sjö mánuðum í LA, kom svo heim og skráði sig í kjölfarið í förðunarnám á Íslandi. „Eftir námið fannst mér ég ekki alveg tilbúin til þess að fara að vinna við þetta. Mér fannst ég hafa fengið grunn og ég fattaði að ég hefði gaman að þessu en var ekki tilbúin að segja ég er förðunarfræðingur og er til í stór verkefni.“ Áhuginn á förðun kviknaði ekki hjá Auði fyrr en hún fór til Los Angeles fyrir áratugi síðan.Vísir/Vilhelm Í svuntu með eiturefnagrímu og þakin latexi Auður ákvað því að sækja um í áframhaldandi förðunarnám í LA í skólanum MakeUp Designory. „Ég fór þangað árið 2016 og þetta var sex mánaða nám sem fór yfir mikla fjölbreytni í förðun. Þar lærði ég allt frá fegurðarförðun (e. beauty) yfir í tæknibrellu förðun (e. special effects). Skólinn var meira að segja með sérstaka tilraunastofu (e. lab) þar sem við gátum verið að gera karaktera eins og í bíómyndum. Ég hélt mjög lengi að tæknibrellu förðunin væri það sem mig langaði til að gera. Þangað til mér bauðst vinna við það eftir að ég útskrifaðist. Þá fékk ég tækifæri til að vera í hlutastarfi á tilraunastofu, sem var í vöruhúsi í úthverfinu Van Nuys og ég var bara með tveimur miðaldra eldri mönnum sem voru búnir að vera að gera þetta ótrúlega lengi. Þetta voru indælustu menn í heimi sem kenndu mér ótrúlega margt en ég var bara í svuntu með eiturefnagrímu, þakin latexi og eftir sex mánuði þá áttaði ég mig á því að þetta væri ekki beint það sem ég ætlaði að gera hérna,“ segir Auður hlæjandi. „Ég saknaði þess að gera bara fína varaliti, augnhár og tala við fólk. Ekki vera ein í verksmiðju þar sem var kalt á veturna og ógeðslega heitt á sumrin með heyrnartól í eyrunum.“ Auður á mikið af skemmtilegum sögum frá lífinu í Los Angeles.Vísir/Vilhelm Góð ráð frá mömmu Auður byrjaði þó strax í náminu að taka að sér ýmis verkefni sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur og hélt áfram með þau samhliða vinnunni á tilraunastofunni. Hún segist fljótt hafa áttað sig á því að það væri mikilvægt að búa að því að hafa unnið að fjölbreyttum verkefnum. „Í fyrsta hádegismatnum í náminu hringdi ég í mömmu og sagði bara þetta er ekki að fara að ganga. Það er bara allt of mikið af fólki hérna, það eru allir að gera það sama og það er bara ekki séns mamma. Hún svaraði þá: „Afhverju eru allir hinir í náminu líka ef þeir þurfa ekki á því að halda? Ef þau eru ekki bara á sömu blaðsíðu og þú og á sama byrjunarreit og þú?“ Þá kikkaði eitthvað inn hjá mér, sem var líka keppnisskapið, en ég hugsaði að þegar ég útskrifaðist úr náminu ætlaði ég að vera með eitthvað meira en allir aðrir. Þannig að ég fór bara að vinna. Allt sem bauðst sagði ég já við, jafnvel þó að ég vissi ekkert hvað ég væri að gera. Það hjálpaði mér ótrúlega mikið og frá því að ég hætti í verksmiðjunni hef ég verið sjálfstætt starfandi, af fullum krafti.“ Auður hefur unnið sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur síðastliðin ár.Octavio Estrada Auður segist ómetanlega þakklát fyrir mömmu sína og pabba, sem hafa stutt hana og hvatt hana áfram í gegnum ferlið. „Ég held að ég hafi mjög lengi misskilið mömmu. Þegar að ég kláraði menntaskóla var hún alltaf að spyrja mig hvort mig langaði ekki að fara að læra eitthvað og í hausnum á mér hélt ég að það þýddi háskóli. Ég varð oft pirruð yfir þessari spurningu því ég vissi ekki svarið við henni. Það fór í taugarnar á mér að vita ekki svarið við henni, þannig að þetta var líka mitt eigið óöryggi sem byggðist upp á milli okkar.“ Þegar Auður tilkynnti foreldrum sínum að hún ætlaði í förðunarnámið komu viðbrögð þeirra henni í opna skjöldu. „Þá allt í einu kom svakalegur stuðningur frá mömmu og pabba, sem kom mér á óvart því ég hélt að þau myndu vilja að ég færi í háskólann. Ég held að mamma hafi alltaf frekar verið að meina sama hvað þú velur að gera gerðu það vel og lærðu, svo það sé enginn sem getur tekið það af þér. Þú ert þá með menntunina, sama hver hún er. Fyrir mig persónulega fékk ég aðeins aukið sjálfstraust við það að vera með þessa förðunarmenntun.“ Auður segist hana fengið aukið sjálfstraust við að ljúka förðunarmenntun. Hér er hún með litríka förðun eftir sjálfa sig.Instagram @audurs Eftir að Auður lauk förðunarnáminu hvatti móðir hennar hana til að fara aftur út og hamra járnið meðan það er heitt. „Alveg síðan að ég fór út hafa foreldrar mínir aldrei spurt mig hvort ég vilji ekki bara koma heim. Þau hafa alveg verið hreinskilin þegar ég er að kvarta en eru aldrei að efast um það sem ég er að gera. Ég er mjög þakklát fyrir það og pabbi og mamma hafa hjálpað mér mjög mikið.“ Tækifærin endalaus í Los Angeles Auður segir að það hafi aldrei verið stefnan að fara frá Íslandi. „Það var aldrei draumurinn að losna héðan og það var ekki ást við fyrstu sýn þegar ég fór til LA. Það var þó auðveldara að aðlagast þegar að ég var í náminu því að þá er maður í prógrammi allan tímann. Svo þegar maður byrjar að vinna og lifa lífinu vandast málin. Þegar maður þarf til dæmis að komast að því hvar sé best að finna tannlækni og fara með bílinn sinn í skoðun þá er eins og raunveruleikinn setjist aðeins inn. Það var virkilega mikil áskorun að vera svona langt í burtu frá öllum og ég þurfti reglulega að minna mig á það afhverju ég var þarna. En það eru líka bara tækifæri hér sem ég hef fengið síðan ég byrjaði að farða sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru einu sinni til.“ Auði líður vel í Los Angeles og segist hafa fengið þar tækifæri sem henni hefði aldrei getað dottið til hugar.Aðsend Vegalendirnar eru gríðarlega langar í LA og segir Auður að það hafi tekið tíma að venjast því og læra inn á það. „Ég er uppalin í smáíbúðahverfinu og gat alltaf labbað til vinkvenna mína. Ég man þegar mér fannst langt að keyra upp í Mosó,“ segir Auður hlæjandi og bætir við: „Nú keyri ég í vinnuna og það er klukkutíma keyrsla í umferð. Þá setur maður bara góða tónlist á og aðlagast.“ Glöð að hafa ekki verið yngri Auður segir almennt gott að vera úti og ekki skemmi góða veðrið fyrir, þar sem hún getur langoftast notið sín í stuttbuxum og sumarklæðnaði. „Þetta er risa stór borg og það er svo margt að sjá og upplifa. Það er auðvelt að tapa sér í borginni og ég er mjög fegin að ég var orðin aðeins eldri þegar ég fer út, ég vissi nákvæmlega hvað ég var að koma til að gera og þá varð ég ekki eins afvegaleidd. Ég get ímyndað mér að þetta hefði verið allt annað ef ég hefði til dæmis verið 21 árs. Fólk segir líka að borgin geti verið einmannaleg því það er erfitt að skjótast eitthvert. Tækifærin eru þó endalaus held ég. Það er vissulega eitthvað til í því að vera á réttum stað á réttum tíma en fyrir mig persónulega skiptir svo miklu máli að kýla á hlutina þegar maður veit hvað maður vill og hvert maður vill stefna. Þú þarft að vera ótrúlega djörf og það er ekki í boði að upplifa loddaralíðan (e. imposter syndrome).“ Hún segir að þetta hafi reynst henni erfitt í byrjun ferilsins. „Mér fannst svolítið erfitt að minna á mig og heyra í fólki og mér leið á vissan hátt eins og ég væri að vera pirrandi ef ég gerði það. Þetta er þó bara svo fjölmenn borg og það eru allir á fullu, maður hittir milljón manns því það er alltaf nýtt teymi sem kemur að verkefnunum. Þannig að það er ekkert skrýtið að þegar fólk er spurt hvort það viti um förðunarfræðing þá muni það bara eftir síðasta einstaklingnum sem það vann með.“ Auður hefur þurft að læra að vera djörf og óhrædd við að minna á sig í starfinu.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að koma eins fram við alla Hún segir ótakmarkaðar leiðir í boði við að koma sér á framfæri úti. „Bara það að sitja til dæmis á kaffihúsi. Það er svo mikið af fólki sem manni hefði aldrei geta dottið í hug að maður sæti við hliðina á eða væri að spjalla við. Þú veist aldrei hvern þú hittir og fólk getur stöðugt komið manni á óvart. Ég ákvað snemma að koma eins fram við alla í samskiptum. Maður veit aldrei hvar fólk verður eftir nokkur ár, óháð því hvað það er að gera núna. Það er líka bara góð lífsregla. Svo er mikilvægt að næra þau sambönd sem maður er nú þegar kominn með og viðhalda þeim. Þessi klisja að leggja hart að sér er líka alltaf mikilvæg. Þú getur verið hæfileikaríkasti einstaklingurinn í þínu fagi en ef þú ert ekki almennileg eða ef það er ekki gaman að vera í kringum þig þá getur það skilað þér litlu. Ég held líka með aldrinum sérstaklega að þetta verði mikilvægara, þá langar mann bara að vera í kringum fólk sem manni líður vel með.“ Auður segir mikilvægt að koma eins fram við alla en samskipti eru lykilatriði hjá henni.Vísir/Vilhelm Farðar fjölskyldumeðlimi Elon Musk Auður hefur tekið að sér fjölbreytt verkefni úti og eitt af því er að hafa reglulega farðað bæði systur og móður Elon Musk. „Það var svo krúttlegt þegar að ég var að segja pabba frá því einhvern tíma. Hann var að tala um Teslur og ég var nýlega búin að farða þær. Svo fórum við að tala um að bíllinn minn væri alveg að gefa upp öndina og þá spyr hann í mikilli einlægni hvort ég væri ekki bara að pæla í því að fá mér Teslu. Eins og ég væri bara á fjölskylduafslætti þar,“ segir Auður og hlær. „Tesla er ekki alveg í budget-inu. Ég var meira að horfa á Mözdu eða eitthvað í þeim dúr.“ Tosca Musk og Maye Musk, systir og móðir Elon Musk, með förðun eftir Auði.Jon Kopaloff/Getty Images Mikilvægt að vera afslappaður í kringum stórstjörnurnar Auður hefur unnið með ýmsum Hollywood stjörnum og má þar nefna leik- og söngkonuna Suki Waterhouse, sem fer meðal annars með hlutverk í sjónvarpsseríunni Daisy Jones & The Six. Fyrir Auði er mjög mikilvægt að vera alltaf afslöppuð á setti og að fólkinu í stólnum hjá henni líði vel. Suki Waterhouse fyrir Ladygun Magazine með förðun eftir Auði.Sophie Hart „Fyrir nokkrum vikum var ég á setti fyrir Amazon hlaðvarp og ég þurfti bara að vera á hliðarlínunni. Það voru tveir gestir og annar þeirra var rapparinn The Game. Ég hef tileinkað mér að vera mjög prófessional á allan hátt og það er svo mikilvægt að geta höndlað svona aðstæður án þess að verða vandræðalegur. Það er örugglega svo erfitt að vera frægur, ég get ekki ímyndað mér það. Mér finnst ómetanlegt að lifa prívat lífi. Svo var ég að spjalla við vin minn sem var að spyrja hvað ég væri að gera þennan daginn. Ég segi honum að ég væri að fara að farða The Game eftir korter og hann var í sjokki. Á meðan að ég var ekkert búin að staldra við og pæla eitthvað í því. En það skiptir bara svo miklu máli að fólki líði vel í stólnum hjá manni og upplifi ekki að maður sé eitthvað stjörnustjarfur (e. starstruck). Það skiptir máli að það finni að það geti treyst manni og að maður hafi góð áhrif en ýti ekki undir neitt slæmt, ef það er til dæmis að eiga slæman dag eða er eitthvað meðvitað um sig. Það er svo margt sem skiptir máli og samskipti eru svo ótrúlega stór hluti af starfinu. Eins og ég segi, þú getur verið best í þínu starfi en ef þú ert léleg í samskiptum þá geta hæfileikarnir bara ekki skipt máli.“ Fyrirsætan Bedy D fyrir tískutímaritið WWD með förðun eftir Auði.Sophie Hart Stórkostleg augnablik Auður segir erfitt að velja eitt verkefni sem standi upp úr hingað til. „Eitt skipti fékk ég að koma heim til Ísland fyrir Icelandic Glacial og það var svona augnablik þar sem ég fattaði hvað vinnan mín er landamæralaus. Að fá tækifæri til að ferðast og vinna í íslenskri náttúru með íslenskum fyrirsætum var magnað. Það var svona augnablik snemma í ferlinu þar sem ég fattaði þetta er í boði fyrir mig alveg eins og þetta er í boði fyrir aðra. Svo einhvern tíma rétt eftir Covid byrjaði verkefni sem mér þykir rosalega vænt um. Það var allt búið að vera svolítið fram og til baka í faraldrinum en þarna fóru hlutirnir aðeins að koma til baka, sem var mjög kærkomið. Á þessum tíma hafði verið svolítið erfitt fyrir mig bæði að finna og þora að segja upphátt hvað það var sem mig langaði í alvöru að gera. Að segja að mig langaði að farða tónlistarfólk fyrir rauða dregilinn til dæmis.“ Auður að störfum.Andrew Salama Hún segir að geti stöðugt komið á óvart hversu mikið af frægu fólki sé til sem er að gera fjölbreytta og áhugaverða hluti. „Heimurinn er svo stór og maður veit oft ekki neitt hver einhver er sem er svo kannski með milljónir fylgjenda. Ég fór að vinna með tónlistarmanninum Adekunle Gold sem kallar sig AG Baby og er Afrobeats tónlistarmaður frá Nígeríu. Hann er yndislegur, það er frábært að vinna með honum og ég varð svo tilfinningarík í einum tökum með honum. Þetta var svona augnablik þar sem ég fann svo sterkt að þetta væri nákvæmlega það sem mig langaði að gera. Þar sem allt sem ég elska, förðun, tíska, tónlist og fleira sem ég lifi fyrir, kom saman í eitt. Þetta var það sem mig dreymdi um, að fá að vinna með einhverjum listamanni og fylgja honum. Þannig að ég hef unnið mikið með honum þegar hann er í LA, ég farðaði hann til dæmis fyrir Gucci sýningu um daginn. Það er svolítið fyndið, ég ætlaði aldrei að farða stráka og hélt að það væri bara agalega leiðinlegt. Svo datt ég bara inn í þetta. Það er svo oft þannig að maður þarf að éta orðin sín og maður endar í verkefnum sem maður hélt að væru alls ekki fyrir sig, sem enda á að vera bara ótrúlega gefandi og skemmtileg.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband frá AG BABY: „Tveimur vikum seinna var ég á leiðinni til Japan“ Auður hefur lent í ýmsum ævintýrum í starfinu og rifjar upp mjög áhugaverð skilaboð sem hún fékk í nóvember í fyrra. „Ég sat uppi í rúmi að drekka kaffið mitt, sem er svona uppáhalds tími dagsins hjá mér, þegar ég fæ skilaboð frá númeri sem ég hafði ekki vistað í símann hjá mér og vissi ekkert hver væri. Þar stóð: Góðan daginn, vinkona mín er að fara til Japan eftir tvær vikur og vantar förðunarfræðing, viltu fara með henni? Og ég sat þarna uppi í rúmi og þetta var svona augnablik þar sem ég hugsaði er þetta ekki of gott til að vera satt? Ég reyndi að leita uppi númerið í tölvupóstinum hjá mér, fann ekkert og ákvað að svara að ég væri laus og hefði áhuga á að vita meira. Svo bara tveimur vikum seinna var ég á leiðinni til Japan með ókunnugri skvísu að farða hana fyrir kínverskt Youtube áramóta prógramm,“ segir hún brosandi. Auður í Japan eftir að hafa verið bókuð í mjög óvænta vinnuferð þangað. Aðsend „Lífið hefur verið mikið ævintýri en á sama tíma alls konar með háum hæðum og lágum lægðum. Þetta hefur ekki verið auðvelt og það hafa komið upp margar stundir þar sem ég hef þurft að hughreysta sjálfa mig og minna mig á að þetta líði hjá, hvort sem það hefur verið heimþrá eða eitthvað annað.“ Sambandsslit og sjálfsskoðun Auður segir mikilvægt að halda sér stöðugt á tánum og vera vel vakandi fyrir tækifærunum inn á öllum miðlum. „Ég var næstum því búin að missa af Íslands verkefni einu sinni því ég fékk fyrirspurnina bara í gegnum Instagram.“ Auður fór í gegnum mikla sjálfsskoðun í kjölfar sambandsslita og segir það hafa verið lærdómsríkasta ferli lífs hennar hingað til.William Mathieu Þá segir hún einnig nauðsynlegt að vera vel undirbúin fyrir neitun. „Maður fær oft nei en það er mikilvægt að vera vel brynjaður fyrir því og minna sig á að það er ekki persónulegt. Það getur gerst að maður er búinn að fá svona næstum staðfesta bókun og svo velja þau að gera eitthvað annað eða fara aðra leið. Það er auðvitað um að gera að líta í spegil og hugsa get ég gert eitthvað betur á einhverju sviði? En ef svarið er nei við því og þú ert að gera allt sem þú getur gert þá þarftu bara að læra að taka þessu og ekki taka því inn á þig.“ Það var þó mikil áskorun fyrir Auði í byrjun. „Svo fór ég í gegnum sambandsslit fyrir einu og hálfu ári síðan eftir fjögurra ára samband. Ég tók nokkra daga þar sem ég sat bara með sjálfri mér. Þarna var ég orðin 33 ára og ég fór í gegnum það hvað mig langaði að gera í þessu lífi. Það hafði ótrúlega uppbyggileg áhrif á mig að fara í gegnum þessa sjálfsskoðun og breytti viðbrögðum mínum. Það er svo margt í lífinu sem við ráðum alls ekki við og það var ótrúlega mikil frelsi að átta mig á því.“ Fyrirsætan Vivica með förðun eftir Auði.Sophie Hart Hún segist áður fyrr alltaf vilja hafa algera stjórn á hlutunum og vildi vita nákvæmlega hvernig þeir myndu fara. „Ég vildi alltaf vita endinn á bíómyndunum í stað þess að horfa á þær, ég vildi frekar google-a bara hvernig myndin endaði. Vinkonur mínar skildu ekkert í mér,“ segir hún hlæjandi. „Síðasta rúma ár hefur verið ótrúlega mikið vaxtarferli fyrir mig og það hefur kennt mér að sleppa tökunum. Það hefur verið besti lærdómurinn, ég get gert ákveðið mikið og svo lengi sem ég er almennt og oftast að gera það þá get ég verið sátt.“ Auður elskar að vinna með fólki og segir einstaklinginn í förðunarstólnum alltaf vera mikilvægasta hluta vinnunnar.Emily Sandifer Samskiptin skemmtilegust Aðspurð hvað henni finnist skemmtilegast við förðunina svarar Auður: „Ég er algjört vörunörd og ég elska þetta listform. Ég hef ótrúlega gaman að því að leika mér með áferð og liti, ég hef endalausan áhuga á þessu og mér finnst svo mikilvægt að tileinka mér það að vera aldrei búin að læra. Ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt og bæta við mig þekkingu, skoða myndbönd, nýjar vörur og þróun. Svo þurfum við sem förðunarfræðingar oft að græja hár líka. Það var til dæmis annað sem ég ætlaði mér aldrei að gera en endaði svo á að gera það. Fólk hélt stöðugt áfram að ráða mig svo ég get ekki verið það slæm,“ segir Auður brosandi og bætir við: „Það sem hefur þó alltaf verið næst hjartanu mínu er einstaklingurinn sem situr í stólnum mínum. Ég held að við séum líka öll vön því að sjá alls konar flott til dæmis á samfélagsmiðlum og það er alltof auðvelt að ætla að fara að bera sig saman við eitthvað annað, sem er líka ótrúlega oft lagað til og unnið eftir á og í raun ekki satt, það gefur ekki raunsæja mynd. Hjartað mitt gagnvart fólki hefur bara alltaf verið miklu stærra en gagnvart vinnunni endilega sem slíkri. Það fer auðvitað eftir verkefnum hvað þú hefur mikinn tíma en það er samt mikilvægt að láta manneskjunni líða eins vel og henni getur liðið í stólnum hjá manni. Þú ert oft fyrsta andlitið sem manneskjan sér yfir daginn og þetta er svo ótrúlega persónuleg vinna. Þú gætir bókstaflega ekki verið nær manneskjunni þar sem þú ert alveg í andlitinu á henni. Ég hef oft verið bara jæja nú ætla ég að fjarlægja þessa stíru úr augnkróknum á þér,“ segir Auður kímin. Auður segir förðunarvinnuna einstaklega persónulega, þar sem förðunarfræðingurinn gæti varla verið nær andliti kúnnans. Hér er hún að störfum. Aðsend Ómetanlegt að geta haft áhrif á sjálfstraustið Auður segist alltaf reyna að gefa sér tíma til að passa upp á að manneskjunni líði vel. „Ég vil að hún standi upp úr stólnum og líði eins og hún sé besta útgáfan af sér yfir daginn. Ef ég get einhvern veginn hjálpað til við það þá er það alveg það besta, þótt það sé klisja.“ Hún rifjar í kjölfarið upp eftirminnilega og fallega stund sem hún átti með kúnna fyrir nokkrum árum. „Ég man að einu sinni kom kona til mín í stólinn og hún var með ótrúlega fallegt svona liðað yfir í krullað hár sem hún vissi ekki hvernig hún gæti unnið með. Hún vildi bara slétta það fyrir tökur sem hún var að fara í en um var að ræða einlægt og náið handrit af hennar sögu. Ég bað hana að íhuga að halda krullunum og spurði af hverju hún vildi ekki hafa þær. Þá kom í ljós að hún hafði verið í kaþólskum skóla og nunnurnar vildu alltaf að hún væri með hárið alveg aftur og að hún ætti að fela það. Ég bað hana að leyfa mér að prófa eitt og ef hún myndi hata það þá myndum við bara slétta það. Ég lagaði krullurnar aðeins til, gerði þær náttúrulegar og fallegar og hjálpaði því sem hún var nú þegar með. Og hún fór að gráta þegar við vorum búnar. Þetta var svo fallegt móment. Það er svo auðvelt að bara gera eitthvað eftir fastri formúlu við þann sem sest í stólinn en hitt er svo verðmætt. Ég fékk svo skilaboð frá henni löngu síðar þar sem hún var enn að fagna náttúrulega hárinu sínu. Það eru svona móment sem eru miklu stærri en eitthvað verkefni. Ég trúi því líka að verkefnin komi svo bara til manns ef þau eiga að koma. Það er mikil frelsistilfinning í því líka, að geta ekki stýrt öllu.“ Suki á lokakvöldi tónleikaferðalags síns fyrr á árinu, að sjálfsögðu með förðun eftir Auði. Auður segir mikla frelsistilfinningu fólgna í því að trúa á að verkefnin komi og leggja upp úr góðum samskiptum.Dannah Hún segir að með tilkomu samfélagsmiðla og hraðans sem er í gangi í samfélaginu finnist henni kærkomið að fá að hafa uppbyggileg áhrif. „Það er ómetanlegt að fá að setja smá sólarljós inn hjá fólki og gefa því smá knús fyrir hjartað.“ Mikilvægt að vita að þetta sé hægt Auður býr sannarlega að mikilli reynslu og heldur ótrauð áfram að láta drauminn rætast í sólríku Los Angeles. „Þetta byrjaði allt saman á því að ég las bara eitthvað viðtal við stjörnu förðunarfræðing og það kveikti á þvílíkum innblæstri. Það var líka svo mikilvægt að vita að þetta sé til og þetta sé hægt. Ég hafði ekki hugmynd. Alla mína ævi hélt ég að það væri bara þessi „hefðbundna“ leið í boði. Þess þá heldur er svo mikilvægt að staldra við á ákveðnum mómentum og ég þarf að minna mig reglulega á að ég er að lifa hluta af einhverju sem var draumur hjá mér áður fyrr,“ segir þessi lífsglaði förðunarfræðingur að lokum. Auður reynir að passa upp á að vera dugleg að staldra við og minna sig á að hún sé að upplifa drauminn sinn, að minnsta kosti að einhverju leyti.Vísir/Vilhelm Hér má fylgjast með Auði Jónsdóttur á Instagram. Hár og förðun Tíska og hönnun Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Sjá meira
Blaðagrein sem breytti lífinu Auður segist alla tíð hafa verið skapandi en hafði þó engan sérstakan áhuga á förðun á sínum yngri árum. „Ég fór til Los Angeles fyrir tíu árum síðan og þá kynntist ég förðun. Ég hafði aldrei verið að farða sjálfa mig eða neinn annan og í raun ekki pælt neitt í förðun. Svo rakst ég á einhverja grein um rauða dregilinn og stjörnurnar og þar kom í ljós að förðunarfræðingar fengu í alvöru að ferðast með þeim um allan heim og gera alls konar skemmtilegt með þeim.“ Auður segist hafa fengið einhvers konar uppljómun við þetta. „Ég fór að hugsa ætli ég þurfi kannski ekki að fara í háskóla, ætli mamma mín verði samt sátt við það sem ég vel mér í lífinu?“ Auður eyddi á þessum tíma sjö mánuðum í LA, kom svo heim og skráði sig í kjölfarið í förðunarnám á Íslandi. „Eftir námið fannst mér ég ekki alveg tilbúin til þess að fara að vinna við þetta. Mér fannst ég hafa fengið grunn og ég fattaði að ég hefði gaman að þessu en var ekki tilbúin að segja ég er förðunarfræðingur og er til í stór verkefni.“ Áhuginn á förðun kviknaði ekki hjá Auði fyrr en hún fór til Los Angeles fyrir áratugi síðan.Vísir/Vilhelm Í svuntu með eiturefnagrímu og þakin latexi Auður ákvað því að sækja um í áframhaldandi förðunarnám í LA í skólanum MakeUp Designory. „Ég fór þangað árið 2016 og þetta var sex mánaða nám sem fór yfir mikla fjölbreytni í förðun. Þar lærði ég allt frá fegurðarförðun (e. beauty) yfir í tæknibrellu förðun (e. special effects). Skólinn var meira að segja með sérstaka tilraunastofu (e. lab) þar sem við gátum verið að gera karaktera eins og í bíómyndum. Ég hélt mjög lengi að tæknibrellu förðunin væri það sem mig langaði til að gera. Þangað til mér bauðst vinna við það eftir að ég útskrifaðist. Þá fékk ég tækifæri til að vera í hlutastarfi á tilraunastofu, sem var í vöruhúsi í úthverfinu Van Nuys og ég var bara með tveimur miðaldra eldri mönnum sem voru búnir að vera að gera þetta ótrúlega lengi. Þetta voru indælustu menn í heimi sem kenndu mér ótrúlega margt en ég var bara í svuntu með eiturefnagrímu, þakin latexi og eftir sex mánuði þá áttaði ég mig á því að þetta væri ekki beint það sem ég ætlaði að gera hérna,“ segir Auður hlæjandi. „Ég saknaði þess að gera bara fína varaliti, augnhár og tala við fólk. Ekki vera ein í verksmiðju þar sem var kalt á veturna og ógeðslega heitt á sumrin með heyrnartól í eyrunum.“ Auður á mikið af skemmtilegum sögum frá lífinu í Los Angeles.Vísir/Vilhelm Góð ráð frá mömmu Auður byrjaði þó strax í náminu að taka að sér ýmis verkefni sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur og hélt áfram með þau samhliða vinnunni á tilraunastofunni. Hún segist fljótt hafa áttað sig á því að það væri mikilvægt að búa að því að hafa unnið að fjölbreyttum verkefnum. „Í fyrsta hádegismatnum í náminu hringdi ég í mömmu og sagði bara þetta er ekki að fara að ganga. Það er bara allt of mikið af fólki hérna, það eru allir að gera það sama og það er bara ekki séns mamma. Hún svaraði þá: „Afhverju eru allir hinir í náminu líka ef þeir þurfa ekki á því að halda? Ef þau eru ekki bara á sömu blaðsíðu og þú og á sama byrjunarreit og þú?“ Þá kikkaði eitthvað inn hjá mér, sem var líka keppnisskapið, en ég hugsaði að þegar ég útskrifaðist úr náminu ætlaði ég að vera með eitthvað meira en allir aðrir. Þannig að ég fór bara að vinna. Allt sem bauðst sagði ég já við, jafnvel þó að ég vissi ekkert hvað ég væri að gera. Það hjálpaði mér ótrúlega mikið og frá því að ég hætti í verksmiðjunni hef ég verið sjálfstætt starfandi, af fullum krafti.“ Auður hefur unnið sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur síðastliðin ár.Octavio Estrada Auður segist ómetanlega þakklát fyrir mömmu sína og pabba, sem hafa stutt hana og hvatt hana áfram í gegnum ferlið. „Ég held að ég hafi mjög lengi misskilið mömmu. Þegar að ég kláraði menntaskóla var hún alltaf að spyrja mig hvort mig langaði ekki að fara að læra eitthvað og í hausnum á mér hélt ég að það þýddi háskóli. Ég varð oft pirruð yfir þessari spurningu því ég vissi ekki svarið við henni. Það fór í taugarnar á mér að vita ekki svarið við henni, þannig að þetta var líka mitt eigið óöryggi sem byggðist upp á milli okkar.“ Þegar Auður tilkynnti foreldrum sínum að hún ætlaði í förðunarnámið komu viðbrögð þeirra henni í opna skjöldu. „Þá allt í einu kom svakalegur stuðningur frá mömmu og pabba, sem kom mér á óvart því ég hélt að þau myndu vilja að ég færi í háskólann. Ég held að mamma hafi alltaf frekar verið að meina sama hvað þú velur að gera gerðu það vel og lærðu, svo það sé enginn sem getur tekið það af þér. Þú ert þá með menntunina, sama hver hún er. Fyrir mig persónulega fékk ég aðeins aukið sjálfstraust við það að vera með þessa förðunarmenntun.“ Auður segist hana fengið aukið sjálfstraust við að ljúka förðunarmenntun. Hér er hún með litríka förðun eftir sjálfa sig.Instagram @audurs Eftir að Auður lauk förðunarnáminu hvatti móðir hennar hana til að fara aftur út og hamra járnið meðan það er heitt. „Alveg síðan að ég fór út hafa foreldrar mínir aldrei spurt mig hvort ég vilji ekki bara koma heim. Þau hafa alveg verið hreinskilin þegar ég er að kvarta en eru aldrei að efast um það sem ég er að gera. Ég er mjög þakklát fyrir það og pabbi og mamma hafa hjálpað mér mjög mikið.“ Tækifærin endalaus í Los Angeles Auður segir að það hafi aldrei verið stefnan að fara frá Íslandi. „Það var aldrei draumurinn að losna héðan og það var ekki ást við fyrstu sýn þegar ég fór til LA. Það var þó auðveldara að aðlagast þegar að ég var í náminu því að þá er maður í prógrammi allan tímann. Svo þegar maður byrjar að vinna og lifa lífinu vandast málin. Þegar maður þarf til dæmis að komast að því hvar sé best að finna tannlækni og fara með bílinn sinn í skoðun þá er eins og raunveruleikinn setjist aðeins inn. Það var virkilega mikil áskorun að vera svona langt í burtu frá öllum og ég þurfti reglulega að minna mig á það afhverju ég var þarna. En það eru líka bara tækifæri hér sem ég hef fengið síðan ég byrjaði að farða sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru einu sinni til.“ Auði líður vel í Los Angeles og segist hafa fengið þar tækifæri sem henni hefði aldrei getað dottið til hugar.Aðsend Vegalendirnar eru gríðarlega langar í LA og segir Auður að það hafi tekið tíma að venjast því og læra inn á það. „Ég er uppalin í smáíbúðahverfinu og gat alltaf labbað til vinkvenna mína. Ég man þegar mér fannst langt að keyra upp í Mosó,“ segir Auður hlæjandi og bætir við: „Nú keyri ég í vinnuna og það er klukkutíma keyrsla í umferð. Þá setur maður bara góða tónlist á og aðlagast.“ Glöð að hafa ekki verið yngri Auður segir almennt gott að vera úti og ekki skemmi góða veðrið fyrir, þar sem hún getur langoftast notið sín í stuttbuxum og sumarklæðnaði. „Þetta er risa stór borg og það er svo margt að sjá og upplifa. Það er auðvelt að tapa sér í borginni og ég er mjög fegin að ég var orðin aðeins eldri þegar ég fer út, ég vissi nákvæmlega hvað ég var að koma til að gera og þá varð ég ekki eins afvegaleidd. Ég get ímyndað mér að þetta hefði verið allt annað ef ég hefði til dæmis verið 21 árs. Fólk segir líka að borgin geti verið einmannaleg því það er erfitt að skjótast eitthvert. Tækifærin eru þó endalaus held ég. Það er vissulega eitthvað til í því að vera á réttum stað á réttum tíma en fyrir mig persónulega skiptir svo miklu máli að kýla á hlutina þegar maður veit hvað maður vill og hvert maður vill stefna. Þú þarft að vera ótrúlega djörf og það er ekki í boði að upplifa loddaralíðan (e. imposter syndrome).“ Hún segir að þetta hafi reynst henni erfitt í byrjun ferilsins. „Mér fannst svolítið erfitt að minna á mig og heyra í fólki og mér leið á vissan hátt eins og ég væri að vera pirrandi ef ég gerði það. Þetta er þó bara svo fjölmenn borg og það eru allir á fullu, maður hittir milljón manns því það er alltaf nýtt teymi sem kemur að verkefnunum. Þannig að það er ekkert skrýtið að þegar fólk er spurt hvort það viti um förðunarfræðing þá muni það bara eftir síðasta einstaklingnum sem það vann með.“ Auður hefur þurft að læra að vera djörf og óhrædd við að minna á sig í starfinu.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að koma eins fram við alla Hún segir ótakmarkaðar leiðir í boði við að koma sér á framfæri úti. „Bara það að sitja til dæmis á kaffihúsi. Það er svo mikið af fólki sem manni hefði aldrei geta dottið í hug að maður sæti við hliðina á eða væri að spjalla við. Þú veist aldrei hvern þú hittir og fólk getur stöðugt komið manni á óvart. Ég ákvað snemma að koma eins fram við alla í samskiptum. Maður veit aldrei hvar fólk verður eftir nokkur ár, óháð því hvað það er að gera núna. Það er líka bara góð lífsregla. Svo er mikilvægt að næra þau sambönd sem maður er nú þegar kominn með og viðhalda þeim. Þessi klisja að leggja hart að sér er líka alltaf mikilvæg. Þú getur verið hæfileikaríkasti einstaklingurinn í þínu fagi en ef þú ert ekki almennileg eða ef það er ekki gaman að vera í kringum þig þá getur það skilað þér litlu. Ég held líka með aldrinum sérstaklega að þetta verði mikilvægara, þá langar mann bara að vera í kringum fólk sem manni líður vel með.“ Auður segir mikilvægt að koma eins fram við alla en samskipti eru lykilatriði hjá henni.Vísir/Vilhelm Farðar fjölskyldumeðlimi Elon Musk Auður hefur tekið að sér fjölbreytt verkefni úti og eitt af því er að hafa reglulega farðað bæði systur og móður Elon Musk. „Það var svo krúttlegt þegar að ég var að segja pabba frá því einhvern tíma. Hann var að tala um Teslur og ég var nýlega búin að farða þær. Svo fórum við að tala um að bíllinn minn væri alveg að gefa upp öndina og þá spyr hann í mikilli einlægni hvort ég væri ekki bara að pæla í því að fá mér Teslu. Eins og ég væri bara á fjölskylduafslætti þar,“ segir Auður og hlær. „Tesla er ekki alveg í budget-inu. Ég var meira að horfa á Mözdu eða eitthvað í þeim dúr.“ Tosca Musk og Maye Musk, systir og móðir Elon Musk, með förðun eftir Auði.Jon Kopaloff/Getty Images Mikilvægt að vera afslappaður í kringum stórstjörnurnar Auður hefur unnið með ýmsum Hollywood stjörnum og má þar nefna leik- og söngkonuna Suki Waterhouse, sem fer meðal annars með hlutverk í sjónvarpsseríunni Daisy Jones & The Six. Fyrir Auði er mjög mikilvægt að vera alltaf afslöppuð á setti og að fólkinu í stólnum hjá henni líði vel. Suki Waterhouse fyrir Ladygun Magazine með förðun eftir Auði.Sophie Hart „Fyrir nokkrum vikum var ég á setti fyrir Amazon hlaðvarp og ég þurfti bara að vera á hliðarlínunni. Það voru tveir gestir og annar þeirra var rapparinn The Game. Ég hef tileinkað mér að vera mjög prófessional á allan hátt og það er svo mikilvægt að geta höndlað svona aðstæður án þess að verða vandræðalegur. Það er örugglega svo erfitt að vera frægur, ég get ekki ímyndað mér það. Mér finnst ómetanlegt að lifa prívat lífi. Svo var ég að spjalla við vin minn sem var að spyrja hvað ég væri að gera þennan daginn. Ég segi honum að ég væri að fara að farða The Game eftir korter og hann var í sjokki. Á meðan að ég var ekkert búin að staldra við og pæla eitthvað í því. En það skiptir bara svo miklu máli að fólki líði vel í stólnum hjá manni og upplifi ekki að maður sé eitthvað stjörnustjarfur (e. starstruck). Það skiptir máli að það finni að það geti treyst manni og að maður hafi góð áhrif en ýti ekki undir neitt slæmt, ef það er til dæmis að eiga slæman dag eða er eitthvað meðvitað um sig. Það er svo margt sem skiptir máli og samskipti eru svo ótrúlega stór hluti af starfinu. Eins og ég segi, þú getur verið best í þínu starfi en ef þú ert léleg í samskiptum þá geta hæfileikarnir bara ekki skipt máli.“ Fyrirsætan Bedy D fyrir tískutímaritið WWD með förðun eftir Auði.Sophie Hart Stórkostleg augnablik Auður segir erfitt að velja eitt verkefni sem standi upp úr hingað til. „Eitt skipti fékk ég að koma heim til Ísland fyrir Icelandic Glacial og það var svona augnablik þar sem ég fattaði hvað vinnan mín er landamæralaus. Að fá tækifæri til að ferðast og vinna í íslenskri náttúru með íslenskum fyrirsætum var magnað. Það var svona augnablik snemma í ferlinu þar sem ég fattaði þetta er í boði fyrir mig alveg eins og þetta er í boði fyrir aðra. Svo einhvern tíma rétt eftir Covid byrjaði verkefni sem mér þykir rosalega vænt um. Það var allt búið að vera svolítið fram og til baka í faraldrinum en þarna fóru hlutirnir aðeins að koma til baka, sem var mjög kærkomið. Á þessum tíma hafði verið svolítið erfitt fyrir mig bæði að finna og þora að segja upphátt hvað það var sem mig langaði í alvöru að gera. Að segja að mig langaði að farða tónlistarfólk fyrir rauða dregilinn til dæmis.“ Auður að störfum.Andrew Salama Hún segir að geti stöðugt komið á óvart hversu mikið af frægu fólki sé til sem er að gera fjölbreytta og áhugaverða hluti. „Heimurinn er svo stór og maður veit oft ekki neitt hver einhver er sem er svo kannski með milljónir fylgjenda. Ég fór að vinna með tónlistarmanninum Adekunle Gold sem kallar sig AG Baby og er Afrobeats tónlistarmaður frá Nígeríu. Hann er yndislegur, það er frábært að vinna með honum og ég varð svo tilfinningarík í einum tökum með honum. Þetta var svona augnablik þar sem ég fann svo sterkt að þetta væri nákvæmlega það sem mig langaði að gera. Þar sem allt sem ég elska, förðun, tíska, tónlist og fleira sem ég lifi fyrir, kom saman í eitt. Þetta var það sem mig dreymdi um, að fá að vinna með einhverjum listamanni og fylgja honum. Þannig að ég hef unnið mikið með honum þegar hann er í LA, ég farðaði hann til dæmis fyrir Gucci sýningu um daginn. Það er svolítið fyndið, ég ætlaði aldrei að farða stráka og hélt að það væri bara agalega leiðinlegt. Svo datt ég bara inn í þetta. Það er svo oft þannig að maður þarf að éta orðin sín og maður endar í verkefnum sem maður hélt að væru alls ekki fyrir sig, sem enda á að vera bara ótrúlega gefandi og skemmtileg.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá tónlistarmyndband frá AG BABY: „Tveimur vikum seinna var ég á leiðinni til Japan“ Auður hefur lent í ýmsum ævintýrum í starfinu og rifjar upp mjög áhugaverð skilaboð sem hún fékk í nóvember í fyrra. „Ég sat uppi í rúmi að drekka kaffið mitt, sem er svona uppáhalds tími dagsins hjá mér, þegar ég fæ skilaboð frá númeri sem ég hafði ekki vistað í símann hjá mér og vissi ekkert hver væri. Þar stóð: Góðan daginn, vinkona mín er að fara til Japan eftir tvær vikur og vantar förðunarfræðing, viltu fara með henni? Og ég sat þarna uppi í rúmi og þetta var svona augnablik þar sem ég hugsaði er þetta ekki of gott til að vera satt? Ég reyndi að leita uppi númerið í tölvupóstinum hjá mér, fann ekkert og ákvað að svara að ég væri laus og hefði áhuga á að vita meira. Svo bara tveimur vikum seinna var ég á leiðinni til Japan með ókunnugri skvísu að farða hana fyrir kínverskt Youtube áramóta prógramm,“ segir hún brosandi. Auður í Japan eftir að hafa verið bókuð í mjög óvænta vinnuferð þangað. Aðsend „Lífið hefur verið mikið ævintýri en á sama tíma alls konar með háum hæðum og lágum lægðum. Þetta hefur ekki verið auðvelt og það hafa komið upp margar stundir þar sem ég hef þurft að hughreysta sjálfa mig og minna mig á að þetta líði hjá, hvort sem það hefur verið heimþrá eða eitthvað annað.“ Sambandsslit og sjálfsskoðun Auður segir mikilvægt að halda sér stöðugt á tánum og vera vel vakandi fyrir tækifærunum inn á öllum miðlum. „Ég var næstum því búin að missa af Íslands verkefni einu sinni því ég fékk fyrirspurnina bara í gegnum Instagram.“ Auður fór í gegnum mikla sjálfsskoðun í kjölfar sambandsslita og segir það hafa verið lærdómsríkasta ferli lífs hennar hingað til.William Mathieu Þá segir hún einnig nauðsynlegt að vera vel undirbúin fyrir neitun. „Maður fær oft nei en það er mikilvægt að vera vel brynjaður fyrir því og minna sig á að það er ekki persónulegt. Það getur gerst að maður er búinn að fá svona næstum staðfesta bókun og svo velja þau að gera eitthvað annað eða fara aðra leið. Það er auðvitað um að gera að líta í spegil og hugsa get ég gert eitthvað betur á einhverju sviði? En ef svarið er nei við því og þú ert að gera allt sem þú getur gert þá þarftu bara að læra að taka þessu og ekki taka því inn á þig.“ Það var þó mikil áskorun fyrir Auði í byrjun. „Svo fór ég í gegnum sambandsslit fyrir einu og hálfu ári síðan eftir fjögurra ára samband. Ég tók nokkra daga þar sem ég sat bara með sjálfri mér. Þarna var ég orðin 33 ára og ég fór í gegnum það hvað mig langaði að gera í þessu lífi. Það hafði ótrúlega uppbyggileg áhrif á mig að fara í gegnum þessa sjálfsskoðun og breytti viðbrögðum mínum. Það er svo margt í lífinu sem við ráðum alls ekki við og það var ótrúlega mikil frelsi að átta mig á því.“ Fyrirsætan Vivica með förðun eftir Auði.Sophie Hart Hún segist áður fyrr alltaf vilja hafa algera stjórn á hlutunum og vildi vita nákvæmlega hvernig þeir myndu fara. „Ég vildi alltaf vita endinn á bíómyndunum í stað þess að horfa á þær, ég vildi frekar google-a bara hvernig myndin endaði. Vinkonur mínar skildu ekkert í mér,“ segir hún hlæjandi. „Síðasta rúma ár hefur verið ótrúlega mikið vaxtarferli fyrir mig og það hefur kennt mér að sleppa tökunum. Það hefur verið besti lærdómurinn, ég get gert ákveðið mikið og svo lengi sem ég er almennt og oftast að gera það þá get ég verið sátt.“ Auður elskar að vinna með fólki og segir einstaklinginn í förðunarstólnum alltaf vera mikilvægasta hluta vinnunnar.Emily Sandifer Samskiptin skemmtilegust Aðspurð hvað henni finnist skemmtilegast við förðunina svarar Auður: „Ég er algjört vörunörd og ég elska þetta listform. Ég hef ótrúlega gaman að því að leika mér með áferð og liti, ég hef endalausan áhuga á þessu og mér finnst svo mikilvægt að tileinka mér það að vera aldrei búin að læra. Ég er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt og bæta við mig þekkingu, skoða myndbönd, nýjar vörur og þróun. Svo þurfum við sem förðunarfræðingar oft að græja hár líka. Það var til dæmis annað sem ég ætlaði mér aldrei að gera en endaði svo á að gera það. Fólk hélt stöðugt áfram að ráða mig svo ég get ekki verið það slæm,“ segir Auður brosandi og bætir við: „Það sem hefur þó alltaf verið næst hjartanu mínu er einstaklingurinn sem situr í stólnum mínum. Ég held að við séum líka öll vön því að sjá alls konar flott til dæmis á samfélagsmiðlum og það er alltof auðvelt að ætla að fara að bera sig saman við eitthvað annað, sem er líka ótrúlega oft lagað til og unnið eftir á og í raun ekki satt, það gefur ekki raunsæja mynd. Hjartað mitt gagnvart fólki hefur bara alltaf verið miklu stærra en gagnvart vinnunni endilega sem slíkri. Það fer auðvitað eftir verkefnum hvað þú hefur mikinn tíma en það er samt mikilvægt að láta manneskjunni líða eins vel og henni getur liðið í stólnum hjá manni. Þú ert oft fyrsta andlitið sem manneskjan sér yfir daginn og þetta er svo ótrúlega persónuleg vinna. Þú gætir bókstaflega ekki verið nær manneskjunni þar sem þú ert alveg í andlitinu á henni. Ég hef oft verið bara jæja nú ætla ég að fjarlægja þessa stíru úr augnkróknum á þér,“ segir Auður kímin. Auður segir förðunarvinnuna einstaklega persónulega, þar sem förðunarfræðingurinn gæti varla verið nær andliti kúnnans. Hér er hún að störfum. Aðsend Ómetanlegt að geta haft áhrif á sjálfstraustið Auður segist alltaf reyna að gefa sér tíma til að passa upp á að manneskjunni líði vel. „Ég vil að hún standi upp úr stólnum og líði eins og hún sé besta útgáfan af sér yfir daginn. Ef ég get einhvern veginn hjálpað til við það þá er það alveg það besta, þótt það sé klisja.“ Hún rifjar í kjölfarið upp eftirminnilega og fallega stund sem hún átti með kúnna fyrir nokkrum árum. „Ég man að einu sinni kom kona til mín í stólinn og hún var með ótrúlega fallegt svona liðað yfir í krullað hár sem hún vissi ekki hvernig hún gæti unnið með. Hún vildi bara slétta það fyrir tökur sem hún var að fara í en um var að ræða einlægt og náið handrit af hennar sögu. Ég bað hana að íhuga að halda krullunum og spurði af hverju hún vildi ekki hafa þær. Þá kom í ljós að hún hafði verið í kaþólskum skóla og nunnurnar vildu alltaf að hún væri með hárið alveg aftur og að hún ætti að fela það. Ég bað hana að leyfa mér að prófa eitt og ef hún myndi hata það þá myndum við bara slétta það. Ég lagaði krullurnar aðeins til, gerði þær náttúrulegar og fallegar og hjálpaði því sem hún var nú þegar með. Og hún fór að gráta þegar við vorum búnar. Þetta var svo fallegt móment. Það er svo auðvelt að bara gera eitthvað eftir fastri formúlu við þann sem sest í stólinn en hitt er svo verðmætt. Ég fékk svo skilaboð frá henni löngu síðar þar sem hún var enn að fagna náttúrulega hárinu sínu. Það eru svona móment sem eru miklu stærri en eitthvað verkefni. Ég trúi því líka að verkefnin komi svo bara til manns ef þau eiga að koma. Það er mikil frelsistilfinning í því líka, að geta ekki stýrt öllu.“ Suki á lokakvöldi tónleikaferðalags síns fyrr á árinu, að sjálfsögðu með förðun eftir Auði. Auður segir mikla frelsistilfinningu fólgna í því að trúa á að verkefnin komi og leggja upp úr góðum samskiptum.Dannah Hún segir að með tilkomu samfélagsmiðla og hraðans sem er í gangi í samfélaginu finnist henni kærkomið að fá að hafa uppbyggileg áhrif. „Það er ómetanlegt að fá að setja smá sólarljós inn hjá fólki og gefa því smá knús fyrir hjartað.“ Mikilvægt að vita að þetta sé hægt Auður býr sannarlega að mikilli reynslu og heldur ótrauð áfram að láta drauminn rætast í sólríku Los Angeles. „Þetta byrjaði allt saman á því að ég las bara eitthvað viðtal við stjörnu förðunarfræðing og það kveikti á þvílíkum innblæstri. Það var líka svo mikilvægt að vita að þetta sé til og þetta sé hægt. Ég hafði ekki hugmynd. Alla mína ævi hélt ég að það væri bara þessi „hefðbundna“ leið í boði. Þess þá heldur er svo mikilvægt að staldra við á ákveðnum mómentum og ég þarf að minna mig reglulega á að ég er að lifa hluta af einhverju sem var draumur hjá mér áður fyrr,“ segir þessi lífsglaði förðunarfræðingur að lokum. Auður reynir að passa upp á að vera dugleg að staldra við og minna sig á að hún sé að upplifa drauminn sinn, að minnsta kosti að einhverju leyti.Vísir/Vilhelm Hér má fylgjast með Auði Jónsdóttur á Instagram.
Hár og förðun Tíska og hönnun Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Sjá meira