Grænasta sveitarfélagið skammað af ráðherra Pawel Bartoszek skrifar 5. júní 2023 18:30 „Staðan er þó þröng fyrir íbúa sem vilja njóta grænna svæða í borginni“, sagði Guðlaugur Þór, umhverfisráðherra í umræðu í þinginu. Síðan bætti hann við aðgengi okkar Íslendinga að grænum svæðum væri ekki gott samanborið við önnur OECD ríki. Einungis 3,5% þéttbýlis hérlendis væri skilgreint sem grænt svæði! Í framhaldinu hefur ráðherrann málað nokkuð svarta mynd af stöðu grænna svæða í Reykjavík og tengt hana þéttingum byggðar meðal annars í Skerjafirði. Samflokksmenn Guðlaugs í Sjálfstæðisflokknum hafa svo endurtekið þennan málflutning í ræðum og riti. Grænu borgarsvæðin flest í Reykjavík En hvaðan kemur þessi tala: 3,5%? Gögnin koma úr kortagrunni evrópsku umhverfisstofnunarinnar (EEA). Það sem hér er rætt um eru svokölluð „Green Urban Areas“ sem eru almenningsgarðar, kirkjugarðar og önnur græn borgarsvæði. Þessi svæði sjást á eftirfarandi mynd: Græn borgarsvæði (e. Green Urban Areas) skv. skilgreiningu OECD. Það er fínasta mál að nota gögn frá alþjóðlegum gagnaveitum máli sínu til stuðnings. En þegar horft er á þessa mynd má spyrja ýmissa spurninga um málflutning umhverfisráðherra, sem hann byggir á þessum gögnum. Í fyrsta lagi má sjá að langflest grænu borgarsvæðin á höfuðborgarsvæðinu eru í Reykjavík. Umhverfisráðherra kýs hins vegar að gera samasem-merki milli tölunnar 3,5%, sem er tekin út frá höfuðborgarsvæðinu öllu, segir að hún sé lág, yfirfærir hana yfir á Reykjavík og notar til að gagnrýna borgina, eina sveitarfélaga. Það er engan veginn maklegt. Enda ætti ráðherrann þá að skjóta enn fastar á önnur sveitarfélög í nágrenninu sem virðast samkvæmt kortagrunninum vera með mun færri græn borgarsvæði innan sinna þéttbýlismarka. Þröng skilgreining grænna svæða Í öðru lagi, eins og myndin sýnir eru ýmis svæði ekki talin með sem allra jafna teljast vera græn svæði í almennri umræðu. Fossvogsdalurinn virðist til dæmis ekki teljast með, ekki heldur stór hluti Elliðaárdalsins, Grafarvogurinn og raunar strandlengjan öll. Skerjafjörðurinn sem umhverfisráðherra tekur sjálfur sem dæmi um grænt svæði er þannig ekki grænt borgarsvæði skv. skilgreiningunni. Sama gildir um fjölmörg svæði í nágrannasveitarfélögum. Þessi svæði öll eru ýmist flokkuð sem gróin svæði, tún eða skóglendi. Þau eru ekki talin með sem græn borgarsvæði en í almennri umræðu myndi almenningur án nokkurs vafa telja þau til grænna svæða. Sé þeim bætt við er myndin af höfuðborgarsvæðinu öllu grænni. Síðan má raunar líka velta því upp hvort flokkunin í suður-hluta höfuðborgarsvæðis sé alls staðar nógu nákvæm, en það er önnur saga. Öll græn svæði (garðar, skógar, tún og gróið land) skv. skilgreiningu OECD. Rétt er að taka fram að stór hluti svæðanna á neðri myndinni liggur ekki í þéttbýli og er ekki tekinn með í meðaltalið. Heiðmörk og Græni trefillinn, sem ráðherrann tók dæmi um græn svæði í þinginu, eru þannig flokkuð sem skógur (ekki græn borgarsvæði) og liggja þess utan utan þéttbýlis. Góð umræða - en ósanngjarn málflutningur Umræðan um græn borgarsvæði er engu að síður auðvitað góð og þörf. Það er sannarlega nauðsynlegt að gefa því gaum við skipulagningu nýrra hverfa, hvort sem það er í Ártúnshöfða, Vatnsmýri eða í Keldnalandi, að þar verði góðir almenningsgarðar og að íbúarnir hafi aðgang að samfelldum grænum svæðum nálægt heimilum sínum. Þessi brýning ráðherrans er því ágæt. Það er hins vegar ekki alveg sanngjarnt hjá umhverfisráðherra að draga fram tölur um hlutfall grænna svæða á Íslandi án þess að nefna að þær tölur nota mun þrengri skilgreiningu grænna svæða en almennt er notuð í umræðu hér á landi. Það er nefnilega dálítið óvenjulegt að ráðherra setji engin spurningarmerki við tölfræði sem sýnir botnsæti Íslands í málaflokki sem hann ber ábyrgð á heldur lyfti henni á stall með pompi og prakt. Ráðherrann lætur síðan sem Reykjavík fyrst og síðast beri ábyrgð á lágu hlutfalli grænna borgarsvæða innan þéttbýlis á Íslandi. En, án þess að fara í einhvern leiðindameting yfir sveitarfélagamörk, þá sýna gögnin sjálf að grænu borgarsvæðin eru langflest í Reykjavík! Allt þetta veldur vonbrigðum. Það er alger óþarfi að láta umræðu um græn svæði detta í einhverjar pólitískar skotgrafir. Málflutningur ráðherrans ber keim af því. Því sanngjarn er hann ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
„Staðan er þó þröng fyrir íbúa sem vilja njóta grænna svæða í borginni“, sagði Guðlaugur Þór, umhverfisráðherra í umræðu í þinginu. Síðan bætti hann við aðgengi okkar Íslendinga að grænum svæðum væri ekki gott samanborið við önnur OECD ríki. Einungis 3,5% þéttbýlis hérlendis væri skilgreint sem grænt svæði! Í framhaldinu hefur ráðherrann málað nokkuð svarta mynd af stöðu grænna svæða í Reykjavík og tengt hana þéttingum byggðar meðal annars í Skerjafirði. Samflokksmenn Guðlaugs í Sjálfstæðisflokknum hafa svo endurtekið þennan málflutning í ræðum og riti. Grænu borgarsvæðin flest í Reykjavík En hvaðan kemur þessi tala: 3,5%? Gögnin koma úr kortagrunni evrópsku umhverfisstofnunarinnar (EEA). Það sem hér er rætt um eru svokölluð „Green Urban Areas“ sem eru almenningsgarðar, kirkjugarðar og önnur græn borgarsvæði. Þessi svæði sjást á eftirfarandi mynd: Græn borgarsvæði (e. Green Urban Areas) skv. skilgreiningu OECD. Það er fínasta mál að nota gögn frá alþjóðlegum gagnaveitum máli sínu til stuðnings. En þegar horft er á þessa mynd má spyrja ýmissa spurninga um málflutning umhverfisráðherra, sem hann byggir á þessum gögnum. Í fyrsta lagi má sjá að langflest grænu borgarsvæðin á höfuðborgarsvæðinu eru í Reykjavík. Umhverfisráðherra kýs hins vegar að gera samasem-merki milli tölunnar 3,5%, sem er tekin út frá höfuðborgarsvæðinu öllu, segir að hún sé lág, yfirfærir hana yfir á Reykjavík og notar til að gagnrýna borgina, eina sveitarfélaga. Það er engan veginn maklegt. Enda ætti ráðherrann þá að skjóta enn fastar á önnur sveitarfélög í nágrenninu sem virðast samkvæmt kortagrunninum vera með mun færri græn borgarsvæði innan sinna þéttbýlismarka. Þröng skilgreining grænna svæða Í öðru lagi, eins og myndin sýnir eru ýmis svæði ekki talin með sem allra jafna teljast vera græn svæði í almennri umræðu. Fossvogsdalurinn virðist til dæmis ekki teljast með, ekki heldur stór hluti Elliðaárdalsins, Grafarvogurinn og raunar strandlengjan öll. Skerjafjörðurinn sem umhverfisráðherra tekur sjálfur sem dæmi um grænt svæði er þannig ekki grænt borgarsvæði skv. skilgreiningunni. Sama gildir um fjölmörg svæði í nágrannasveitarfélögum. Þessi svæði öll eru ýmist flokkuð sem gróin svæði, tún eða skóglendi. Þau eru ekki talin með sem græn borgarsvæði en í almennri umræðu myndi almenningur án nokkurs vafa telja þau til grænna svæða. Sé þeim bætt við er myndin af höfuðborgarsvæðinu öllu grænni. Síðan má raunar líka velta því upp hvort flokkunin í suður-hluta höfuðborgarsvæðis sé alls staðar nógu nákvæm, en það er önnur saga. Öll græn svæði (garðar, skógar, tún og gróið land) skv. skilgreiningu OECD. Rétt er að taka fram að stór hluti svæðanna á neðri myndinni liggur ekki í þéttbýli og er ekki tekinn með í meðaltalið. Heiðmörk og Græni trefillinn, sem ráðherrann tók dæmi um græn svæði í þinginu, eru þannig flokkuð sem skógur (ekki græn borgarsvæði) og liggja þess utan utan þéttbýlis. Góð umræða - en ósanngjarn málflutningur Umræðan um græn borgarsvæði er engu að síður auðvitað góð og þörf. Það er sannarlega nauðsynlegt að gefa því gaum við skipulagningu nýrra hverfa, hvort sem það er í Ártúnshöfða, Vatnsmýri eða í Keldnalandi, að þar verði góðir almenningsgarðar og að íbúarnir hafi aðgang að samfelldum grænum svæðum nálægt heimilum sínum. Þessi brýning ráðherrans er því ágæt. Það er hins vegar ekki alveg sanngjarnt hjá umhverfisráðherra að draga fram tölur um hlutfall grænna svæða á Íslandi án þess að nefna að þær tölur nota mun þrengri skilgreiningu grænna svæða en almennt er notuð í umræðu hér á landi. Það er nefnilega dálítið óvenjulegt að ráðherra setji engin spurningarmerki við tölfræði sem sýnir botnsæti Íslands í málaflokki sem hann ber ábyrgð á heldur lyfti henni á stall með pompi og prakt. Ráðherrann lætur síðan sem Reykjavík fyrst og síðast beri ábyrgð á lágu hlutfalli grænna borgarsvæða innan þéttbýlis á Íslandi. En, án þess að fara í einhvern leiðindameting yfir sveitarfélagamörk, þá sýna gögnin sjálf að grænu borgarsvæðin eru langflest í Reykjavík! Allt þetta veldur vonbrigðum. Það er alger óþarfi að láta umræðu um græn svæði detta í einhverjar pólitískar skotgrafir. Málflutningur ráðherrans ber keim af því. Því sanngjarn er hann ekki.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun