Hugarafl 20 ára Eymundur Eymundsson skrifar 5. júní 2023 09:00 Hugarafl grasrótarsamtōk í Reykjavík voru stofnuð af einum fagmanni og fjórum notendum af geðheilbrigðisþjónustu 5.júní 2003 og fagna því 20 ára afmæli nú um þessar mundir. Ég var svo heppinn að mér var bent á Hugarafl þegar ég var á leið í nám suður yfir heiðar frá Akureyri haustið 2009. Eftir að hafa lesið mér til um Hugarafl leist mér vel á hugmyndafræðina að hver og einn kæmi á sínum forsendum og hafi rōdd þar sem unnið væri með bata- og valdeflingarmódel á jafningjagrunni. Það skiptir máli að notendur hafi rōdd og tækifæri til að vinna í sjálfum sér á jafningjagrunni. Við hōfum nefnilega ōll styrkleika sem okkur langar að nýta til góðs til eignast betra líf og líf þeirra sem eru í kringum okkur sem skapar verðmæti fyrir samfélagið í stað afleiðinga. Þannig að eftir minn lestur ákvað ég að skoða þegar ég kæmi til Reykjavíkur í nám um haustið 2009 hvort Hugarafl væri eitthvað fyrir mig? En samt eftir að hafa farið tvisvar á geðsvið Reykjalundar, fjórar vikur á geðdeild Akureyri og í félagskvíðahóp, samtalsmeðferð með heimilislækni, útskrifast úr Starfsendurhæfingu Norðurlands, tvisvar á Heilsustofnun í Hveragerði og í áfengismeðferð hugsaði ég með mér nei ég er ekki svona geðveikur eins og fólkið í Hugarafli. Eigin fordómar þótt ég hafði unnið mikið í sjálfum mér á fjórum árum eins og upptalningin mín segir til um frá 2005. En ég fór sem betur fer í Hugarafl haustið 2009 þar sem mér var vel tekið og ég gerði mér grein fyrir að það tekur tíma að vinna með eigin fordóma sem samfélagið,kerfið ,bíómyndir og fjōlmiðlar hōfðu skapað vegna skorts á þekkingu. Ég var í rúm þrjú ár í Hugarafli þar sem ég vann mikið í sjálfum mér og fékk ómetanlegan stuðning frá fagfólki og notendum Hugarafls og tókst á við ýmis verkefni og notaði þau verkfæri sem mér var gefið. Eftir rúm þrjú ár flutti ég svo til Akureyrar þar sem ég kom inn í grasrótarhóp fagmanna og notenda sem hōfðu áhuga á að starta með sōmu hugmyndafræði og Hugarafl, bata- og valdeflingu á jafningjagrunni. Það þarf nefnilega ekki alltaf að finna upp hjólið þannig að við leituðum til smiðju Hugarafls og þar fengum við reynslu sem hjálpaði til við að stofna Grófina geðrækt (geðverndarmiðstōð) á Akureyri 10.október 2013. Grófin geðrækt hefur sýnt sitt gildi og samvinna við Hugarafl á þátt í því að vel tókst til og ómetanleg. Raddir og reynsla notenda í geðheilbrigðisþjónustu eru verðmæti og það skiptir máli að hafa mismunandi úrræði fyrir fólkið í landinu sem þarf á hjálp að halda. Innilegar hamingjuóskir með 20 árin Hugarafl og bestu þakkir fyrir allt! Höfundur er ráðgjafi og félagsliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Hugarafl grasrótarsamtōk í Reykjavík voru stofnuð af einum fagmanni og fjórum notendum af geðheilbrigðisþjónustu 5.júní 2003 og fagna því 20 ára afmæli nú um þessar mundir. Ég var svo heppinn að mér var bent á Hugarafl þegar ég var á leið í nám suður yfir heiðar frá Akureyri haustið 2009. Eftir að hafa lesið mér til um Hugarafl leist mér vel á hugmyndafræðina að hver og einn kæmi á sínum forsendum og hafi rōdd þar sem unnið væri með bata- og valdeflingarmódel á jafningjagrunni. Það skiptir máli að notendur hafi rōdd og tækifæri til að vinna í sjálfum sér á jafningjagrunni. Við hōfum nefnilega ōll styrkleika sem okkur langar að nýta til góðs til eignast betra líf og líf þeirra sem eru í kringum okkur sem skapar verðmæti fyrir samfélagið í stað afleiðinga. Þannig að eftir minn lestur ákvað ég að skoða þegar ég kæmi til Reykjavíkur í nám um haustið 2009 hvort Hugarafl væri eitthvað fyrir mig? En samt eftir að hafa farið tvisvar á geðsvið Reykjalundar, fjórar vikur á geðdeild Akureyri og í félagskvíðahóp, samtalsmeðferð með heimilislækni, útskrifast úr Starfsendurhæfingu Norðurlands, tvisvar á Heilsustofnun í Hveragerði og í áfengismeðferð hugsaði ég með mér nei ég er ekki svona geðveikur eins og fólkið í Hugarafli. Eigin fordómar þótt ég hafði unnið mikið í sjálfum mér á fjórum árum eins og upptalningin mín segir til um frá 2005. En ég fór sem betur fer í Hugarafl haustið 2009 þar sem mér var vel tekið og ég gerði mér grein fyrir að það tekur tíma að vinna með eigin fordóma sem samfélagið,kerfið ,bíómyndir og fjōlmiðlar hōfðu skapað vegna skorts á þekkingu. Ég var í rúm þrjú ár í Hugarafli þar sem ég vann mikið í sjálfum mér og fékk ómetanlegan stuðning frá fagfólki og notendum Hugarafls og tókst á við ýmis verkefni og notaði þau verkfæri sem mér var gefið. Eftir rúm þrjú ár flutti ég svo til Akureyrar þar sem ég kom inn í grasrótarhóp fagmanna og notenda sem hōfðu áhuga á að starta með sōmu hugmyndafræði og Hugarafl, bata- og valdeflingu á jafningjagrunni. Það þarf nefnilega ekki alltaf að finna upp hjólið þannig að við leituðum til smiðju Hugarafls og þar fengum við reynslu sem hjálpaði til við að stofna Grófina geðrækt (geðverndarmiðstōð) á Akureyri 10.október 2013. Grófin geðrækt hefur sýnt sitt gildi og samvinna við Hugarafl á þátt í því að vel tókst til og ómetanleg. Raddir og reynsla notenda í geðheilbrigðisþjónustu eru verðmæti og það skiptir máli að hafa mismunandi úrræði fyrir fólkið í landinu sem þarf á hjálp að halda. Innilegar hamingjuóskir með 20 árin Hugarafl og bestu þakkir fyrir allt! Höfundur er ráðgjafi og félagsliði.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar