Stefna Snæfellsbæ: „Verkfallsbrot af öllu tagi eru algerlega óþolandi“ Margrét Björk Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 3. júní 2023 14:34 Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB. Vísir/Ívar BSRB hefur stefnt Snæfellsbæ fyrir Félagsdóm þar sem talið er að ítrekuð verkfallsbrot hafi verið framin á leikskólum. Varaformaður bandalagsins segir verkfallsbrot óþolandi en þau þétti fólk saman og styrki í baráttunni um betri kjör. Fyrst var sagt frá stefnunni á vef Ríkisútvarpsins, þar sem fram kemur að umrædd brot séu talin hafa verið framin á leikskólum í Ólafsvík og á Hellissandi. Fólk hafi verið fært milli vinnustaða og gengið hafi verið í störf fólks í verkfalli. Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB, segir að upp hafi komið atvik, þó ekki víða, þar sem hann telji að streitan í kringum verkfallið og skerta þjónustu hafi valdið því að fólk hafi ekki séð við því á öllum stöðum. „Sem betur fer er þetta ekki víða. Í langsamlega flestum tilfellum skilja stjórnendur ástæður þess að við erum i þessari baráttu. Þau vita alveg á hvaða launum okkar félagsmenn eru og bera virðingu fyrir baráttunni,“ segir Þórarinn. Hann segir að ef vekja þurfi athygli á verkfallsbrotum og koma í veg fyrir þau, sé það gert. Aðspurður um það hvernig svona verkfallsbrot koma upp, segir Þórarinn að félagsmenn á svæðinu hafi heyrt sögur og þetta rati til BSRB í gegnum öflugt samtalsnet bandalagsins. Fylgst sé með um allt land hvernig verkfallið gangi. „Við sjáum að í langflestum tilvikum er framganga allra alveg til sóma og engir hnökrar á því. En það geta komið upp tilvik þar sem eitthvað fer aðeins út af sporinu. Þá bara vinnum við að því að koma því aftur á sporið.“ Þórarinn segir að ákvörðunin um að stefna Snæfellsbæ hafi verið tekin því það þurfi að bregðast við þar sem „hlutirnir ganga aðeins of mikið úr skorðum.“ Ekki er hægt að segja til um afleiðingar þess að BSRB hafi höfðað mál gegn Snæfellsbæ. Um sé að ræða leið til að stöðva brotin. „Áhrifin á baráttuna og áhrifin á móralinn eru þau að þetta þéttir fólk enn betur saman,“ segir Þórarinn. Þetta styrki aðra í baráttunni. Hann segir að þegar búið sé að þvinga launafólk í baráttu af þessu tagi sé ekki boðlegt að standa í stríði við fólk sem sé eingöngu að verja rétt sinn og leggja áherslu á kröfur sínar. Verkfallsbrot af öllu tagi séu algerlega óþolandi. „Þau eru það og þá erum við bara farin með það í réttan farveg, sem er þessi formlegi farvegur,“ segir Þórarinn. „En það er auðvitað skrítið að fólk skuli ekki vera fljótara til. Það er alltaf betra.“ Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Snæfellsbær Tengdar fréttir Samningar við BSRB stranda á kröfum um afturvirkni Formaður samninganefndar sveitarfélaganna í viðræðum við BSRB segir þær stranda á kröfu bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu upp úr klukkan sex án árangurs. 2. júní 2023 18:27 Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24 „Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Fyrst var sagt frá stefnunni á vef Ríkisútvarpsins, þar sem fram kemur að umrædd brot séu talin hafa verið framin á leikskólum í Ólafsvík og á Hellissandi. Fólk hafi verið fært milli vinnustaða og gengið hafi verið í störf fólks í verkfalli. Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB, segir að upp hafi komið atvik, þó ekki víða, þar sem hann telji að streitan í kringum verkfallið og skerta þjónustu hafi valdið því að fólk hafi ekki séð við því á öllum stöðum. „Sem betur fer er þetta ekki víða. Í langsamlega flestum tilfellum skilja stjórnendur ástæður þess að við erum i þessari baráttu. Þau vita alveg á hvaða launum okkar félagsmenn eru og bera virðingu fyrir baráttunni,“ segir Þórarinn. Hann segir að ef vekja þurfi athygli á verkfallsbrotum og koma í veg fyrir þau, sé það gert. Aðspurður um það hvernig svona verkfallsbrot koma upp, segir Þórarinn að félagsmenn á svæðinu hafi heyrt sögur og þetta rati til BSRB í gegnum öflugt samtalsnet bandalagsins. Fylgst sé með um allt land hvernig verkfallið gangi. „Við sjáum að í langflestum tilvikum er framganga allra alveg til sóma og engir hnökrar á því. En það geta komið upp tilvik þar sem eitthvað fer aðeins út af sporinu. Þá bara vinnum við að því að koma því aftur á sporið.“ Þórarinn segir að ákvörðunin um að stefna Snæfellsbæ hafi verið tekin því það þurfi að bregðast við þar sem „hlutirnir ganga aðeins of mikið úr skorðum.“ Ekki er hægt að segja til um afleiðingar þess að BSRB hafi höfðað mál gegn Snæfellsbæ. Um sé að ræða leið til að stöðva brotin. „Áhrifin á baráttuna og áhrifin á móralinn eru þau að þetta þéttir fólk enn betur saman,“ segir Þórarinn. Þetta styrki aðra í baráttunni. Hann segir að þegar búið sé að þvinga launafólk í baráttu af þessu tagi sé ekki boðlegt að standa í stríði við fólk sem sé eingöngu að verja rétt sinn og leggja áherslu á kröfur sínar. Verkfallsbrot af öllu tagi séu algerlega óþolandi. „Þau eru það og þá erum við bara farin með það í réttan farveg, sem er þessi formlegi farvegur,“ segir Þórarinn. „En það er auðvitað skrítið að fólk skuli ekki vera fljótara til. Það er alltaf betra.“
Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Snæfellsbær Tengdar fréttir Samningar við BSRB stranda á kröfum um afturvirkni Formaður samninganefndar sveitarfélaganna í viðræðum við BSRB segir þær stranda á kröfu bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu upp úr klukkan sex án árangurs. 2. júní 2023 18:27 Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24 „Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Sjá meira
Samningar við BSRB stranda á kröfum um afturvirkni Formaður samninganefndar sveitarfélaganna í viðræðum við BSRB segir þær stranda á kröfu bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu upp úr klukkan sex án árangurs. 2. júní 2023 18:27
Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24
„Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46