„Haga sér eins og fávitar allan leikinn“ Atli Arason og Jón Már Ferro skrifa 2. júní 2023 23:32 Óskar Hrafn lætur í sér heyra eftir jöfnunarmark Blika. Hulda Margrét „Við vorum með yfirburði allan leikinn en gáfum þeim tvö mörk í fyrri hálfleik. Á endanum gerum við jafntefli en hefðum átt að vinna þennan leik stærra,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-2 jafntefli í stórleik Bestu deildar karla. Með sigri hefðu Víkingar getað komist átta stigum frá Breiðabliki en munurinn er áfram fimm stig þegar tíu umferðum er lokið af mótinu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, vildi meina að hans lið hafi verið betra. Óskar var hjartanlega ósammála því. „Ég veit ekki á hvaða leik hann var að horfa. Það er yfirleitt þannig samkvæmt honum að ef hann vinnur ekki leiki þá eru þeir betri aðilinn. Hann má alveg hafa þá skoðun. Ég ber alveg virðingu fyrir henni. Ég er algjörlega ósammála henni. Ég ætla ekki að gera lítið úr henni en ég er ósammála henni,“ sagði Óskar. Óskar gagnrýndi hegðun Víkinga í kvöld. Oftar en ekki verða leikir Víkings og Breiðabliks miklir hitaleikir en á því var engin breyting í kvöld. „Mér fannst þeir haga sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Árásargjarnir, öskrandi á allt. Svo endar þetta bara svona. Það er ekkert nýtt. Þeir hafa alltaf verið svona. Það er ekkert að fara breytast. Það hefur hver sinn háttinn á. Það er hiti á milli þessara liða. Þetta eru miklir baráttuleikir. Mér fannst við vera undir í baráttunni í fyrri hálfleik. Mér fannst við ekki nógu harðir. Þeir fengu að berja dálítið á okkur. Fótboltalega var bara eitt lið á vellinum og það voru við. Ég held að það sé óþægilegt fyrir þá að vita af okkur. Við erum fimm stigum á eftir þeim og við erum að koma á eftir þeim,“ sagði Óskar. Eftir leik brutust út mikil læti þegar leikmönnum og starfsmönnum liðanna lenti saman. Óskar var hinn rólegasti er hann var spurður út í hvort lætin eftir leik hefðu einhverja eftirmála. „Það sem gerist á vellinum verður eftir á vellinum. Menn faðmast bara að leik loknum. Engir eftirmálar af minni hálfu. Það voru svo sem engin slagsmál menn voru aðeins að ýtast og kýtast," sagði Óskar. Víkingar voru mjög ósáttir við að leikurinn hafi farið fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Óskar var þeirrar skoðunar að það hefði verið hægt að bæta meiru við. „Auðvitað skiptir það Víkinga máli hvort þeir séu fimm stigum eða átta stigum á undan okkur. Ef að þeim fannst leikurinn of langur þá berum við bara virðingu fyrir því. Mér fannst þeir geta bætt nokkrum mínútum í viðbót. Þeir töfðu frá þrítugustu mínútu. Ekkert óeðlilegt að það væri mikill uppbótartími,“ sagði Óskar að lokum. Klippa: Haga sér eins og fávitar allan leikinn Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 „Litlir hundar sem gelta hátt“ „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. 2. júní 2023 23:15 „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Með sigri hefðu Víkingar getað komist átta stigum frá Breiðabliki en munurinn er áfram fimm stig þegar tíu umferðum er lokið af mótinu. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, vildi meina að hans lið hafi verið betra. Óskar var hjartanlega ósammála því. „Ég veit ekki á hvaða leik hann var að horfa. Það er yfirleitt þannig samkvæmt honum að ef hann vinnur ekki leiki þá eru þeir betri aðilinn. Hann má alveg hafa þá skoðun. Ég ber alveg virðingu fyrir henni. Ég er algjörlega ósammála henni. Ég ætla ekki að gera lítið úr henni en ég er ósammála henni,“ sagði Óskar. Óskar gagnrýndi hegðun Víkinga í kvöld. Oftar en ekki verða leikir Víkings og Breiðabliks miklir hitaleikir en á því var engin breyting í kvöld. „Mér fannst þeir haga sér eins og fávitar allan leikinn á bekknum. Árásargjarnir, öskrandi á allt. Svo endar þetta bara svona. Það er ekkert nýtt. Þeir hafa alltaf verið svona. Það er ekkert að fara breytast. Það hefur hver sinn háttinn á. Það er hiti á milli þessara liða. Þetta eru miklir baráttuleikir. Mér fannst við vera undir í baráttunni í fyrri hálfleik. Mér fannst við ekki nógu harðir. Þeir fengu að berja dálítið á okkur. Fótboltalega var bara eitt lið á vellinum og það voru við. Ég held að það sé óþægilegt fyrir þá að vita af okkur. Við erum fimm stigum á eftir þeim og við erum að koma á eftir þeim,“ sagði Óskar. Eftir leik brutust út mikil læti þegar leikmönnum og starfsmönnum liðanna lenti saman. Óskar var hinn rólegasti er hann var spurður út í hvort lætin eftir leik hefðu einhverja eftirmála. „Það sem gerist á vellinum verður eftir á vellinum. Menn faðmast bara að leik loknum. Engir eftirmálar af minni hálfu. Það voru svo sem engin slagsmál menn voru aðeins að ýtast og kýtast," sagði Óskar. Víkingar voru mjög ósáttir við að leikurinn hafi farið fram yfir uppgefinn uppbótartíma. Óskar var þeirrar skoðunar að það hefði verið hægt að bæta meiru við. „Auðvitað skiptir það Víkinga máli hvort þeir séu fimm stigum eða átta stigum á undan okkur. Ef að þeim fannst leikurinn of langur þá berum við bara virðingu fyrir því. Mér fannst þeir geta bætt nokkrum mínútum í viðbót. Þeir töfðu frá þrítugustu mínútu. Ekkert óeðlilegt að það væri mikill uppbótartími,“ sagði Óskar að lokum. Klippa: Haga sér eins og fávitar allan leikinn
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 „Litlir hundar sem gelta hátt“ „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. 2. júní 2023 23:15 „Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11 Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10 Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
„Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11
„Litlir hundar sem gelta hátt“ „Maður er aðeins að koma niður eftir skemmtilegar lokamínútur,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í viðtali eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu-deild karla í kvöld. 2. júní 2023 23:15
„Ein og hálf fokking mínúta“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var verulega ósáttur með dómgæsluna í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í kvöld. 2. júní 2023 22:11
Leik lokið: Breiðablik 2-2 Víkingur | Hádramatík á Kópavogsvelli Breiðablik og Víkingur skildu jöfn 2-2 í dramatískum leik á Kópavogsvelli í tíundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar komust í tveggja marka forystu og virtust vera að vinna öruggan sigur. Blikar skoruðu hins vegar tvö mörk í uppbótartíma og fögnuðu jafnteflinu vel og innilega. 2. júní 2023 21:10