Ég er óábyrgur! Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2023 08:01 …samkvæmt borgarfulltrúa meirihlutans í Reykjavík vegna ummæla minna um fyrirhugaða byggð sem mun valda óafturkræfri eyðileggingu á náttúru í Skerjafirði. Skerjafjörður – ósnortin strandlengja í Reykjavík Förum nánar yfir málið. Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. Oft eru það tilbúin svæði en það þykir alveg sérstakt ef um er að ræða ósnortin svæði innan borgarmarka svo ekki sé talað um ef viðkomandi svæði er ríkt af dýralífi eins og er í tilfelli Skerjafjarðar. Formaður Fuglaverndar lýsir þessu með þeim orðum í viðtali á Vísir.is að áform borgarinnar um landfyllingu í Skerjafirði minni á; „Ævintýri H. C. Andersen“ þegar Kínakeisari lét aflífa næturgalann og lét byggja fyrir sig nýjan upptrekktan fugl í staðinn. Í fjörunni halda sig hinar ýmsu fuglategundir; æðarfugl, sendlingar, tildrur, stelkar og tjaldar. Þá er fjaran eini staðurinn innan Reykjavíkur þar sem finna má margæs. „Allir þessir fjörufuglar hverfa að sjálfsögðu. Þeir eru háðir þessu búsvæði sem fjaran er. Það er verið að eyðileggja búsvæði fuglanna og hrekja þá í burtu. Það er alger óþarfi að mínu mati,“ segir Ólafur í fréttinni. Umsagnir Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar Meirihlutinn í Reykjavík vill koma fyrir meira byggingarmagni í Skerjafirðinum og í þeim tilgangi er fyrirhugað að gera 4,3 ha. landfyllingu á um 700 metra kafla um 100 metra út í sjó. Landfyllingin mun að mati opinberra fagaðila hafa umtalsverð umhverfisáhrif á leirur, fjörulíf og líffræðilega fjölbreytni. Nýleg úttekt OECD um húsnæðismarkaðinn á Íslandi sýnir að aðgengi þeirra Íslendinga sem búa á þéttbýlissvæðum að grænum svæðum er slæmt í samanburði við önnur OECD ríki. Þannig eru einungis 3,5% þéttbýlissvæða hérlendis skilgreind sem græn svæði, en meðaltal OECD-landanna er um 17%. Umhverfisstofnun hefur bent á að landfyllingin muni auk þess hafa neikvæð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda að því leyti að þangbreiður sem binda koldíoxíð munu skerðast. Þá bendir stofnunin á að samkvæmt lögum um náttúruvernd beri að forðast röskun þeirra náttúrufyrirbæra sem falla undir 61. gr. laga nr. 60/2013 nema brýna nauðsyn beri til og ljóst að aðrir kostir séu ekki fyrir hendi. Enn fremur leggur Náttúrufræðistofnun Íslands til að Skerjafjörður sé eitt þeirra svæða sem verði sett á B- hluta náttúruminjaskrár. Þá segir í áliti Náttúrufræðistofnunar: „Það er því mat Náttúrufræðistofnunar að vel megi þétta byggð þó ekki sé um leið gengið enn frekar á fjörur og lífríki þeirra í Reykjavík. Ef markmið um þéttingu byggðar, Nýja Skerjafjarðar, er eyðilegging núverandi Skerjafjarðar þá þarf að hugsa skipulagmál á svæðinu og annarsstaðar upp á nýtt.“ Ljóst er að áform um landfyllingu er í fullkomnu ósamræmi við yfirlýsta stefnu meirihlutans í borgarstjórn um að hlúa eigi að grænum svæðum og vernda eigi líffræðilega fjölbreytni. Til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll ætti að fara að faglegum tilmælum og falla frá áformum um landfyllingu þannig að náttúran fái notið vafans. Hér er í uppsiglingu eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
…samkvæmt borgarfulltrúa meirihlutans í Reykjavík vegna ummæla minna um fyrirhugaða byggð sem mun valda óafturkræfri eyðileggingu á náttúru í Skerjafirði. Skerjafjörður – ósnortin strandlengja í Reykjavík Förum nánar yfir málið. Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. Oft eru það tilbúin svæði en það þykir alveg sérstakt ef um er að ræða ósnortin svæði innan borgarmarka svo ekki sé talað um ef viðkomandi svæði er ríkt af dýralífi eins og er í tilfelli Skerjafjarðar. Formaður Fuglaverndar lýsir þessu með þeim orðum í viðtali á Vísir.is að áform borgarinnar um landfyllingu í Skerjafirði minni á; „Ævintýri H. C. Andersen“ þegar Kínakeisari lét aflífa næturgalann og lét byggja fyrir sig nýjan upptrekktan fugl í staðinn. Í fjörunni halda sig hinar ýmsu fuglategundir; æðarfugl, sendlingar, tildrur, stelkar og tjaldar. Þá er fjaran eini staðurinn innan Reykjavíkur þar sem finna má margæs. „Allir þessir fjörufuglar hverfa að sjálfsögðu. Þeir eru háðir þessu búsvæði sem fjaran er. Það er verið að eyðileggja búsvæði fuglanna og hrekja þá í burtu. Það er alger óþarfi að mínu mati,“ segir Ólafur í fréttinni. Umsagnir Náttúrufræðistofnunar og Umhverfisstofnunar Meirihlutinn í Reykjavík vill koma fyrir meira byggingarmagni í Skerjafirðinum og í þeim tilgangi er fyrirhugað að gera 4,3 ha. landfyllingu á um 700 metra kafla um 100 metra út í sjó. Landfyllingin mun að mati opinberra fagaðila hafa umtalsverð umhverfisáhrif á leirur, fjörulíf og líffræðilega fjölbreytni. Nýleg úttekt OECD um húsnæðismarkaðinn á Íslandi sýnir að aðgengi þeirra Íslendinga sem búa á þéttbýlissvæðum að grænum svæðum er slæmt í samanburði við önnur OECD ríki. Þannig eru einungis 3,5% þéttbýlissvæða hérlendis skilgreind sem græn svæði, en meðaltal OECD-landanna er um 17%. Umhverfisstofnun hefur bent á að landfyllingin muni auk þess hafa neikvæð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda að því leyti að þangbreiður sem binda koldíoxíð munu skerðast. Þá bendir stofnunin á að samkvæmt lögum um náttúruvernd beri að forðast röskun þeirra náttúrufyrirbæra sem falla undir 61. gr. laga nr. 60/2013 nema brýna nauðsyn beri til og ljóst að aðrir kostir séu ekki fyrir hendi. Enn fremur leggur Náttúrufræðistofnun Íslands til að Skerjafjörður sé eitt þeirra svæða sem verði sett á B- hluta náttúruminjaskrár. Þá segir í áliti Náttúrufræðistofnunar: „Það er því mat Náttúrufræðistofnunar að vel megi þétta byggð þó ekki sé um leið gengið enn frekar á fjörur og lífríki þeirra í Reykjavík. Ef markmið um þéttingu byggðar, Nýja Skerjafjarðar, er eyðilegging núverandi Skerjafjarðar þá þarf að hugsa skipulagmál á svæðinu og annarsstaðar upp á nýtt.“ Ljóst er að áform um landfyllingu er í fullkomnu ósamræmi við yfirlýsta stefnu meirihlutans í borgarstjórn um að hlúa eigi að grænum svæðum og vernda eigi líffræðilega fjölbreytni. Til að koma í veg fyrir alvarleg umhverfisspjöll ætti að fara að faglegum tilmælum og falla frá áformum um landfyllingu þannig að náttúran fái notið vafans. Hér er í uppsiglingu eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar