„Drengir eru þögull hópur þolenda“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2023 20:30 Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, stóð fyrir ráðstefnunni. Vísir/Arnar Forsvarsmaður ráðstefnu sem fjallaði um kynferðisofbeldi gegn drengjum segir drengi ólíklegri til að stíga fram og segja frá en stúlkur. Afbrotafræðingur segir að til séu úrræði til að koma í veg fyrir að menn brjóti ítrekað af sér, og að þeim verði að beita. Ráðstefnan var haldin í Háskólanum í Reykjavík í dag, í samstarfi við Háskólann á Akureyri, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Fangelsismálastofnun og Barna- og fjölskyldustofu. Skipuleggjandi hennar segir ráðstefnuna öðrum þræði fjalla um kynferðisofbeldi gegn öllum börnum, þótt kastljósinu væri beint að drengjum. „Drengir eru á margan hátt ósýnilegur hópur kynferðisofbeldis. Ég segi gjarnan að stúlkur séu hljóður hópur þolenda, en drengir eru þögull hópur þolenda,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, sem stóð fyrir ráðstefnunni. Markmið ráðstefnunnar væri að skoða hvað hægt væri að gera til að aflétta þögninni í kringum kynferðisbrot gegn drengjum. „Hvernig getum við skapað samfélag þar sem þolendur, og í þessu tilviki drengir, sem stíga miklu, miklu sjaldnar fram, finni til öryggis til að segja frá áföllum og sársauka af þessu tagi.“ Aðstoð eftir afplánun Á ráðstefnunni var einkum fjallað um þolendur og úrræði fyrir fyrir þá, en sjónum var einnig beint að gerendum og hvernig koma megi í veg fyrir að menn brjóti ítrekað af sér. Afbrotafræðingur segir slík úrræði til; það þurfi einfaldlega að beita þeim. „Aðstoð meðan á afplánun stendur, meðferð og ýmiskonar ráðgjöf sem brotamönnum stendur til boða. En það er líka með aðstoð eftir að afplánun sleppir,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. Helgi Gunnlaugsson er prófessor í afbrotafræði við HÍ.Vísir/Arnar Með slíkri eftirfylgni væri hægt að draga verulega úr líkunum á að menn brjóti af sér eftir að hafa lokið afplánun. Heiftarleg viðbrögð samfélagsins við brotum sem þessum geti valdið því að þolendur veigri sér við að stíga fram, sér í lagi þegar þeir væru tengdir geranda. „Það er þetta sem við þurfum að rjúfa, við þurfum að fá þessi brot upp á yfirborðið og við verðum að koma í veg fyrir brot af þessu tagi,“ segir Helgi. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Háskólar Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Sjá meira
Ráðstefnan var haldin í Háskólanum í Reykjavík í dag, í samstarfi við Háskólann á Akureyri, lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Fangelsismálastofnun og Barna- og fjölskyldustofu. Skipuleggjandi hennar segir ráðstefnuna öðrum þræði fjalla um kynferðisofbeldi gegn öllum börnum, þótt kastljósinu væri beint að drengjum. „Drengir eru á margan hátt ósýnilegur hópur kynferðisofbeldis. Ég segi gjarnan að stúlkur séu hljóður hópur þolenda, en drengir eru þögull hópur þolenda,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, sem stóð fyrir ráðstefnunni. Markmið ráðstefnunnar væri að skoða hvað hægt væri að gera til að aflétta þögninni í kringum kynferðisbrot gegn drengjum. „Hvernig getum við skapað samfélag þar sem þolendur, og í þessu tilviki drengir, sem stíga miklu, miklu sjaldnar fram, finni til öryggis til að segja frá áföllum og sársauka af þessu tagi.“ Aðstoð eftir afplánun Á ráðstefnunni var einkum fjallað um þolendur og úrræði fyrir fyrir þá, en sjónum var einnig beint að gerendum og hvernig koma megi í veg fyrir að menn brjóti ítrekað af sér. Afbrotafræðingur segir slík úrræði til; það þurfi einfaldlega að beita þeim. „Aðstoð meðan á afplánun stendur, meðferð og ýmiskonar ráðgjöf sem brotamönnum stendur til boða. En það er líka með aðstoð eftir að afplánun sleppir,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. Helgi Gunnlaugsson er prófessor í afbrotafræði við HÍ.Vísir/Arnar Með slíkri eftirfylgni væri hægt að draga verulega úr líkunum á að menn brjóti af sér eftir að hafa lokið afplánun. Heiftarleg viðbrögð samfélagsins við brotum sem þessum geti valdið því að þolendur veigri sér við að stíga fram, sér í lagi þegar þeir væru tengdir geranda. „Það er þetta sem við þurfum að rjúfa, við þurfum að fá þessi brot upp á yfirborðið og við verðum að koma í veg fyrir brot af þessu tagi,“ segir Helgi.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Háskólar Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Sjá meira