Stærsti „garðúðari“ sólkerfisins við Satúrnus Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2023 15:18 Mynd James Webb af vatnsstróknum sem stafar frá Enkeladusi. Tunglið sjálft er innan rauða rammans. Strókurinn er meira en tuttugu sinnum lengri en þvermál tunglsins. NASA, ESA, CSA, STScI, and G. Villanueva (NASA’s Goddard Space F Hátt í tíu þúsund kílómetra langur vatnsstrókur frá Enkeladusi, ístungli Satúrnusar, sést teygja sig um reikistjörnukerfið eins og gusa úr garðúðara á nýlegum myndum James Webb-sjónaukans. Aldrei áður hefur slíkur strókur sést spanna svo miklar vegalengdir. Enkeladus er eitt áhugaverðasta tungl sólkerfisins. Tunglið er þakið ísskorpu sem hylur víðáttumikið haf fljótandi og salts vatns. Ís, vatnsgufa og lífræn efni spýtast út í geim frá nokkurs konar ísgoshverum á yfirborðinu, Bandaríska geimfarið Cassini kom auga á þessa vatnsstróka og flaug jafnvel í gegnum einn þeirra og efnagreindi hann á meðan á leiðangri þess stóð. Strókarnir hafa sést teygja sig hundruð eða þúsundir kílómetra frá yfirborði Enkeladusar. Næmt auga Webb sýnir hins vegar að strókarnir ná mun lengra en vísindamenn áttuðu sig á. Á nýlegum myndum sjónaukans sést vatnsstrókur teygja sig tæpa 9.700 kílómetra frá yfirborði tunglsins. Það er um tuttugufalt þvermál Enkeladusar sjálfs og um það bil vegalengdin á milli Reykjavíkur og Honolulu á Havaí. „Þegar ég skoðaði þessi gögn hélt ég að þau hlytu að vera röng. Það var bara svo sláandi að greina vatnsstrók meira en tuttugu sinnum stærri en tunglið. Vatnsstrókurinn teygir sig langt frá upptakasvæði sínu við suðurpólinn,“ er haft eftir Geronimo Villanueva frá Goddard-geimmiðstöðvar NASA og aðalhöfundar greinar um rannsóknina, í tilkynningu á vef NASA. Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir ísilögðu yfirborði tunglsins. Þess mynd tók geimfarið Cassini af Enkeladusi.NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Gæti fyllt ólympíska sundlaug á um tveimur tímum Gögn Webb hjálpa stjörnufræðingum ennfremur að skilja hvernig strókarnir frá Enkeladusi dreifa vatni um Satúrnusarkerfið og hringi reikistjörnunnar. Villanueva segir að vatnsslóðinn sem tunglið skilur eftir sig myndi nokkurs konar baug í kjölfari sínu við ysta og breiðasta hring Satúrnusar, svonefndan E-hring. Áætlað er að um það bil þrjátíu prósent vatnsins sem gýs upp frá Enkeladusi verði aftur í þessum baugi en hin sjötíu prósentin dreifist um kerfið. Töluverður kraftur er í strókunum frá Enkeladusi, tæplega þrjúhundruð lítrar á sekúndu. Þeir gætu þannig fyllt fimmtíu metra langa sundlaug á tveimur klukkustundum. Til samanburðar tæki það meira en tvær vikur með hefðbundinni garðslöngu á jörðinni. Geimurinn Vísindi Satúrnus Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira
Enkeladus er eitt áhugaverðasta tungl sólkerfisins. Tunglið er þakið ísskorpu sem hylur víðáttumikið haf fljótandi og salts vatns. Ís, vatnsgufa og lífræn efni spýtast út í geim frá nokkurs konar ísgoshverum á yfirborðinu, Bandaríska geimfarið Cassini kom auga á þessa vatnsstróka og flaug jafnvel í gegnum einn þeirra og efnagreindi hann á meðan á leiðangri þess stóð. Strókarnir hafa sést teygja sig hundruð eða þúsundir kílómetra frá yfirborði Enkeladusar. Næmt auga Webb sýnir hins vegar að strókarnir ná mun lengra en vísindamenn áttuðu sig á. Á nýlegum myndum sjónaukans sést vatnsstrókur teygja sig tæpa 9.700 kílómetra frá yfirborði tunglsins. Það er um tuttugufalt þvermál Enkeladusar sjálfs og um það bil vegalengdin á milli Reykjavíkur og Honolulu á Havaí. „Þegar ég skoðaði þessi gögn hélt ég að þau hlytu að vera röng. Það var bara svo sláandi að greina vatnsstrók meira en tuttugu sinnum stærri en tunglið. Vatnsstrókurinn teygir sig langt frá upptakasvæði sínu við suðurpólinn,“ er haft eftir Geronimo Villanueva frá Goddard-geimmiðstöðvar NASA og aðalhöfundar greinar um rannsóknina, í tilkynningu á vef NASA. Enkeladus spýr strókum vatnsgufu og íss blönduðum lífrænum efnum út í geiminn. Strókarnir eru vísbending um mikið neðanjarðarhaf undir ísilögðu yfirborði tunglsins. Þess mynd tók geimfarið Cassini af Enkeladusi.NASA/JPL-Caltech/Univ. Arizona/Univ. Idaho Gæti fyllt ólympíska sundlaug á um tveimur tímum Gögn Webb hjálpa stjörnufræðingum ennfremur að skilja hvernig strókarnir frá Enkeladusi dreifa vatni um Satúrnusarkerfið og hringi reikistjörnunnar. Villanueva segir að vatnsslóðinn sem tunglið skilur eftir sig myndi nokkurs konar baug í kjölfari sínu við ysta og breiðasta hring Satúrnusar, svonefndan E-hring. Áætlað er að um það bil þrjátíu prósent vatnsins sem gýs upp frá Enkeladusi verði aftur í þessum baugi en hin sjötíu prósentin dreifist um kerfið. Töluverður kraftur er í strókunum frá Enkeladusi, tæplega þrjúhundruð lítrar á sekúndu. Þeir gætu þannig fyllt fimmtíu metra langa sundlaug á tveimur klukkustundum. Til samanburðar tæki það meira en tvær vikur með hefðbundinni garðslöngu á jörðinni.
Geimurinn Vísindi Satúrnus Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sjá meira