Þjarma að heilbrigðisráðherra um skaðaminnkun Árni Sæberg skrifar 1. júní 2023 13:30 Arndís Anna ætlar að þjarma að heilbrigðisráðherra ásamt flokksfélögum sínum í dag. Vísir/Vilhelm Píratar munu krefja heilbrigðisráðherra svara við spurningum um skaðaminnkun, sem snýr að því að mæta vímuefnaneytendum á þeirra forsendum, í sérstakri umræðu um málefnið á þingfundi í dag. Sérstök umræða um skaðaminnkun hefst klukkan 14 á Alþingi í dag. Málshefjandi er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. Hægt er að fylgjast með umræðunni hér að neðan: Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, flokkssystir Halldóru, segir að Píratar vonist til þess að koma umræðunni um skaðaminnkun aftur af stað, en ákveðin ládeyða hafi verið í henni undanfarið. „Við vonumst til þess að fá svör við ákveðnum spurningum, og auðvitað koma umræðunni aftur af stað. Hún var komin mjög langt fyrir ekki löngu síðan en það virðist hafa komið einhvers konar bakslag eða stöðnun í þessa umræðu, sem við teljum mjög brýna. Þær spurningar sem við munum beina til ráðherra eru til að mynda hvernig ráðherra skilgreinir skaðaminnkun,“ segir hún. Vilja vita við hvað starfshópur starfar Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp um skaðaminnkun og Píratar vilja svör við því hvert hlutverk starfshópsins er nákvæmlega. „Og svo er það mikilvægustu spurningar, hvort ráðherra telji skaðaminnkun geta skilað árangri án afglæpavæðingu neysluskammta,“ segir hún. Willum Þór tók boðað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta af dagskrá þingsins fyrir skömmu. Arndís Anna segir það bagalegt í ljósi þess hversu margir hafa látist vegna ofneyslu fíkniefna síðustu misseri. „Svo væri áhugavert að fá svör við því hvaða árangri þessi bannstefna hefur skilað í þágu einstaklinga sem eiga við fíknivanda að stríða,“ segir Arndís Anna og bætir við að Píratar telji afglæpavæðingu, sem gangi meðal annars út á það að fólk geti leitað sér hjálpar vegna ofskömmtunar án þess að óttast viðurlög, gríðarlega mikilvæga. „Það er þannig að þegar þú ert með neysluskammt á þér þá ertu brotlegur við lög og það er svolítið erfitt að sjá fyrir sér hvernig heilbrigðisráðherra ætlar að tryggja það að fólk fái aðstoð og koma í veg fyrir dauðsföll, sem eru orðin skelfilega algeng,“ segir Arndís Anna. Alþingi Píratar Fíkn Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Hittir æskuvinina bara í svörtum fötum: „Við erum búnir að fara í fleiri jarðarfarir en útskriftir“ Skaðaminnkunarsinni segir þungan anda yfir vímuefnaneytendum og aðstandendum vegna frétta af ofskömmtunum. Sjálfur segist hann aðallega hitta æskuvini sína í jarðarförum þessa dagana. Hann telur aðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti nýverið sem viðbragð við ópíóðafaraldrinum ekki ganga nógu langt. 12. maí 2023 06:01 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Sérstök umræða um skaðaminnkun hefst klukkan 14 á Alþingi í dag. Málshefjandi er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson. Hægt er að fylgjast með umræðunni hér að neðan: Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, flokkssystir Halldóru, segir að Píratar vonist til þess að koma umræðunni um skaðaminnkun aftur af stað, en ákveðin ládeyða hafi verið í henni undanfarið. „Við vonumst til þess að fá svör við ákveðnum spurningum, og auðvitað koma umræðunni aftur af stað. Hún var komin mjög langt fyrir ekki löngu síðan en það virðist hafa komið einhvers konar bakslag eða stöðnun í þessa umræðu, sem við teljum mjög brýna. Þær spurningar sem við munum beina til ráðherra eru til að mynda hvernig ráðherra skilgreinir skaðaminnkun,“ segir hún. Vilja vita við hvað starfshópur starfar Heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp um skaðaminnkun og Píratar vilja svör við því hvert hlutverk starfshópsins er nákvæmlega. „Og svo er það mikilvægustu spurningar, hvort ráðherra telji skaðaminnkun geta skilað árangri án afglæpavæðingu neysluskammta,“ segir hún. Willum Þór tók boðað frumvarp sitt um afglæpavæðingu neysluskammta af dagskrá þingsins fyrir skömmu. Arndís Anna segir það bagalegt í ljósi þess hversu margir hafa látist vegna ofneyslu fíkniefna síðustu misseri. „Svo væri áhugavert að fá svör við því hvaða árangri þessi bannstefna hefur skilað í þágu einstaklinga sem eiga við fíknivanda að stríða,“ segir Arndís Anna og bætir við að Píratar telji afglæpavæðingu, sem gangi meðal annars út á það að fólk geti leitað sér hjálpar vegna ofskömmtunar án þess að óttast viðurlög, gríðarlega mikilvæga. „Það er þannig að þegar þú ert með neysluskammt á þér þá ertu brotlegur við lög og það er svolítið erfitt að sjá fyrir sér hvernig heilbrigðisráðherra ætlar að tryggja það að fólk fái aðstoð og koma í veg fyrir dauðsföll, sem eru orðin skelfilega algeng,“ segir Arndís Anna.
Alþingi Píratar Fíkn Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Hittir æskuvinina bara í svörtum fötum: „Við erum búnir að fara í fleiri jarðarfarir en útskriftir“ Skaðaminnkunarsinni segir þungan anda yfir vímuefnaneytendum og aðstandendum vegna frétta af ofskömmtunum. Sjálfur segist hann aðallega hitta æskuvini sína í jarðarförum þessa dagana. Hann telur aðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti nýverið sem viðbragð við ópíóðafaraldrinum ekki ganga nógu langt. 12. maí 2023 06:01 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Hittir æskuvinina bara í svörtum fötum: „Við erum búnir að fara í fleiri jarðarfarir en útskriftir“ Skaðaminnkunarsinni segir þungan anda yfir vímuefnaneytendum og aðstandendum vegna frétta af ofskömmtunum. Sjálfur segist hann aðallega hitta æskuvini sína í jarðarförum þessa dagana. Hann telur aðgerðir sem heilbrigðisráðherra kynnti nýverið sem viðbragð við ópíóðafaraldrinum ekki ganga nógu langt. 12. maí 2023 06:01