Ásgeir Örn: Við höfðum ekki kraftana, höfðum ekki klókindin Smári Jökull Jónsson skrifar 31. maí 2023 21:18 Ásgeir Örn á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm Ásgeir Örn Hallgrímsson þjálfari Hauka var svekktur eftir tap liðsins gegn ÍBV í oddaleik í kvöld. Haukar lentu í öðru sæti í tveimur stærstu keppnum tímabilsins en Ásgeir Örn tók við liðinu í nóvember. „Það voru nokkur lykil- og afgerandi augnablik í leiknum. Við náum ekki að skora, hann ver vel eða við töpum boltanum þegar við erum alveg að fara að ná þessu augnabliki. Við höfðum ekki kraftana, höfðum ekki klókindi til að klára þetta og svo var þetta svolítið mótlæti,“ sagði Ásgeir í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik í kvöld. Hann er þarna mögulega að vísa í dómgæsluna því Erlingur Richardsson notaði orðið mótlæti eins og frægt er orðið eftir þriðja leik liðanna þar sem Eyjamenn voru afar ósáttir við dómara leiksins. Haukar lentu 2-0 undir í einvíginu en unnu síðan tvo leiki í röð og tryggðu sér oddaleik í kvöld. „Mér fannst margt rosa fínt í þessum tveimur fyrstu leikjum. Við vorum svolítið vankaðir eftir Aftureldingarleikina og þess vegna var þetta svona dofið. Ég missti aldrei trúna, mér fannst við gera margt mjög vel. Við komum okkur allavega hingað og það er ógeðslega svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ Ásgeir Örn tók við Haukaliðinu í nóvember þegar Rúnar Sigtryggsson hætti og tók við Leipzig í Þýskalandi. Undir hans stjórn enduðu Haukar í áttunda sæti Olís-deildarinnar en fóru bæði í bikarúrslit og úrslit deildarinnar. Hvernig metur hann tímabilið? „Við unnum ekki neitt, við erum í þessu til að vinna.“ Hann sagðist lítið vera farinn að hugsa um næsta tímabil. „Það verða einhverjar breytingar, það er alveg klárt. Það er eitthvað farið í gang með nýja leikmenn en ég hef ekkert verið að hugsa um það. Allur tíminn og orkan hefur farið í þetta.“ Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
„Það voru nokkur lykil- og afgerandi augnablik í leiknum. Við náum ekki að skora, hann ver vel eða við töpum boltanum þegar við erum alveg að fara að ná þessu augnabliki. Við höfðum ekki kraftana, höfðum ekki klókindi til að klára þetta og svo var þetta svolítið mótlæti,“ sagði Ásgeir í viðtali við Andra Má Eggertsson eftir leik í kvöld. Hann er þarna mögulega að vísa í dómgæsluna því Erlingur Richardsson notaði orðið mótlæti eins og frægt er orðið eftir þriðja leik liðanna þar sem Eyjamenn voru afar ósáttir við dómara leiksins. Haukar lentu 2-0 undir í einvíginu en unnu síðan tvo leiki í röð og tryggðu sér oddaleik í kvöld. „Mér fannst margt rosa fínt í þessum tveimur fyrstu leikjum. Við vorum svolítið vankaðir eftir Aftureldingarleikina og þess vegna var þetta svona dofið. Ég missti aldrei trúna, mér fannst við gera margt mjög vel. Við komum okkur allavega hingað og það er ógeðslega svekkjandi að ná ekki að klára þetta.“ Ásgeir Örn tók við Haukaliðinu í nóvember þegar Rúnar Sigtryggsson hætti og tók við Leipzig í Þýskalandi. Undir hans stjórn enduðu Haukar í áttunda sæti Olís-deildarinnar en fóru bæði í bikarúrslit og úrslit deildarinnar. Hvernig metur hann tímabilið? „Við unnum ekki neitt, við erum í þessu til að vinna.“ Hann sagðist lítið vera farinn að hugsa um næsta tímabil. „Það verða einhverjar breytingar, það er alveg klárt. Það er eitthvað farið í gang með nýja leikmenn en ég hef ekkert verið að hugsa um það. Allur tíminn og orkan hefur farið í þetta.“
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni