Rúnar Kára sjö mörkum frá meti Duranona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2023 12:30 Rúnar Kárason hefur skorað yfir níu mörk að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu til þessa. Haldi hann því þá mun hann slá markametið. Vísir/Anton Brink Rúnar Kárason er langmarkahæsti leikmaðurinn í úrslitaeinvíginu í Olís deild karla í handbolta en Eyjamaðurinn hefur skorað ellefu mörkum meira en næstu maður. Rúnar er kominn með 37 mörk í fyrstu fjórum leikjunum sem gera 9,3 mörk að meðaltali í leik. Hann hefur aðeins skorað fimm markanna af vítalínunni. Rúnar skoraði mest þrettán mörk í leik og ellefu mörk í leik tvö. Hann skoraði sex mörk í fyrsta leiknum og sjö mörk í síðasta leik. Rúnar er þegar kominn í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn síðan að úrslitakeppnin var tekin upp árið 1992. Metið er í eigu Róberts Julians Duranona sem skoraði 44 mörk í úrslitaeinvígi KA á móti Val árið 1996. Duranona lék þá fjóra leiki og var því 11,0 mörk að meðaltali í leik. Hann skoraði 11 mörk eða meira í þremur af fjórum leikjum sínum en nítján af mörkum hans komu af vítalínunni. Rúnar er því sjö mörkum frá því að jafna met Duranona og átta mörkum frá því að eiga það einn hér eftir. Sigurbergur Sveinsson var nálægt því að jafna metið í úrslitaeinvíginu 2010 þegar hann skoraði 43 mörk í fimm leikjum. Sigurbergur skoraði sex mörk í oddaleiknum þar sem Haukarnir tryggðu sér titilinn. Valdimar Grímsson átti metið áður en Róbert Julian Duranona tók það af honum fyrir 27 árum síðan. Valdimar varð sá fyrsti til að skora yfir fjörutíu mörk í einu úrslitaeinvígi með KA á móti Val í úrslitaeinvíginu árið 1995. Hér fyrir neðan má sjá þá sem hafa skorað flest mörk í einu úrslitaeinvígi. Oddaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun frá Eyjum hefst klukkan 18.00 og það verður mikið um dýrðir enda verður húsið troðfullt og mikill áhugi á leiknum. Flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitlinn í handbolta karla: 44 - Róbert Julian Duranona, KA 1996 43 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2010 42 - Valdimar Grímsson, KA 1995 39 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2002 39 - Adam Haukur Baumruk, Haukum 2016 38 - Róbert Julian Duranona, KA 1997 37 - Rúnar Kárason, ÍBV 2023 36 - Mikk Pinnonen, Aftureldingu 2016 35 - Arnór Þór Gunnarsson, Val 2010 34 - Guðjón Valur Sigurðsson, KA 2001 34 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2014 34 - Hákon Daði Styrmisson, Haukum 2016 33 - Sigurður Valur Sveinsson, Selfossi 1992 33 - Valdimar Grímsson, Val 1993 33 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2001 33 - Agnar Smári Jónsson, ÍBV 2014 Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Rúnar er kominn með 37 mörk í fyrstu fjórum leikjunum sem gera 9,3 mörk að meðaltali í leik. Hann hefur aðeins skorað fimm markanna af vítalínunni. Rúnar skoraði mest þrettán mörk í leik og ellefu mörk í leik tvö. Hann skoraði sex mörk í fyrsta leiknum og sjö mörk í síðasta leik. Rúnar er þegar kominn í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn síðan að úrslitakeppnin var tekin upp árið 1992. Metið er í eigu Róberts Julians Duranona sem skoraði 44 mörk í úrslitaeinvígi KA á móti Val árið 1996. Duranona lék þá fjóra leiki og var því 11,0 mörk að meðaltali í leik. Hann skoraði 11 mörk eða meira í þremur af fjórum leikjum sínum en nítján af mörkum hans komu af vítalínunni. Rúnar er því sjö mörkum frá því að jafna met Duranona og átta mörkum frá því að eiga það einn hér eftir. Sigurbergur Sveinsson var nálægt því að jafna metið í úrslitaeinvíginu 2010 þegar hann skoraði 43 mörk í fimm leikjum. Sigurbergur skoraði sex mörk í oddaleiknum þar sem Haukarnir tryggðu sér titilinn. Valdimar Grímsson átti metið áður en Róbert Julian Duranona tók það af honum fyrir 27 árum síðan. Valdimar varð sá fyrsti til að skora yfir fjörutíu mörk í einu úrslitaeinvígi með KA á móti Val í úrslitaeinvíginu árið 1995. Hér fyrir neðan má sjá þá sem hafa skorað flest mörk í einu úrslitaeinvígi. Oddaleikur ÍBV og Hauka hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður að sjálfsögðu sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun frá Eyjum hefst klukkan 18.00 og það verður mikið um dýrðir enda verður húsið troðfullt og mikill áhugi á leiknum. Flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitlinn í handbolta karla: 44 - Róbert Julian Duranona, KA 1996 43 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2010 42 - Valdimar Grímsson, KA 1995 39 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2002 39 - Adam Haukur Baumruk, Haukum 2016 38 - Róbert Julian Duranona, KA 1997 37 - Rúnar Kárason, ÍBV 2023 36 - Mikk Pinnonen, Aftureldingu 2016 35 - Arnór Þór Gunnarsson, Val 2010 34 - Guðjón Valur Sigurðsson, KA 2001 34 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2014 34 - Hákon Daði Styrmisson, Haukum 2016 33 - Sigurður Valur Sveinsson, Selfossi 1992 33 - Valdimar Grímsson, Val 1993 33 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2001 33 - Agnar Smári Jónsson, ÍBV 2014
Flest mörk í einu úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitlinn í handbolta karla: 44 - Róbert Julian Duranona, KA 1996 43 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2010 42 - Valdimar Grímsson, KA 1995 39 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2002 39 - Adam Haukur Baumruk, Haukum 2016 38 - Róbert Julian Duranona, KA 1997 37 - Rúnar Kárason, ÍBV 2023 36 - Mikk Pinnonen, Aftureldingu 2016 35 - Arnór Þór Gunnarsson, Val 2010 34 - Guðjón Valur Sigurðsson, KA 2001 34 - Sigurbergur Sveinsson, Haukum 2014 34 - Hákon Daði Styrmisson, Haukum 2016 33 - Sigurður Valur Sveinsson, Selfossi 1992 33 - Valdimar Grímsson, Val 1993 33 - Halldór Jóhann Sigfússon, KA 2001 33 - Agnar Smári Jónsson, ÍBV 2014
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða