Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Efnt var til sérstakrar umræðu um stöðu efnahagsmála á Alþingi nú síðdegis. Við verðum í beinni útsendingu þaðan og ræðum við þingmenn.
Lítið virðist þokast í kjaraviðræðum BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Við fáum formann SÍS til okkar í settið til að fara yfir stöðu mála nú þegar verkfallsaðgerðir hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur.
Þá heyrum við í umhverfisráðherra sem hefur miklar efasemdir um fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði, skoðum gróðurinn sem virðist koma illa undan kaldri sumarbyrjun og kíkjum á æfingu hjá íslenskum börnum sem hafa verið fengin til að syngja á kínversku í auglýsingu fyrir stórfyrirtæki.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.