Mikilvægi félagslegrar heilsu og vellíðan Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar 30. maí 2023 13:01 Vinaverkefni Rauða krossins á Íslandi Heilbrigði hefur verið skilgreint sem andleg, líkamleg og félagsleg velferð og vellíðan samkvæmt Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni (e. WHO). Öll erum við í eðli okkar félagsverur og hafa flestir einhverja þörf fyrir að vera í samskiptum við aðra. Hugmyndin um að tilheyra hóp er rík í eðli mannfólksins. Þegar okkur hins vegar skortir þessa tilfinningu um að tilheyra hópi, þá getur það valdið mikilli vanlíðan og jafnvel heilsubresti. Flestir hafa án nokkurs vafa upplifað einmanaleika á einhverjum tímapunkti, en langvarandi einmanaleiki og skortur á félagslegum tengslum getur haft gífurlega skaðleg áhrif. Það geta verið mismunandi ástæður að baki einmanaleika en oft eru það aðstæður sem leiða til þess að félagsleg tengsl rofna og þegar þessi félagslegu tengsl rofna, er mikilvægt að leita leiða til þess að byggja upp ný tengsl. Sumir hópar eiga í meiri hættu en aðrir, á því að upplifa einmanaleika. Veikt félagsnet er gjarnan talið vera helsta orsökin, en einnig má hér minna á skort á félagslegri færni sem og veik tengsl við fjölskyldu og/eða vini. Fátækt, fordómar og jaðarsetning getur einni spilað stóran þátt í því að stuðla að félagslegri einangrun og/eða einmanaleika. Í Vinaverkefnum Rauða krossins er mikið lagt upp úr því að valdefla þá sem óska eftir aðstoð okkar. Þetta gerum við með því að þjálfa okkar sjálfboðaliða vel fyrir sína þátttöku í verkefninu með sérstakri áherslu á áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar. Valdefling byggir á þeirri hugmyndafræði að gefa einstaklingum færni, efnivið, tækifæri og hvatningu sem eru mikilvægur hlekkur í því að virkja og styðja fólk til betri líðan. Valdefling er því ferli þar sem vald einstaklinga/hópa hlýst af þátttöku í uppbyggjandi athöfnum sem hafa raunverulegan tilgang og leiða til aukinnar þekkingar, færni og meðvitundar. Vinaverkefni Rauða krossins eru því tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga og/eða hópa sem upplifa félagslega einangrun og/eða einmanaleika. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk að leita sér aðstoðar ef það upplifir langvarandi einmanaleika. Við verkefnastjórar Vinaverkefna Rauða krossins teljum alltaf við hæfi að minna á mikilvægi félagslegrar heilsu og viljum við ítreka við áhugasama að kynna sér margvíslegar útfærslur vinaverkefnanna sem eru jú öll með meginmarkmið okkar í brennidepli: Félagsleg heilsa skiptir máli. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni @redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is . Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Vinaverkefni Rauða krossins á Íslandi Heilbrigði hefur verið skilgreint sem andleg, líkamleg og félagsleg velferð og vellíðan samkvæmt Alþjóða Heilbrigðisstofnuninni (e. WHO). Öll erum við í eðli okkar félagsverur og hafa flestir einhverja þörf fyrir að vera í samskiptum við aðra. Hugmyndin um að tilheyra hóp er rík í eðli mannfólksins. Þegar okkur hins vegar skortir þessa tilfinningu um að tilheyra hópi, þá getur það valdið mikilli vanlíðan og jafnvel heilsubresti. Flestir hafa án nokkurs vafa upplifað einmanaleika á einhverjum tímapunkti, en langvarandi einmanaleiki og skortur á félagslegum tengslum getur haft gífurlega skaðleg áhrif. Það geta verið mismunandi ástæður að baki einmanaleika en oft eru það aðstæður sem leiða til þess að félagsleg tengsl rofna og þegar þessi félagslegu tengsl rofna, er mikilvægt að leita leiða til þess að byggja upp ný tengsl. Sumir hópar eiga í meiri hættu en aðrir, á því að upplifa einmanaleika. Veikt félagsnet er gjarnan talið vera helsta orsökin, en einnig má hér minna á skort á félagslegri færni sem og veik tengsl við fjölskyldu og/eða vini. Fátækt, fordómar og jaðarsetning getur einni spilað stóran þátt í því að stuðla að félagslegri einangrun og/eða einmanaleika. Í Vinaverkefnum Rauða krossins er mikið lagt upp úr því að valdefla þá sem óska eftir aðstoð okkar. Þetta gerum við með því að þjálfa okkar sjálfboðaliða vel fyrir sína þátttöku í verkefninu með sérstakri áherslu á áhrif og afleiðingar félagslegrar einangrunar. Valdefling byggir á þeirri hugmyndafræði að gefa einstaklingum færni, efnivið, tækifæri og hvatningu sem eru mikilvægur hlekkur í því að virkja og styðja fólk til betri líðan. Valdefling er því ferli þar sem vald einstaklinga/hópa hlýst af þátttöku í uppbyggjandi athöfnum sem hafa raunverulegan tilgang og leiða til aukinnar þekkingar, færni og meðvitundar. Vinaverkefni Rauða krossins eru því tilvalin leið til valdeflingar fyrir þá einstaklinga og/eða hópa sem upplifa félagslega einangrun og/eða einmanaleika. Það er mjög mikilvægt fyrir fólk að leita sér aðstoðar ef það upplifir langvarandi einmanaleika. Við verkefnastjórar Vinaverkefna Rauða krossins teljum alltaf við hæfi að minna á mikilvægi félagslegrar heilsu og viljum við ítreka við áhugasama að kynna sér margvíslegar útfærslur vinaverkefnanna sem eru jú öll með meginmarkmið okkar í brennidepli: Félagsleg heilsa skiptir máli. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni @redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Einnig minnum við á Píeta samtökin, en þau vinna að því að efla þekkingu og skilning á sálrænum sársauka og sjálfsvígum. Svarað er í síma allan sólarhringinn, sjö daga vikunnar. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is . Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun