Fundurinn verður í beinu streymi og hefst klukkan 10, en hægt verður að fylgjast með í spilara að neðan.
Hjörtur Erlendsson, forstjóri Hampiðjunnar, og Emil Viðar Eyþórsson fjármálastjóri munu koma fram á fundinum og fara yfir fjárfestakynningu félagsins.
Í tilkynningu segir að starfsemi og rekstur félagsins verði kynnt, ásamt því að farið verði yfir hlutafjárútboðið sem hófst síðastliðinn fimmtudag og stendur yfir til klukkan 14 á föstudaginn. Stærð útboðsins eru 85.000.000 hlutir í formi nýrra hlutabréfa í Hampiðjunni.