„Lögðum upp með að halda hreinu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2023 22:30 Sigurður Ragnar var sáttur með stigið gegn Blikum. Vísir/Diego Keflavík gerði markalaust jafntefli við Breiðablik í Bestu-deild karla í knattspyrnu fyrr í kvöld. Liðið hefur nú haldið marki sínu hreinu tvo leiki í röð og tekist að klífa upp úr botnsæti deildarinnar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Við spiluðum mjög góðan varnarleik og lögðum upp með að halda hreinu, væri bónus ef við fengjum meira en það. Við fengum okkar sénsa og þeir sína en heilt yfir var þetta mjög góð frammistaða fannst mér hjá Keflavíkurliðinu.“ Keflavík spilaði þéttan varnarleik og höfðu það að markmiði, eins og Sigurður segir, að halda marki sínu hreinu, allt annað væri bónus. Þeir fengu þó tækifæri til þess að skora mark undir lok leiksins. „Ég veit ekki hvort það hefði verið endilega sanngjarnt, Blikarnir voru mikið meira með boltann og þeir sköpuðu sér líka allavega eitt dauðafæri en jú, Jói [Jóhann Þór Arnarsson] hefði getað sett hann. En leikplanið okkar gekk vel upp; góður varnarleikur, góðar skyndisóknir, fengum okkar sénsa en við þurfum að taka þá“ Mikil meiðsli hafa hrjáð liðið á þessu tímabili og enn vantar lykilmenn í margar stöður. Það er þjálfaranum ánægjuefni að mennirnir sem koma inn í þeirra stað séu að standa sig. „Það vantar marga hjá okkur en þeir sem spiluðu í dag þeir stóðu sig virkilega vel.“ Keflavík eiga næst leik gegn Fram. Það er nokkuð ljóst að varnarleikinn þarf ekki að skerpa en sóknarlína liðsins hefur ekki skilað af sér nógu mörgum mörkum. „Auðvitað viljum við skora fleiri mörk og skapa okkur fleiri færi. Við endurheimtum vonandi eitthvað af þessum mönnum sem eru meiddir núna fyrir þann leik... Við þurfum bara að byggja ofan á þetta, halda stöðugleika og safna stigum, það telur, þetta eru sterk lið sem við spilum við í síðustu tveimur leikjum og gott að halda hreinu á móti þeim báðum.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með frammistöðu sinna manna. „Við spiluðum mjög góðan varnarleik og lögðum upp með að halda hreinu, væri bónus ef við fengjum meira en það. Við fengum okkar sénsa og þeir sína en heilt yfir var þetta mjög góð frammistaða fannst mér hjá Keflavíkurliðinu.“ Keflavík spilaði þéttan varnarleik og höfðu það að markmiði, eins og Sigurður segir, að halda marki sínu hreinu, allt annað væri bónus. Þeir fengu þó tækifæri til þess að skora mark undir lok leiksins. „Ég veit ekki hvort það hefði verið endilega sanngjarnt, Blikarnir voru mikið meira með boltann og þeir sköpuðu sér líka allavega eitt dauðafæri en jú, Jói [Jóhann Þór Arnarsson] hefði getað sett hann. En leikplanið okkar gekk vel upp; góður varnarleikur, góðar skyndisóknir, fengum okkar sénsa en við þurfum að taka þá“ Mikil meiðsli hafa hrjáð liðið á þessu tímabili og enn vantar lykilmenn í margar stöður. Það er þjálfaranum ánægjuefni að mennirnir sem koma inn í þeirra stað séu að standa sig. „Það vantar marga hjá okkur en þeir sem spiluðu í dag þeir stóðu sig virkilega vel.“ Keflavík eiga næst leik gegn Fram. Það er nokkuð ljóst að varnarleikinn þarf ekki að skerpa en sóknarlína liðsins hefur ekki skilað af sér nógu mörgum mörkum. „Auðvitað viljum við skora fleiri mörk og skapa okkur fleiri færi. Við endurheimtum vonandi eitthvað af þessum mönnum sem eru meiddir núna fyrir þann leik... Við þurfum bara að byggja ofan á þetta, halda stöðugleika og safna stigum, það telur, þetta eru sterk lið sem við spilum við í síðustu tveimur leikjum og gott að halda hreinu á móti þeim báðum.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira