„Markverðirnir okkar voru ekki með“ Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2023 21:16 Rúnar Kárason sækir að marki Hauka í leiknum í kvöld, fyrir framan stappfullt hús af fólki. Hann segir Eyjamenn þurfa að finna betra sjálfstraust fyrir miðvikudaginn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Rúnar Kárason segir sjálfstraust, eða öllu heldur skort á því, vera það sem hafi orðið ÍBV að falli og valdið því að Haukar séu nú búnir að jafna einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Íslandsmeistarabikarinn fer ekki á loft fyrr en eftir oddaleik í Eyjum á miðvikudagskvöld, eftir afar sannfærandi sigur Hauka á Ásvöllum í kvöld. „Ég veit ekki af hverju en við erum ekki sjálfum okkur líkir, bara vegna sjálfstrausts, og þá verður allt einhvern veginn hægara og lélegra. Við erum búnir að missa sambandið við hvern annan í vörninni, og það er eitthvað sem þú breytir bara í hausnum á hverjum og einum. Þú getur ekkert æft það. Þú getur breytt því á einni sekúndu en það getur líka tekið ár. Við verðum bara að stappa stálinu hver í annan, hafa trúna og vita að það sem við höfum lagt inn í allan vetur er gott og búið að skila okkur á þennan stað. Það skilaði okkur líka 2-0 forystu í þessu einvígi. Það þýðir ekkert að hugsa í svona leikjum. Þú verður bara að láta vaða,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Það finnst mér nú frekar fáránlegt“ Eyjamenn voru afar óánægðir með dómgæsluna þegar þeir töpuðu í Eyjum á föstudagskvöld, í fyrstu tilraun sinni af þremur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við upplifðum mikið ranglæti í síðasta leik og ég veit ekki hvort að það sitji ennþá í okkur. Það finnst mér nú frekar fáránlegt, því í dag var ekkert svoleiðis. Við vorum bara sjálfum okkur verstir og Haukarnir unnu verðskuldað því þeir voru betri. Við þurfum að kíkja á það, og hvernig við frelsumst frá þessum leiðindum og finnum gleðina á ný,“ sagði Rúnar. Spurður út í markvörsluna hjá ÍBV, en markverðir liðsins vörðu varla skot í fyrri hálfleik í kvöld og enduðu með 13 varin skot gegn 22 hjá Aroni Rafni Eðvarðssyni, svaraði Rúnar: „Þetta er risaatriði. Markverðirnir okkar voru ekki með í dag, og nánast ekki í síðasta leik heldur. Það er það sem er búið að vera erfitt hjá okkur í vetur. Þegar við komumst á gott „run“ þá voru markverðirnir með okkur. Að sama skapi er Aron að standa sig vel hinu megin. Það er mikið ójafnvægi þar, sem er krefjandi, og við verðum að fá Pavel eða Petar í gang ef við ætlum að spila til sigurs á iðvikudaginn. Þar verða menn að sækja eitthvað sem þú finnur ekkert á æfingagólfinu. Sækja í það sem er búið að leggja inn nú þegar. Trúna og allt þetta. Láta vaða. Hausinn er þinn versti óvinur í svona leikjum.“ Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Íslandsmeistarabikarinn fer ekki á loft fyrr en eftir oddaleik í Eyjum á miðvikudagskvöld, eftir afar sannfærandi sigur Hauka á Ásvöllum í kvöld. „Ég veit ekki af hverju en við erum ekki sjálfum okkur líkir, bara vegna sjálfstrausts, og þá verður allt einhvern veginn hægara og lélegra. Við erum búnir að missa sambandið við hvern annan í vörninni, og það er eitthvað sem þú breytir bara í hausnum á hverjum og einum. Þú getur ekkert æft það. Þú getur breytt því á einni sekúndu en það getur líka tekið ár. Við verðum bara að stappa stálinu hver í annan, hafa trúna og vita að það sem við höfum lagt inn í allan vetur er gott og búið að skila okkur á þennan stað. Það skilaði okkur líka 2-0 forystu í þessu einvígi. Það þýðir ekkert að hugsa í svona leikjum. Þú verður bara að láta vaða,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Það finnst mér nú frekar fáránlegt“ Eyjamenn voru afar óánægðir með dómgæsluna þegar þeir töpuðu í Eyjum á föstudagskvöld, í fyrstu tilraun sinni af þremur til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. „Við upplifðum mikið ranglæti í síðasta leik og ég veit ekki hvort að það sitji ennþá í okkur. Það finnst mér nú frekar fáránlegt, því í dag var ekkert svoleiðis. Við vorum bara sjálfum okkur verstir og Haukarnir unnu verðskuldað því þeir voru betri. Við þurfum að kíkja á það, og hvernig við frelsumst frá þessum leiðindum og finnum gleðina á ný,“ sagði Rúnar. Spurður út í markvörsluna hjá ÍBV, en markverðir liðsins vörðu varla skot í fyrri hálfleik í kvöld og enduðu með 13 varin skot gegn 22 hjá Aroni Rafni Eðvarðssyni, svaraði Rúnar: „Þetta er risaatriði. Markverðirnir okkar voru ekki með í dag, og nánast ekki í síðasta leik heldur. Það er það sem er búið að vera erfitt hjá okkur í vetur. Þegar við komumst á gott „run“ þá voru markverðirnir með okkur. Að sama skapi er Aron að standa sig vel hinu megin. Það er mikið ójafnvægi þar, sem er krefjandi, og við verðum að fá Pavel eða Petar í gang ef við ætlum að spila til sigurs á iðvikudaginn. Þar verða menn að sækja eitthvað sem þú finnur ekkert á æfingagólfinu. Sækja í það sem er búið að leggja inn nú þegar. Trúna og allt þetta. Láta vaða. Hausinn er þinn versti óvinur í svona leikjum.“
Olís-deild karla Haukar ÍBV Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Brassi tekur við af Billups Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira