Engin þinglok án upplýsinga um Lindarhvol Þorsteinn Sæmundsson skrifar 29. maí 2023 18:01 Forseti Alþingis hefur nú haldið greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol í gíslingu í tæp fimm ár. Á þeim tíma hefur eitt og annað gerst. Tvö lögfræðiálit hafa komið fram sem segja að birta eigi greinargerðina. Annað þeirra segir reyndar að greinargerðin skuli birt. Forsætisnefnd þingsins hefur samþykkt formlega að það skuli gert. Þrátt fyrir það hefur forseti skirrst við að birta greinargerðina og situr við sinn keip. Það hvarflar að leikmanni hvort forseta sé stætt á þessum undanbrögðum samkvæmt þingskaparlögum. Alltént hefur forseti gert meirihluta forsætisnefndar að ómerkingum með því að afhenda ekki greinargerðina og í raun gert meirihluta nefndarinnar alls áhrifalausan. Tveir aðilar hafa haft uppi andmæli við birtingu greinargerðarinnar. Starfsmaður fjármálaráðuneytis sem er eini stjórnarmaður Lindarhvols og síðan sitjandi ríkisendurskoðandi. Stjórnarmaður Lindarhvols hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og því varla fær um að meta hver áhrif birting greinargerðarinnar getur haft. Ríkisendurkoðandi hefur haft uppi stórar lögskýringar um hvers vegna ekki beri að afhenda greinargerðina. Flestar frekar vafasamar enda ríkisendurskoðandi ekki löglærður. Hann er reyndar heldur ekki endurskoðandi að mennt svo það sé nefnt. Umboðsmaður Alþingis hefur gert ítrekaðar athugasemdir við þá afstöðu fjármálaráðuneytis að birta ekki greinargerðina. Ráðuneytið hefur hrakist undan og beitt þrem eða fjórum mismunand rökum sem Umboðsmaður hefur efasemdir um. Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með fjármálaráðuneytinu hrekjast úr einni missögninni í aðra og hvernig ráðuneytið hefur verið margsaga í málinu. Umboðsmaður hefur greinargerð Sigurðar reyndar undir höndum og gæti þess vegna stigið fram og birt hana. Það gæti fjármálaráðuneytið einnig gert svo og Seðlabankinn. Allir þessir aðilar taka þátt í þögguninni með því að birta ekki greinargerðina. Sitthvað er þó til ráða til að tryggja birtingu greinargerðarinnar og sjá þannig til þess að forseti þingsins hætti að niðurlægja þingið, þingmenn og þó einkanlega forsætisnefnd. Það dregur nú að lokum vorþings og ríkisstjórnin getur ekki beðið eftir að losna úr þinghúsinu. Hvert vandræðamálið af öðru skekur samstarfið og ráðherrar tala út og suður. Við slíkar aðstæður ríður á að þingið gaumgæfi hvert þingmál vel og ræði í þaula. Þar má minnast á fullveldismál eins og lögfestingu Bókunar evrópska efnahagssvæðisins nr. 35 og að staðfesta með einhverjum hætti fyrirhugaða löggjöf ESB um losunarheimildir í flugi til að greiða fyrir lestarferðum milli landa. Einnig má minnast á fjármálaáætlun og samgönguáætlun komist þær yfirleitt á dagskrá. Ljóst er að gísling greinargerðar um Lindarhvol mun ekki greiða fyrir þingstörfum og er þessi grein m.a. sett fram til að hvetja þingmenn til að sýna forseta þingsins hug sinn gagnvart þeirri niðurlægingu sem hann sýnir þinginu og þingmönnum með því að gera þeim ókleift að sinna eftirlitshlutverki sínu sem er stjórnarskrárvarið. Forseti þingsins hefur ekki orðið við sjálfsögðum og eðlilegum beiðnum um að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Hann hefur hundsað ítrekuð lögfræðiálit um að birta hana. Hann hefur haft að engu einróma samþykkt forsætisnefndar á tillögu hans sjálfs um að birta greinargerðina. Þingmenn hljóta að svara þessari móðgun forseta við þingið með því að sitja við þingstörf fram á sumarið ef ekki verður um hugarfarsbreytingu að ræða af hálfu forseta. Nóg er nóttin sagði draugurinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starfsemi Lindarhvols Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Forseti Alþingis hefur nú haldið greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol í gíslingu í tæp fimm ár. Á þeim tíma hefur eitt og annað gerst. Tvö lögfræðiálit hafa komið fram sem segja að birta eigi greinargerðina. Annað þeirra segir reyndar að greinargerðin skuli birt. Forsætisnefnd þingsins hefur samþykkt formlega að það skuli gert. Þrátt fyrir það hefur forseti skirrst við að birta greinargerðina og situr við sinn keip. Það hvarflar að leikmanni hvort forseta sé stætt á þessum undanbrögðum samkvæmt þingskaparlögum. Alltént hefur forseti gert meirihluta forsætisnefndar að ómerkingum með því að afhenda ekki greinargerðina og í raun gert meirihluta nefndarinnar alls áhrifalausan. Tveir aðilar hafa haft uppi andmæli við birtingu greinargerðarinnar. Starfsmaður fjármálaráðuneytis sem er eini stjórnarmaður Lindarhvols og síðan sitjandi ríkisendurskoðandi. Stjórnarmaður Lindarhvols hefur sýnt sig að vera algerlega minnislaus um starfsemi félagsins og því varla fær um að meta hver áhrif birting greinargerðarinnar getur haft. Ríkisendurkoðandi hefur haft uppi stórar lögskýringar um hvers vegna ekki beri að afhenda greinargerðina. Flestar frekar vafasamar enda ríkisendurskoðandi ekki löglærður. Hann er reyndar heldur ekki endurskoðandi að mennt svo það sé nefnt. Umboðsmaður Alþingis hefur gert ítrekaðar athugasemdir við þá afstöðu fjármálaráðuneytis að birta ekki greinargerðina. Ráðuneytið hefur hrakist undan og beitt þrem eða fjórum mismunand rökum sem Umboðsmaður hefur efasemdir um. Það hefur verið hjákátlegt að fylgjast með fjármálaráðuneytinu hrekjast úr einni missögninni í aðra og hvernig ráðuneytið hefur verið margsaga í málinu. Umboðsmaður hefur greinargerð Sigurðar reyndar undir höndum og gæti þess vegna stigið fram og birt hana. Það gæti fjármálaráðuneytið einnig gert svo og Seðlabankinn. Allir þessir aðilar taka þátt í þögguninni með því að birta ekki greinargerðina. Sitthvað er þó til ráða til að tryggja birtingu greinargerðarinnar og sjá þannig til þess að forseti þingsins hætti að niðurlægja þingið, þingmenn og þó einkanlega forsætisnefnd. Það dregur nú að lokum vorþings og ríkisstjórnin getur ekki beðið eftir að losna úr þinghúsinu. Hvert vandræðamálið af öðru skekur samstarfið og ráðherrar tala út og suður. Við slíkar aðstæður ríður á að þingið gaumgæfi hvert þingmál vel og ræði í þaula. Þar má minnast á fullveldismál eins og lögfestingu Bókunar evrópska efnahagssvæðisins nr. 35 og að staðfesta með einhverjum hætti fyrirhugaða löggjöf ESB um losunarheimildir í flugi til að greiða fyrir lestarferðum milli landa. Einnig má minnast á fjármálaáætlun og samgönguáætlun komist þær yfirleitt á dagskrá. Ljóst er að gísling greinargerðar um Lindarhvol mun ekki greiða fyrir þingstörfum og er þessi grein m.a. sett fram til að hvetja þingmenn til að sýna forseta þingsins hug sinn gagnvart þeirri niðurlægingu sem hann sýnir þinginu og þingmönnum með því að gera þeim ókleift að sinna eftirlitshlutverki sínu sem er stjórnarskrárvarið. Forseti þingsins hefur ekki orðið við sjálfsögðum og eðlilegum beiðnum um að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Hann hefur hundsað ítrekuð lögfræðiálit um að birta hana. Hann hefur haft að engu einróma samþykkt forsætisnefndar á tillögu hans sjálfs um að birta greinargerðina. Þingmenn hljóta að svara þessari móðgun forseta við þingið með því að sitja við þingstörf fram á sumarið ef ekki verður um hugarfarsbreytingu að ræða af hálfu forseta. Nóg er nóttin sagði draugurinn. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun