Forsetinn segir af sér sem flokksformaður vegna ólgu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 27. maí 2023 15:00 Vucic sagði tugþúsundum stuðningsmanna sinna að hann yrði flokksmaður svo lengi sem hann lifi. Getty Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur sagt af sér formennsku Framfaraflokksins í skugga mikilla mótmæla. Varnarmálaráðherrann Milos Vucevic tekur við formennskunni að ósk Vucic. „Takk fyrir þessi ellefu ár,“ sagði Vucic á flokksfundi í bænum Kragujevac eins og fréttastofan AP greinir frá. „Ég er mjög stoltur að hafa leitt besta flokkinn í Serbíu í öll þessi ár.“ Vucic greindi fyrst frá afsögn sinni á flokksfundi í höfuðborginni Belgrad á föstudag, frammi fyrir tugþúsundum stuðningsmanna. Sagðist hann ætla að vera áfram liðsmaður flokksins „eins lengi og hann lifir.“ Vucic, sem er 53 ára gamall, hefur verið forseti síðan árið 2017. Hann hefur leitt Framfaraflokkinn, sem er hægrisinnaður pópúlistaflokkur, síðan árið 2008. Skotárásir og landamæraspenna Mikil spenna hefur verið í Serbíu að undanförnu. Bæði vegna innanríkis og utanríkismála. Í dag fara fram stór mótmæli sem skipulögð eru af stjórnarandstöðuflokkum sem hafa krafist þess að forysta ríkisstjórnarinnar segi af sér. Mikil mótmæli hafa verið gegn ofbeldismenningu í kjölfar tveggja mannskæðra skotárása í landinu. Í einni þeirra skaut þrettán ára skólastrákur í Belgrad níu manns til bana, þar af átta önnur börn. Daginn eftir myrti tvítugur maður átta manns með hríðskotariffli í bænum Mladenovac. Branko Ruzic, menntamálaráðherra, mátti taka pokann sinn fyrr í þessum mánuði eftir ummæli um að kenna mætti netinu, tölvuleikjum og vestrænum gildum um skotárásirnar. Þá hefur verið gríðarleg spenna á landamærum Serbíu og Kosovo í vetur og litlu má muna að upp úr sjóði. Kosvo tilheyrði áður Serbíu og Serbar viðurkenna ekki sjálfstæði landsins. Serbía Tengdar fréttir Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
„Takk fyrir þessi ellefu ár,“ sagði Vucic á flokksfundi í bænum Kragujevac eins og fréttastofan AP greinir frá. „Ég er mjög stoltur að hafa leitt besta flokkinn í Serbíu í öll þessi ár.“ Vucic greindi fyrst frá afsögn sinni á flokksfundi í höfuðborginni Belgrad á föstudag, frammi fyrir tugþúsundum stuðningsmanna. Sagðist hann ætla að vera áfram liðsmaður flokksins „eins lengi og hann lifir.“ Vucic, sem er 53 ára gamall, hefur verið forseti síðan árið 2017. Hann hefur leitt Framfaraflokkinn, sem er hægrisinnaður pópúlistaflokkur, síðan árið 2008. Skotárásir og landamæraspenna Mikil spenna hefur verið í Serbíu að undanförnu. Bæði vegna innanríkis og utanríkismála. Í dag fara fram stór mótmæli sem skipulögð eru af stjórnarandstöðuflokkum sem hafa krafist þess að forysta ríkisstjórnarinnar segi af sér. Mikil mótmæli hafa verið gegn ofbeldismenningu í kjölfar tveggja mannskæðra skotárása í landinu. Í einni þeirra skaut þrettán ára skólastrákur í Belgrad níu manns til bana, þar af átta önnur börn. Daginn eftir myrti tvítugur maður átta manns með hríðskotariffli í bænum Mladenovac. Branko Ruzic, menntamálaráðherra, mátti taka pokann sinn fyrr í þessum mánuði eftir ummæli um að kenna mætti netinu, tölvuleikjum og vestrænum gildum um skotárásirnar. Þá hefur verið gríðarleg spenna á landamærum Serbíu og Kosovo í vetur og litlu má muna að upp úr sjóði. Kosvo tilheyrði áður Serbíu og Serbar viðurkenna ekki sjálfstæði landsins.
Serbía Tengdar fréttir Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Átta látnir í annarri skotárásinni í Serbíu á tveimur dögum Átta eru látnir og tíu særðir eftir skotárás í Serbíu í gærkvöldi. Þetta er önnur skotárásin í landinu á jafnmörgum dögum en í fyrradag létust átta nemendur og öryggisvörður í barnaskóla í höfuðborginni Belgrad. 5. maí 2023 07:05