Hinn breiði pensill Seðlabankans Ingólfur Bender skrifar 24. maí 2023 15:01 Verðbólgan á Íslandi er mikil og þrálát um þessar mundir og sameiginlegt verkefni Seðlabankans, hins opinbera og aðila vinnumarkaðarins að ná henni niður. Verðbólgan jókst umtalsvert á síðasta ári m.a. vegna ójafnvægis á íbúðamarkaði. En árs verðhækkun íbúða fór mest í 25,5% á höfuðborgarsvæðinu í júlí í fyrra. Í nýjasta hefti Peningamála, riti Seðlabankans, segir að þessi hækkun skýrist líklega af miklu misræmi milli framboðs og eftirspurnar eftir húsnæði enda annaði sá fjöldi íbúða sem byggður var á árunum fyrir heimsfaraldurinn ekki aukinni eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í kjölfar hans. Með öðrum orðum, þá hefur ekki verið byggt nægjanlega mikið af íbúðum hér á landi á undanförnum árum og hefur það birst í mikilli verðbólgu og kallað á hækkun stýrivaxta. Á skömmum tíma hafa stýrivextir bankans farið úr 0,75% í 8,75%. Ekki mjög nákvæmt stýritæki Vaxtatahækkanir eru tæki sem Seðlabankinn getur beitt til að ná niður verðbólgu. Vaxtatækið er hins vegar eins og að mála með breiðum pensli – þetta er ekki mjög nákvæmt stýritæki. Vaxtahækkanir bankans hafa þannig óæskilegar hliðaverkanir við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku efnahagslífi. Hækkun vaxta dregur úr íbúðauppbyggingu þegar hið gagnstæða er það sem þarf. Þannig er lagður grunnur að því að við lendum aftur í því ástandi sem hóf þessa miklu verðbólgu sem nú er við að etja, þ.e. að ekki verði byggt í takti við þörf. Afleiðingin verður líkt og við þekkjum - verðhækkanir húsnæðis, verðbólga og hærri stýrivextir. Mikil hækkun fjármagnskostnaðar vegur þungt Vextir framkvæmdalána byggingaverktaka hafa hækkað verulega samhliða miklum vaxtahækkunum Seðlabankans. Óverðtryggðir vextir útlána til fyrirtækja hafa hækkað úr því að vera ríflega 4% í upphafi árs 2021 í ríflega 10% nú. Vextir hafa því hækkað um 6 prósentustig á þessu tímabili vaxtahækkana Seðlabankans. Framkvæmdalán byggingaverktaka bera nokkuð hærri vexti og með vaxtahækkun Seðlabankans í morgun munu þeir hækka enn frekar. Ljóst er að þessi mikla hækkun fjármagnskostnaðar við íbúðabyggingar vegur þungt hjá fyrirtækjum sem eru í uppbyggingu íbúða. Framkvæmdatími er um eða yfir 2 ár og enn lengri ef tekið er tillit til þess að nú er sölutregða að leiða til þess að tíminn frá því að til kostnaðar er stofnað við íbúðauppbyggingu hjá verktaka þar til hann fær greiðslu fyrir sölu hefur lengst á tíma hratt hækkandi vaxta. Veruleg áhrif á framboð íbúða Viðbúið er að áhrif hækkunar stýrivaxta á framboð íbúða verði verulegt. Samkvæmt könnun sem Outcome gerði fyrir Samtök iðnaðarins fyrir skömmu segja 88% stjórnenda verktakafyrirtækja sem eru að byggja íbúðir fyrir eigin reikning að hækkandi fjármögnunarkostnaður muni leiða til samdráttar í uppbyggingaráformum þeirra fyrirtækja á íbúðarhúsnæði. Í þessari sömu könnun kom fram að verulegur samdráttur er fram undan í byggingu nýrra íbúða en stjórnendur verktakafyrirtækjanna reikna með því að fjöldi íbúða sem byrjað verður á hjá þeirra fyrirtækjum á næstu tólf mánuðum verði 509 samanborið við 1.473 á síðustu tólf mánuðum. Samdrátturinn nemur 65%. Tryggja þarf fjölbreyttara lóðaframboð Mikilvægt er að tekið verði á þessum hliðaráhrifum hækkunar stýrivaxta. Samtök iðnaðarins hafa bent í því sambandi á að skortur á réttu lóðaframboði og skipulagi fyrir fleiri íbúðir hafi átt stóran þátt í þeim vanda sem skapaðist á íbúðamarkaði og leitt til þess ójafnvægis framboðs og eftirspurnar sem síðan leiddi til verðbólgu og hærri vaxta. Þó lóðaframboð sveitarfélaga sé mismikið er ljóst að enn er töluvert byggingarland fyrir hendi. Því er mikilvægt að sveitarfélög tryggi að ávallt sé fyrir hendi fjölbreyttara lóðaframboð en hefur verið undanfarin ár, þar sem horft er bæði til þéttingarreita og nýrra byggingarsvæða. Með því móti er hægt að koma með skilvirkari hætti í veg fyrir alvarlegt ástand á íbúðamarkaði. Lækkun endurgreiðslu hækkar kostnað við húsbyggingar Einnig hafa Samtök iðnaðarins bent á að fyrirhuguð lækkun á endurgreiðslum virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði úr 60% í 35% muni hækka kostnað við húsbyggingar og draga úr uppbyggingu og framboði nýrra íbúða. Munu áhrifin á framboð nýrra íbúða koma fram eftir 2-3 ár. Aðgerðin mun hækka verð íbúða, auka verðbólgu og leiða til hærri vaxta. Lækkunin er boðuð með mjög skömmum fyrirvara eða eins tímabils virðisaukaskatts sem gerir fyrirtækjum ómögulegt að skipuleggja sig út frá breyttum forsendum. Stjórnvöld tryggi stöðugleika í byggingariðnaði Bygginga- og mannvirkjaiðnaður er ein af sveiflukenndustu greinum hagkerfisins. Greinin fylgir hagsveiflunni en með ýktum hætti. Þannig helmingaðist greinin ríflega á tímanum eftir efnahagsáfallið 2008 og dróst tífalt meira saman en hagkerfið gerði á þeim tíma. Síðan þá hefur greinin verið að byggja sig upp aftur og er nú orðin viðlíka í stærð og hún var fyrir fyrrgreint efnahagsáfall. Mikilvægt er að stjórnvöld nýti ekki greinina til sveiflujöfnunar fyrir hagkerfið og tryggi þess í stað stöðugleika í byggingariðnaði. Eykur það getu greinarinnar til að auka framleiðni og byggja íbúðir í takti við þarfir landsmanna. Hætta á að markmið náist ekki Íbúðauppbygging snýst um fólk og þarfir þess. Landsmenn eru um 390 þúsund og hefur fjölgað hratt undanfarið. Framboð íbúða þarf að mæta þörfum þessa fólks. Rammasamningur ríkis við sveitarfélög um uppbyggingu 35 þúsund íbúða á árunum 2023-2032 markaði skil í stefnumörkun stjórnvalda á sviði húsnæðismála þar sem ríki og sveitarfélög skuldbinda sig með skýrum hætti til að skapa stöðugan húsnæðismarkað og styðja við þróun og uppbyggingu fjölbreytts íbúðarhúsnæðis um land allt. Í ljósi mikilla vaxtahækkana undanfarið og nú síðast hækkun Seðlabankans um 1,25 prósentustig auk fyrirhugaðra aðgerða stjórnvalda um lækkun á endurgreiðslu er mikil hætta á að þetta markmið náist ekki. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Seðlabankinn Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Verðbólgan á Íslandi er mikil og þrálát um þessar mundir og sameiginlegt verkefni Seðlabankans, hins opinbera og aðila vinnumarkaðarins að ná henni niður. Verðbólgan jókst umtalsvert á síðasta ári m.a. vegna ójafnvægis á íbúðamarkaði. En árs verðhækkun íbúða fór mest í 25,5% á höfuðborgarsvæðinu í júlí í fyrra. Í nýjasta hefti Peningamála, riti Seðlabankans, segir að þessi hækkun skýrist líklega af miklu misræmi milli framboðs og eftirspurnar eftir húsnæði enda annaði sá fjöldi íbúða sem byggður var á árunum fyrir heimsfaraldurinn ekki aukinni eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði í kjölfar hans. Með öðrum orðum, þá hefur ekki verið byggt nægjanlega mikið af íbúðum hér á landi á undanförnum árum og hefur það birst í mikilli verðbólgu og kallað á hækkun stýrivaxta. Á skömmum tíma hafa stýrivextir bankans farið úr 0,75% í 8,75%. Ekki mjög nákvæmt stýritæki Vaxtatahækkanir eru tæki sem Seðlabankinn getur beitt til að ná niður verðbólgu. Vaxtatækið er hins vegar eins og að mála með breiðum pensli – þetta er ekki mjög nákvæmt stýritæki. Vaxtahækkanir bankans hafa þannig óæskilegar hliðaverkanir við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku efnahagslífi. Hækkun vaxta dregur úr íbúðauppbyggingu þegar hið gagnstæða er það sem þarf. Þannig er lagður grunnur að því að við lendum aftur í því ástandi sem hóf þessa miklu verðbólgu sem nú er við að etja, þ.e. að ekki verði byggt í takti við þörf. Afleiðingin verður líkt og við þekkjum - verðhækkanir húsnæðis, verðbólga og hærri stýrivextir. Mikil hækkun fjármagnskostnaðar vegur þungt Vextir framkvæmdalána byggingaverktaka hafa hækkað verulega samhliða miklum vaxtahækkunum Seðlabankans. Óverðtryggðir vextir útlána til fyrirtækja hafa hækkað úr því að vera ríflega 4% í upphafi árs 2021 í ríflega 10% nú. Vextir hafa því hækkað um 6 prósentustig á þessu tímabili vaxtahækkana Seðlabankans. Framkvæmdalán byggingaverktaka bera nokkuð hærri vexti og með vaxtahækkun Seðlabankans í morgun munu þeir hækka enn frekar. Ljóst er að þessi mikla hækkun fjármagnskostnaðar við íbúðabyggingar vegur þungt hjá fyrirtækjum sem eru í uppbyggingu íbúða. Framkvæmdatími er um eða yfir 2 ár og enn lengri ef tekið er tillit til þess að nú er sölutregða að leiða til þess að tíminn frá því að til kostnaðar er stofnað við íbúðauppbyggingu hjá verktaka þar til hann fær greiðslu fyrir sölu hefur lengst á tíma hratt hækkandi vaxta. Veruleg áhrif á framboð íbúða Viðbúið er að áhrif hækkunar stýrivaxta á framboð íbúða verði verulegt. Samkvæmt könnun sem Outcome gerði fyrir Samtök iðnaðarins fyrir skömmu segja 88% stjórnenda verktakafyrirtækja sem eru að byggja íbúðir fyrir eigin reikning að hækkandi fjármögnunarkostnaður muni leiða til samdráttar í uppbyggingaráformum þeirra fyrirtækja á íbúðarhúsnæði. Í þessari sömu könnun kom fram að verulegur samdráttur er fram undan í byggingu nýrra íbúða en stjórnendur verktakafyrirtækjanna reikna með því að fjöldi íbúða sem byrjað verður á hjá þeirra fyrirtækjum á næstu tólf mánuðum verði 509 samanborið við 1.473 á síðustu tólf mánuðum. Samdrátturinn nemur 65%. Tryggja þarf fjölbreyttara lóðaframboð Mikilvægt er að tekið verði á þessum hliðaráhrifum hækkunar stýrivaxta. Samtök iðnaðarins hafa bent í því sambandi á að skortur á réttu lóðaframboði og skipulagi fyrir fleiri íbúðir hafi átt stóran þátt í þeim vanda sem skapaðist á íbúðamarkaði og leitt til þess ójafnvægis framboðs og eftirspurnar sem síðan leiddi til verðbólgu og hærri vaxta. Þó lóðaframboð sveitarfélaga sé mismikið er ljóst að enn er töluvert byggingarland fyrir hendi. Því er mikilvægt að sveitarfélög tryggi að ávallt sé fyrir hendi fjölbreyttara lóðaframboð en hefur verið undanfarin ár, þar sem horft er bæði til þéttingarreita og nýrra byggingarsvæða. Með því móti er hægt að koma með skilvirkari hætti í veg fyrir alvarlegt ástand á íbúðamarkaði. Lækkun endurgreiðslu hækkar kostnað við húsbyggingar Einnig hafa Samtök iðnaðarins bent á að fyrirhuguð lækkun á endurgreiðslum virðisaukaskatts vegna framkvæmda við íbúðarhúsnæði úr 60% í 35% muni hækka kostnað við húsbyggingar og draga úr uppbyggingu og framboði nýrra íbúða. Munu áhrifin á framboð nýrra íbúða koma fram eftir 2-3 ár. Aðgerðin mun hækka verð íbúða, auka verðbólgu og leiða til hærri vaxta. Lækkunin er boðuð með mjög skömmum fyrirvara eða eins tímabils virðisaukaskatts sem gerir fyrirtækjum ómögulegt að skipuleggja sig út frá breyttum forsendum. Stjórnvöld tryggi stöðugleika í byggingariðnaði Bygginga- og mannvirkjaiðnaður er ein af sveiflukenndustu greinum hagkerfisins. Greinin fylgir hagsveiflunni en með ýktum hætti. Þannig helmingaðist greinin ríflega á tímanum eftir efnahagsáfallið 2008 og dróst tífalt meira saman en hagkerfið gerði á þeim tíma. Síðan þá hefur greinin verið að byggja sig upp aftur og er nú orðin viðlíka í stærð og hún var fyrir fyrrgreint efnahagsáfall. Mikilvægt er að stjórnvöld nýti ekki greinina til sveiflujöfnunar fyrir hagkerfið og tryggi þess í stað stöðugleika í byggingariðnaði. Eykur það getu greinarinnar til að auka framleiðni og byggja íbúðir í takti við þarfir landsmanna. Hætta á að markmið náist ekki Íbúðauppbygging snýst um fólk og þarfir þess. Landsmenn eru um 390 þúsund og hefur fjölgað hratt undanfarið. Framboð íbúða þarf að mæta þörfum þessa fólks. Rammasamningur ríkis við sveitarfélög um uppbyggingu 35 þúsund íbúða á árunum 2023-2032 markaði skil í stefnumörkun stjórnvalda á sviði húsnæðismála þar sem ríki og sveitarfélög skuldbinda sig með skýrum hætti til að skapa stöðugan húsnæðismarkað og styðja við þróun og uppbyggingu fjölbreytts íbúðarhúsnæðis um land allt. Í ljósi mikilla vaxtahækkana undanfarið og nú síðast hækkun Seðlabankans um 1,25 prósentustig auk fyrirhugaðra aðgerða stjórnvalda um lækkun á endurgreiðslu er mikil hætta á að þetta markmið náist ekki. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar