Fleiri sýningar í gamla vaxta sirkusnum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 24. maí 2023 14:30 Stóra spurningin eftir 1,25% stýrivaxtahækkun og þrettándu hækkunina í röð er þessi: Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að berjast gegn svipaðri verðbólgu og annars staðar? Svarið er: Gjaldmiðillinn okkar. Það er pólitísk ákvörðun að halda sig við krónuna. Sá sem heldur því fram að hann berjist fyrir hagsmunum fólksins í landinu en stendur engu að síður vörð um gjaldmiðilinn er ekki sjálfum sér samkvæmur. Staðreyndin er nefnilega sú að það er nákvæmlega ekkert sem mælir með krónunni fyrir venjulegt fólk í landinu. Eitt stærsta velferðarmálið fyrir fólkið í landinu er að reyna að komast út úr þessum vítahring krónunnar. Að stjórnmálin hafi þrek til að gera meira en að bregðast alltaf bara við til skemmri tíma og fari að horfa fram á veginn. Fara í það að gera betur fyrir fólkið í landinu. Á þessu ári munu fleiri einstaklingar bætast í hóp þeirra sem taka höggið af háum vöxtum á sig þegar um 4500 heimili verða ekki lengur í skjóli fastra vaxta. Og enn annar hópur missir skjól fastra vaxta á næsta ári. Þessara heimila bíða miklar vaxtahækkanir sem auðvitað hafa áhrif á afkomu þessara fjölskyldna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á dögunum metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og að vextir munu hækka enn frekar. Í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Stjórnvöld geta tekið þátt í því að kæla verðbólguna núna og verða að gera það. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2023 lagði Viðreisn einmitt fram tillögur í þá veruna. Þá lögðum við ein fram hagræðingartillögur, við lögðum til að farið yrði í að greiða niður skuldir um 20 milljarða á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Og síðast en ekki síst þá lögðum við fram tillögur um að verja ungt fólk og barnafjölskyldur í gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslum barnabóta. Þessum tillögum Viðreisnar var því miður hafnað. Verðbólgan er alltaf þyngst fyrir þau sem minnst höfðu fyrir. Þess vegna er það ömurlegur dómur yfir stjórnvöldum að gera ekkert til að ráðast gegn verðbólgunni. Þegar ríkisstjórnin velur að gera ekkert til að kæla verðbólgu halda vextir áfram að hækka. Svo einfalt er það. Vaxtatækið er hins vegar miklu grimmara verkfæri vegna þess að það fer þvert yfir allt samfélagið og ekki er hægt að stýra högginu. Hækkanir á vöxtum bíta ungt fólk núna mjög fast. Þeim sem festu nýlega kaup á fasteign á meðan á þeim dundu auglýsingar um lágvaxtalandið Ísland. Ríkisstjórnin þarf að vakna og létta undir með seðlabankastjóra í að koma böndum á verðbólgu með tiltekt í ríkisfjármálunum og lækka þannig reikninga í heimilisbókhaldi venjulegs fólks. Svo verður að horfa til framtíðar og taka á stóra undirliggjandi vandanum svo sýningarnar í íslenska vaxta sirkusinn haldi ekki bara áfram. Með sama gamla prógrammið. Þetta þarf nefnilega ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Stóra spurningin eftir 1,25% stýrivaxtahækkun og þrettándu hækkunina í röð er þessi: Hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að berjast gegn svipaðri verðbólgu og annars staðar? Svarið er: Gjaldmiðillinn okkar. Það er pólitísk ákvörðun að halda sig við krónuna. Sá sem heldur því fram að hann berjist fyrir hagsmunum fólksins í landinu en stendur engu að síður vörð um gjaldmiðilinn er ekki sjálfum sér samkvæmur. Staðreyndin er nefnilega sú að það er nákvæmlega ekkert sem mælir með krónunni fyrir venjulegt fólk í landinu. Eitt stærsta velferðarmálið fyrir fólkið í landinu er að reyna að komast út úr þessum vítahring krónunnar. Að stjórnmálin hafi þrek til að gera meira en að bregðast alltaf bara við til skemmri tíma og fari að horfa fram á veginn. Fara í það að gera betur fyrir fólkið í landinu. Á þessu ári munu fleiri einstaklingar bætast í hóp þeirra sem taka höggið af háum vöxtum á sig þegar um 4500 heimili verða ekki lengur í skjóli fastra vaxta. Og enn annar hópur missir skjól fastra vaxta á næsta ári. Þessara heimila bíða miklar vaxtahækkanir sem auðvitað hafa áhrif á afkomu þessara fjölskyldna. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem var hér á dögunum metur stöðuna sem svo að tímabil hárra vaxta verði langt og að vextir munu hækka enn frekar. Í því sambandi verður að hafa í huga að aldrei hafa fleiri keypt fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Stjórnvöld geta tekið þátt í því að kæla verðbólguna núna og verða að gera það. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir 2023 lagði Viðreisn einmitt fram tillögur í þá veruna. Þá lögðum við ein fram hagræðingartillögur, við lögðum til að farið yrði í að greiða niður skuldir um 20 milljarða á árinu. Við lögðum sömuleiðis til tekjuöflun fyrir ríkið með hækkun veiðigjalda og kolefnisskatta. Og síðast en ekki síst þá lögðum við fram tillögur um að verja ungt fólk og barnafjölskyldur í gegnum vaxtabóta- og húsnæðisbótakerfið sem og með greiðslum barnabóta. Þessum tillögum Viðreisnar var því miður hafnað. Verðbólgan er alltaf þyngst fyrir þau sem minnst höfðu fyrir. Þess vegna er það ömurlegur dómur yfir stjórnvöldum að gera ekkert til að ráðast gegn verðbólgunni. Þegar ríkisstjórnin velur að gera ekkert til að kæla verðbólgu halda vextir áfram að hækka. Svo einfalt er það. Vaxtatækið er hins vegar miklu grimmara verkfæri vegna þess að það fer þvert yfir allt samfélagið og ekki er hægt að stýra högginu. Hækkanir á vöxtum bíta ungt fólk núna mjög fast. Þeim sem festu nýlega kaup á fasteign á meðan á þeim dundu auglýsingar um lágvaxtalandið Ísland. Ríkisstjórnin þarf að vakna og létta undir með seðlabankastjóra í að koma böndum á verðbólgu með tiltekt í ríkisfjármálunum og lækka þannig reikninga í heimilisbókhaldi venjulegs fólks. Svo verður að horfa til framtíðar og taka á stóra undirliggjandi vandanum svo sýningarnar í íslenska vaxta sirkusinn haldi ekki bara áfram. Með sama gamla prógrammið. Þetta þarf nefnilega ekki að vera svona. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun