„Munar um hvern einasta hval“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. maí 2023 15:15 Vísir/Getty/Rán Flygenring Rán Flygenring, teiknari og aktívisti, segir hvalveiðar á Íslandi grótekst dæmi um hverju hægt er að ná fram með peningum og frekju. Hún birti í dag myndaþátt eigin teikninga á Vísi þar sem hún skýtur föstum skotum á hvalveiðar á Íslandi. Myndaþáttinn má sjá hér. „Mitt fyrsta tilhlaup að aktívisma var þegar ég og Anna Sóley, vinkona mín, skrifuðum bréf í Moggann um Keikó.“ Vinkonurnar, þá átta og níu ára gamlar, höfðu frétt að háhyrningurinn væri illa haldinn í Ameríku og skrifuðu grein þar sem þær gagnrýndu gráðuga Ameríkana sem fengu allt sem þeir vildu. Ein af myndum Ránar sem birtust í myndaþættinum í dag.Rán Flygering „Ég sá fyrir mér að þetta yrði svaka hálfsíðugrein, og það væri kannski mynd af okkur og svo framvegis, en svo var þetta ekki nema einhverjar þrettán línur í Velvakanda,“ segir hún hlæjandi. Þó trúir hún að grein vinkvennanna hafi ef til vill verið fyrsta skrefið í átt að björgun háhyrningsins. Langreyðar notaðar í hundamat Rán segist alltaf hafa verið náttúruverndarsinni og látið umhverfismál sig varða. Hún hefur unnið sem teiknari lengi og nýtir gjarnan myndmál til að segja frá málefnum sem hún brennur fyrir. Hún segir frábært að geta tengt þau svið saman þar sem á milli séu allskonar teningar. Hvalur hf. er með leyfi út þetta ár til að stunda hvalveiðar.Rán Flygering „Það er nefnilega margt svo fullkomlega galið í þessum hvalabransa og hann eiginlega kjarnar hversu furðulegt samband við eigum orðið við náttúruna.“ Hún vekur athygli á að langreyðarnar, sem eru næststærsta dýr jarðar, séu notaðar í hundamat hinumegin á hnettinum. Kristján Loftsson er stærsti eigandinn í Hvali. Hann svarar sárasjaldan fyrirspurnum fjölmiðla.Rán Flygering Hún hafi einnig heyrt sögusagnir, þó óstaðfestar, um að hvalafita sé notuð í kynlífstæki á við gervipíkur. „Þetta er orðin svo mikil sturlun að þetta er orðið eins og einhver dystópía á Netflix!“ Segir afturköllun hvalveiðileyfis tímaspursmál Aðspurð hversu tímabær henni finnist vakning á málefnum hvalaveiða segir hún hana í raun koma allt of seint og að hún hefði mátt byrja fyrr. „Þetta er svo gróteskt dæmi um hverju er hægt að ná fram með peningum og frekju.“ Hún fer hörðum orðum um Kristján Loftsson, eiganda Hvals hf. og segir að tími hvalveiða væri löngu liðinn ef ekki væri fyrir yfirgang og frekju í einum karli sem fengi sínu framgengt með ríkidæmi sínu og frekju. Rán segist almennt ekki vera mjög bjartsýn þegar kemur að málum sem tengjast náttúrunni. „En það munar um hvern einasta hval alveg eins og munar um hverja einustu manneskju, þannig að allt sem við gerum skiptir máli.“ Hún segir það þó vonandi tímaspursmál hvenær hvalveiðileyfið, sem stríði gegn alþjóðalögum og skynsemi, verði afturkallað. Hvalveiðar Hvalir Myndlist Tengdar fréttir Myndskýrsla um hinar fullkomlega óskiljanlegu hvalveiðar á Íslandi Rán Flygenring fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 24. maí 2023 06:31 Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum. 23. maí 2023 12:01 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Myndaþáttinn má sjá hér. „Mitt fyrsta tilhlaup að aktívisma var þegar ég og Anna Sóley, vinkona mín, skrifuðum bréf í Moggann um Keikó.“ Vinkonurnar, þá átta og níu ára gamlar, höfðu frétt að háhyrningurinn væri illa haldinn í Ameríku og skrifuðu grein þar sem þær gagnrýndu gráðuga Ameríkana sem fengu allt sem þeir vildu. Ein af myndum Ránar sem birtust í myndaþættinum í dag.Rán Flygering „Ég sá fyrir mér að þetta yrði svaka hálfsíðugrein, og það væri kannski mynd af okkur og svo framvegis, en svo var þetta ekki nema einhverjar þrettán línur í Velvakanda,“ segir hún hlæjandi. Þó trúir hún að grein vinkvennanna hafi ef til vill verið fyrsta skrefið í átt að björgun háhyrningsins. Langreyðar notaðar í hundamat Rán segist alltaf hafa verið náttúruverndarsinni og látið umhverfismál sig varða. Hún hefur unnið sem teiknari lengi og nýtir gjarnan myndmál til að segja frá málefnum sem hún brennur fyrir. Hún segir frábært að geta tengt þau svið saman þar sem á milli séu allskonar teningar. Hvalur hf. er með leyfi út þetta ár til að stunda hvalveiðar.Rán Flygering „Það er nefnilega margt svo fullkomlega galið í þessum hvalabransa og hann eiginlega kjarnar hversu furðulegt samband við eigum orðið við náttúruna.“ Hún vekur athygli á að langreyðarnar, sem eru næststærsta dýr jarðar, séu notaðar í hundamat hinumegin á hnettinum. Kristján Loftsson er stærsti eigandinn í Hvali. Hann svarar sárasjaldan fyrirspurnum fjölmiðla.Rán Flygering Hún hafi einnig heyrt sögusagnir, þó óstaðfestar, um að hvalafita sé notuð í kynlífstæki á við gervipíkur. „Þetta er orðin svo mikil sturlun að þetta er orðið eins og einhver dystópía á Netflix!“ Segir afturköllun hvalveiðileyfis tímaspursmál Aðspurð hversu tímabær henni finnist vakning á málefnum hvalaveiða segir hún hana í raun koma allt of seint og að hún hefði mátt byrja fyrr. „Þetta er svo gróteskt dæmi um hverju er hægt að ná fram með peningum og frekju.“ Hún fer hörðum orðum um Kristján Loftsson, eiganda Hvals hf. og segir að tími hvalveiða væri löngu liðinn ef ekki væri fyrir yfirgang og frekju í einum karli sem fengi sínu framgengt með ríkidæmi sínu og frekju. Rán segist almennt ekki vera mjög bjartsýn þegar kemur að málum sem tengjast náttúrunni. „En það munar um hvern einasta hval alveg eins og munar um hverja einustu manneskju, þannig að allt sem við gerum skiptir máli.“ Hún segir það þó vonandi tímaspursmál hvenær hvalveiðileyfið, sem stríði gegn alþjóðalögum og skynsemi, verði afturkallað.
Hvalveiðar Hvalir Myndlist Tengdar fréttir Myndskýrsla um hinar fullkomlega óskiljanlegu hvalveiðar á Íslandi Rán Flygenring fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 24. maí 2023 06:31 Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum. 23. maí 2023 12:01 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Myndskýrsla um hinar fullkomlega óskiljanlegu hvalveiðar á Íslandi Rán Flygenring fjallar um hvalveiðar Íslendinga. 24. maí 2023 06:31
Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum. 23. maí 2023 12:01
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent