Draumar Branson úti og starfseminni hætt að fullu Samúel Karl Ólason skrifar 24. maí 2023 11:17 Richard Branson var stórhuga með fyrirtæki sitt Virgin Orbit. Sex árum eftir að fyrirtækið var stofnað hefur starfsemi þess verið hætt. EPA Virgin Orbit, geimferðafyrirtækið sem breski auðkýfingurinn Richard Branson stofnaði árið 2017, er hætt starfsemi. Forsvarsmenn fyrirtækisins óskuðu eftir gjaldþrotameðferð í Bandaríkjunum í síðasta mánuði og er því ferli nú lokið. Markmið fyrirtækisins var að þróa ódýra leið til að koma smáum gervihnöttum á braut um jörðu með því að koma geimflaugum fyrir á farþegaflugvélum. Flugvélarnar myndu svo bera eldflaugarnar hátt á loft, þar sem hægt væri að skjóta eldflaugunum út í geim með tiltölulega litlum kostnaði. Fyrirtækið komast aldrei á flug og þessi tækni fékkst ekki til að virka eins og hún átti að virka. Fyrsta tilraunaskot Virgin Orbit í maí 2020 misheppnaðist. Annað skot heppnaðist svo í janúar 2021 og í júní sama ár var eldflaug fyrirtækisins notuð í fyrsta sinn til að koma farmi á braut um jörðu. Tvö geimskot heppnuðust svo í fyrra en síðast reyndu starfsmenn Virgin Orbit að skjóta gervihnetti á braut um jörðu í janúar. Það misheppnaðist vegna bilunar í eldflaug fyrirtækisins. Hátt í sjö hundruð starfsmönnum Virgin Orbit, sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu, var sagt upp í síðasta mánuði og var óskað eftir gjaldþrotaskiptum í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Virgin Orbit stefndi á geiminn en lenti á hausnum Í frétt Sky News segir að eigur fyrirtækisins hafi verið seldar fyrir 36,4 milljónir dala, sem samsvarar rúmum fimm milljörðum króna. Meðal þeirra eigna voru framleiðslutæki sem notuð voru til að framleiða eldflaugar Virgin Orbit. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum fyrirtækisins um endalok starfseminnar segir að Virgin Orbit skilji eftir sig varandi áhrif á geimferðaiðnað heimsins. Geimurinn Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Markmið fyrirtækisins var að þróa ódýra leið til að koma smáum gervihnöttum á braut um jörðu með því að koma geimflaugum fyrir á farþegaflugvélum. Flugvélarnar myndu svo bera eldflaugarnar hátt á loft, þar sem hægt væri að skjóta eldflaugunum út í geim með tiltölulega litlum kostnaði. Fyrirtækið komast aldrei á flug og þessi tækni fékkst ekki til að virka eins og hún átti að virka. Fyrsta tilraunaskot Virgin Orbit í maí 2020 misheppnaðist. Annað skot heppnaðist svo í janúar 2021 og í júní sama ár var eldflaug fyrirtækisins notuð í fyrsta sinn til að koma farmi á braut um jörðu. Tvö geimskot heppnuðust svo í fyrra en síðast reyndu starfsmenn Virgin Orbit að skjóta gervihnetti á braut um jörðu í janúar. Það misheppnaðist vegna bilunar í eldflaug fyrirtækisins. Hátt í sjö hundruð starfsmönnum Virgin Orbit, sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu, var sagt upp í síðasta mánuði og var óskað eftir gjaldþrotaskiptum í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Virgin Orbit stefndi á geiminn en lenti á hausnum Í frétt Sky News segir að eigur fyrirtækisins hafi verið seldar fyrir 36,4 milljónir dala, sem samsvarar rúmum fimm milljörðum króna. Meðal þeirra eigna voru framleiðslutæki sem notuð voru til að framleiða eldflaugar Virgin Orbit. Í yfirlýsingu frá forsvarsmönnum fyrirtækisins um endalok starfseminnar segir að Virgin Orbit skilji eftir sig varandi áhrif á geimferðaiðnað heimsins.
Geimurinn Mest lesið Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent